Nýi leikmaður Liverpool glímdi við vannæringu sem krakki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2022 08:00 Luiz Diaz í leik með Porto í Meistaradeildinni. EPA-EFE/JOSE COELHO Nýjasti leikmaður Liverpool á sér ævintýralega sögu en framtíðin var ekki björt þegar hann var að alast upp í Kólumbíu. Kólumbíumaðurinn Luiz Diaz tók risastórt skref á fótboltaferli sínum um helgina þegar Liverpool keypti hann frá Porto í Portúgal. Saga hans er í raun ævintýraleg saga stráks sem tókst að vinna sig upp úr mikilli fátækt. "He can shoot from distance, he's comfortable with his two feet, he can dribble, he can open up defences, he can score. What can't he do? But, believe it or not, he's yet to reach his ceiling"Piece for @BBCSport on Liverpool new signing Luis Diaz https://t.co/0mAAHK2yBR— Marcus Alves (@_marcus_alves) January 30, 2022 Luiz Diaz hefur spilað undanfarin þrjú ár með Porto í Portúgal eða síðan hann var 22 ára gamall. Hann er gríðarlega hæfileikaríkur leikmaður, getur notað báða fætur, er eldfljótur, með mikla tækni og getur skorað mörk. Það er margt spennandi við þennan leikmann ekki síst sú staðreynd að hann ætti að geta orðið enn betri undir leiðsögn Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool. Árangur Luiz Diaz á fótboltaferlinum er ekki síst merkileg vegna þess hvaðan hann kemur. Hann er úr Wayuu-þjóðflokknum í Kólumbíu og kemur frá La Guajira svæðinu í Kólumbíu sem kólumbísk stjórnvöld hafa lengstum látið umhirðulaus. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Þar er fátæktin og eymdin mikil sem þýðir að líkurnar á að drengur komust þaðan í eitt besta fótboltafélag heims eru litlar sem engar. Þegar þjálfarinn John Pocillo Diaz sá Luiz Diaz fyrst á úrtökuæfingum fyrir unglingalandslið Kólumbíu þá tók hann eftir því hversu vannærður og kraftlaus Luiz var. Hann hafði hins vegar hraða og tækni sem dugðu honum til að vinna sér sæti í liðinu. Luiz náði að skapa sér nafn í heimlandinu og fékk frekari tækifæri með yngri landsliðunum. Á þessum árum lagði hann höfuðáherslu á að styrkja sig og þyngja sig enda þurfti hann mikið á því að halda. Í umfjöllun BBC kemur fram að hann hafi borðað pasta í morgunmat á þessum árum og tókst honum að þyngja sig um tíu kíló. Luis Díaz, de origen wayuu, representa el talento y perseverancia de nuestras culturas indígenas. Aplausos al goleador de la Copa América. pic.twitter.com/VXKEvIbP8u— NelsonFredyPadillaC (@NelsonFredyPadi) July 10, 2021 Hann varð kólumbískur meistari með Atletico Junior áður en hann færði sig yfir Atlantshafið til Porto í Portúgal sumarið 2019. Frægustu fótboltamenn Kólumbíu, Radamel Falcao og James Rodríguez, sannfærður hann um að fara frekar þangað en til Zenit Saint Petersburg. Luiz vann sér sæti í liði Porto og stóð sig ágætlega en hann tók stóra stökkið á síðasta hálfa árinu. #CopaAmérica ¡QUÉ GOLAZO! Luis Díaz abrió el marcador con una hermosa pirueta para ColombiaGOOOLAÇO DA COLÔMBIA! Luis Díaz abre o placar para @FCFSeleccionCol Brasil Colômbia #VibraElContinente #VibraOContinente pic.twitter.com/PgTJBD4Yk7— Copa América (@CopaAmerica) June 24, 2021 Luiz Diaz var magnaður með kólumbíska landsliðinu í Suðurameríkukeppninni síðasta sumar þar sem hann skoraði á móti Brasilíu og Argentínu og endaði sem markahæsti maður keppninnar ásamt Lionel Messi. Hér fyrir ofan má sjá markið sem hann skoraði á móti Brasilíu. Diaz kom með bullandi sjálfstraust inn í tímabilið með Porto og hefur skorað 14 mörk í 18 deildarleikjum á þessari leiktíð. Hann skoraði bæði í heima- og útileiknum á móti AC Milan í Meistaradeildinni. #OrgulloIndígena| Desde @ONIC_Colombia nos alegra el llamado que le hace la @FCFSeleccionCol a Luis Díaz, joven Wayuu que inició su camino deportivo en nuestra Selección Colombia Indígena, como apuesta de paz más allá del balón. @luiskankui @JuniorClubSA @PibeValderramaP. pic.twitter.com/s7uj5CDp9x— Organización Nacional Indígena de Colombia - ONIC (@ONIC_Colombia) August 28, 2018 Enski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjá meira
