Mæðgum vísað úr Hundaræktarfélaginu í fimmtán ár Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. janúar 2022 14:19 Mæðgurnar hafa ræktað Schäferhunda undir ræktunarnafninu Gjóska. Getty/Finnbarr Webster Mæðgum, sem ræktað hafa Schäferhunda um árabil, hefur verið vísað úr Hundaræktarfélagi Íslands í fimmtán ár meðal annars fyrir að hafa falsað ættbókarskráningar. Þær hafa sömuleiðis verið sviptar ættbókarskírteini og ræktunarnafni þeirra. Þetta úrskurðaði siðanefnd Hundaræktarfélags Íslands, HRFÍ, 25. janúar síðastliðinn. Daginn áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur vísað máli kvennanna frá dómi en þær höfðu kært nefndarmenn siðanefndarinnar og stjórnarmenn HRFÍ vegna málsins. Héraðsdómur mat margar dómskröfur mæðgnanna óskýrar og vanreifaðar og ekki eiga við dómstóla. Mæðgurnar hafa verið með Schäferræktunina Gjósku undanfarin ár. Siðanefnd HRFÍ vísar þeim úr félaginu fyrir ýmis brot. Það fyrsta, að hafa skráð vísvitandi ranga ræktunartík á eitt, tvö eða þrjú pörunarvottorð við umsókn um ættbókarskráningu gota. Það hafi haft þær afleiðingar að útgefnar ættbækur þriggja gota voru efnislega rangar. Gerðust sekar um fölsun og kosningasvindl Með því hafi þær brotið gróflega gegn markmiðum félagsins, brotið trúnað sem ræktendur, skaðað ættbók félagsins, unnið gegn því og valdið félaginu skaða. Þá hafi þær brotið gegn skyldum sínum sem ræktendur með því að hafa ekki mætt með hunda úr ræktun sinni í lífsýnatöku til sönnunar á ætterni, sem fram fór að kröfu félagsins. Konurnar hfai sömuleiðis neitað að gefa upplýsingar eða svara fyrirspurnum framkvæmdastjóra félagsins með útúrsnúningum í tölvupósti. Þær hafi þá sakað framkvæmdastjórann um refsiverða háttsetmi og varpað rýrð á störf hans með meiðyrðum. Þá hafi þær gerst sekar um fölsun og kosningasvindl með því að hafa tilkynnt til félagsins eigendaskipti á tík úr ræktun sinni. Tíkin hafi hins vegar verið aflífuð ári áður og tilgangur fölsuninnar sú að veita sambýlismanni dótturinnar kjörgengi og atkvæðisrétt á aðalfundi Schäferdeildar félagsins, sem hann átti ekki rétt til samkvæmt reglum félagsins. Þær hafi sömuleiðis gerst brotlega með því að para rakka við tík, sem ekki var ættbókarfærð hjá HRFÍ. Hafi gert lítið úr alvarleika málsins og sýnt einbeittan brotavilja Siðanefnd mat það svo að mæðgurnar ættu sér litlar málsbætur. Háttsemi þeirra hafi verið einkar ófyrirleitin og til þess fallin að valda félaginu og eigendum hunda í þeim gotum, sem rannsókn beindist að, óþægindum, ama og tjóni. Málatilbúnaður þeirra og framsetning fyrir siðanefnd hafi að stærstu leyti fallist í staðlausum, fjarstæðukenndum eða beinlínis villandi staðhæfingum, tilhæfulausum kröfum um málsmeðferð og talinn verulega ámælisverður. Þær hafi ítrekað dregið úr alvarleika málsins, gert lítið úr kæruefninu og lögum og reglum félagsins. Siðanefnd mat það svo að alvarleiki brota mæðgnanna og einbeittur ásetningur þeirra til að brjóta lög félagsins og torvelda rannsókn félagsins varði brottvísun og útilokun úr starfi félagsins að fullu. Hundar Dýraheilbrigði Stjórnsýsla Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Sjá meira
Þetta úrskurðaði siðanefnd Hundaræktarfélags Íslands, HRFÍ, 25. janúar síðastliðinn. Daginn áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur vísað máli kvennanna frá dómi en þær höfðu kært nefndarmenn siðanefndarinnar og stjórnarmenn HRFÍ vegna málsins. Héraðsdómur mat margar dómskröfur mæðgnanna óskýrar og vanreifaðar og ekki eiga við dómstóla. Mæðgurnar hafa verið með Schäferræktunina Gjósku undanfarin ár. Siðanefnd HRFÍ vísar þeim úr félaginu fyrir ýmis brot. Það fyrsta, að hafa skráð vísvitandi ranga ræktunartík á eitt, tvö eða þrjú pörunarvottorð við umsókn um ættbókarskráningu gota. Það hafi haft þær afleiðingar að útgefnar ættbækur þriggja gota voru efnislega rangar. Gerðust sekar um fölsun og kosningasvindl Með því hafi þær brotið gróflega gegn markmiðum félagsins, brotið trúnað sem ræktendur, skaðað ættbók félagsins, unnið gegn því og valdið félaginu skaða. Þá hafi þær brotið gegn skyldum sínum sem ræktendur með því að hafa ekki mætt með hunda úr ræktun sinni í lífsýnatöku til sönnunar á ætterni, sem fram fór að kröfu félagsins. Konurnar hfai sömuleiðis neitað að gefa upplýsingar eða svara fyrirspurnum framkvæmdastjóra félagsins með útúrsnúningum í tölvupósti. Þær hafi þá sakað framkvæmdastjórann um refsiverða háttsetmi og varpað rýrð á störf hans með meiðyrðum. Þá hafi þær gerst sekar um fölsun og kosningasvindl með því að hafa tilkynnt til félagsins eigendaskipti á tík úr ræktun sinni. Tíkin hafi hins vegar verið aflífuð ári áður og tilgangur fölsuninnar sú að veita sambýlismanni dótturinnar kjörgengi og atkvæðisrétt á aðalfundi Schäferdeildar félagsins, sem hann átti ekki rétt til samkvæmt reglum félagsins. Þær hafi sömuleiðis gerst brotlega með því að para rakka við tík, sem ekki var ættbókarfærð hjá HRFÍ. Hafi gert lítið úr alvarleika málsins og sýnt einbeittan brotavilja Siðanefnd mat það svo að mæðgurnar ættu sér litlar málsbætur. Háttsemi þeirra hafi verið einkar ófyrirleitin og til þess fallin að valda félaginu og eigendum hunda í þeim gotum, sem rannsókn beindist að, óþægindum, ama og tjóni. Málatilbúnaður þeirra og framsetning fyrir siðanefnd hafi að stærstu leyti fallist í staðlausum, fjarstæðukenndum eða beinlínis villandi staðhæfingum, tilhæfulausum kröfum um málsmeðferð og talinn verulega ámælisverður. Þær hafi ítrekað dregið úr alvarleika málsins, gert lítið úr kæruefninu og lögum og reglum félagsins. Siðanefnd mat það svo að alvarleiki brota mæðgnanna og einbeittur ásetningur þeirra til að brjóta lög félagsins og torvelda rannsókn félagsins varði brottvísun og útilokun úr starfi félagsins að fullu.
Hundar Dýraheilbrigði Stjórnsýsla Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Sjá meira