Kólumbíumaðurinn Luiz Diaz tók risastórt skref á fótboltaferli sínum um helgina þegar Liverpool keypti hann frá Porto í Portúgal. Saga hans er í raun ævintýraleg saga stráks sem tókst að vinna sig upp úr mikilli fátækt. "He can shoot from distance, he's comfortable with his two feet, he can dribble, he can open up defences, he can score. What can't he do? But, believe it or not, he's yet to reach his ceiling"Piece for @BBCSport on Liverpool new signing Luis Diaz https://t.co/0mAAHK2yBR— Marcus Alves (@_marcus_alves) January 30, 2022 Luiz Diaz hefur spilað undanfarin þrjú ár með Porto í Portúgal eða síðan hann var 22 ára gamall. Hann er gríðarlega hæfileikaríkur leikmaður, getur notað báða fætur, er eldfljótur, með mikla tækni og getur skorað mörk. Það er margt spennandi við þennan leikmann ekki síst sú staðreynd að hann ætti að geta orðið enn betri undir leiðsögn Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool. Árangur Luiz Diaz á fótboltaferlinum er ekki síst merkileg vegna þess hvaðan hann kemur. Hann er úr Wayuu-þjóðflokknum í Kólumbíu og kemur frá La Guajira svæðinu í Kólumbíu sem kólumbísk stjórnvöld hafa lengstum látið umhirðulaus. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Þar er fátæktin og eymdin mikil sem þýðir að líkurnar á að drengur komust þaðan í eitt besta fótboltafélag heims eru litlar sem engar. Þegar þjálfarinn John Pocillo Diaz sá Luiz Diaz fyrst á úrtökuæfingum fyrir unglingalandslið Kólumbíu þá tók hann eftir því hversu vannærður og kraftlaus Luiz var. Hann hafði hins vegar hraða og tækni sem dugðu honum til að vinna sér sæti í liðinu. Luiz náði að skapa sér nafn í heimlandinu og fékk frekari tækifæri með yngri landsliðunum. Á þessum árum lagði hann höfuðáherslu á að styrkja sig og þyngja sig enda þurfti hann mikið á því að halda. Í umfjöllun BBC kemur fram að hann hafi borðað pasta í morgunmat á þessum árum og tókst honum að þyngja sig um tíu kíló. Luis Díaz, de origen wayuu, representa el talento y perseverancia de nuestras culturas indígenas. Aplausos al goleador de la Copa América. pic.twitter.com/VXKEvIbP8u— NelsonFredyPadillaC (@NelsonFredyPadi) July 10, 2021 Hann varð kólumbískur meistari með Atletico Junior áður en hann færði sig yfir Atlantshafið til Porto í Portúgal sumarið 2019. Frægustu fótboltamenn Kólumbíu, Radamel Falcao og James Rodríguez, sannfærður hann um að fara frekar þangað en til Zenit Saint Petersburg. Luiz vann sér sæti í liði Porto og stóð sig ágætlega en hann tók stóra stökkið á síðasta hálfa árinu. #CopaAmérica ¡QUÉ GOLAZO! Luis Díaz abrió el marcador con una hermosa pirueta para ColombiaGOOOLAÇO DA COLÔMBIA! Luis Díaz abre o placar para @FCFSeleccionCol Brasil Colômbia #VibraElContinente #VibraOContinente pic.twitter.com/PgTJBD4Yk7— Copa América (@CopaAmerica) June 24, 2021 Luiz Diaz var magnaður með kólumbíska landsliðinu í Suðurameríkukeppninni síðasta sumar þar sem hann skoraði á móti Brasilíu og Argentínu og endaði sem markahæsti maður keppninnar ásamt Lionel Messi. Hér fyrir ofan má sjá markið sem hann skoraði á móti Brasilíu. Diaz kom með bullandi sjálfstraust inn í tímabilið með Porto og hefur skorað 14 mörk í 18 deildarleikjum á þessari leiktíð. Hann skoraði bæði í heima- og útileiknum á móti AC Milan í Meistaradeildinni. #OrgulloIndígena| Desde @ONIC_Colombia nos alegra el llamado que le hace la @FCFSeleccionCol a Luis Díaz, joven Wayuu que inició su camino deportivo en nuestra Selección Colombia Indígena, como apuesta de paz más allá del balón. @luiskankui @JuniorClubSA @PibeValderramaP. pic.twitter.com/s7uj5CDp9x— Organización Nacional Indígena de Colombia - ONIC (@ONIC_Colombia) August 28, 2018
Enski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjá meira