Segir „erfitt að réttlæta“ samkvæmin og að leiðtogar hafi brugðist Samúel Karl Ólason skrifar 31. janúar 2022 14:58 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. EPA/Neil Hall Sue Gray, sem hefur haldið utan um rannsókn á tíðum samkvæmum að Downingstræti tíu, þar sem heimili og skrifstofa Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er til húsa, segir erfitt að réttlæta samkvæmin. Það sé sérstaklega erfitt í ljósi þeirra sóttvarnarreglna og samkomutakmarkana sem voru þá í gildi. Samkvæmin sem um ræðir voru haldin á um tuttugu mánaða tímabili árin 2020 til 2021, þegar stífar reglur voru í gildi á Bretlandi. Gray er með sextán samkvæmi til skoðunar og lögreglan er að rannsaka tólf þeirra. Í bráðabirgðaskýrslu sem afhent var ráðuneytinu í dag segir að ljóst sé að einhver þessarar samkvæma hefðu aldrei átt að vera haldin. Útlit sé fyrir að forsvarsmenn ráðuneytisins hafi lítið verið að huga að því sem breska þjóðin var að ganga í gegnum og segir Gray að leiðtogar hafi brugðist og sýnt af sér dómgreindarleysi, samkvæmt frétt Sky News. Hér má sjá fréttamann Sky News hlaupa yfir niðurstöður bráðabirgðarskýrslunnar. BREAKING: The long-awaited Sue Gray report into alleged lockdown-busting parties in Downing Street and Whitehall has been published.Our deputy political editor @SamCoatesSky talks us through the key findings.https://t.co/NITaIamuQh Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 pic.twitter.com/ebFB8hQsDO— Sky News (@SkyNews) January 31, 2022 Eins og áður segir er um bráðabirgðaútgáfu af skýrslunni að ræða. Hún er ellefu blaðsíður og byggir á viðtölum við um sjötíu manns. Lögreglan er eins og áður segir með tólf samkvæmi til rannsóknar og því segir Gray að hún geti ekki birt ítarlegri skýrslu fyrr en rannsókn lögreglunnar er lokið. Áhugasamir geta lesið Gray-skýrsluna hér. Í niðurstöðuhluta skýrslunnar segir að erfitt sé að réttlæta einhver af þessum samkvæmum og að sum þeirra séu til marks um alvarleg brot á þeim viðmiðum sem búist er við að opinberir starfsmenn eigi að halda á lofti. Sömuleiðis fari þau gegn þeim viðmiðum sem öll þjóðin átti að halda á lofti á þessum tíma. Í skýrslunni segir enn fremur að óhófleg neysla áfengis sé ekki við hæfi á vinnustöðum og ganga þurfi úr skugga um að skýr stefna varðandi drykkju sé mótuð. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bráðabirgðaútgáfa Gray-skýrslunnar komin á borð Johnson Forsætisráðherra hefur fengið afhent afrit af bráðabirgðaniðurstöðum Sue Gray um partýhald í Downing-stræti þegar sóttvarnaaðgerðir stóðu yfir á Bretlandseyjum. Ráðherrann mun flytja yfirlýsingu um skýrsluna í þinginu seinna í dag. 31. janúar 2022 12:38 Enn bætist á vandræði Borisar Vandræði Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, virðast engan enda ætla að taka. Ný-opinberaðir tölvupóstar sína að hann heimilaði brottflutning gæludýra frá Afganistan í fyrra persónulega, sem forsætisráðherrann hafði áður sagt að væri „þvættingur“. 26. janúar 2022 15:11 Lögreglan rannsakar Borisar-boðin Lögreglan í London hefur hafið rannsókn á samkvæmum sem haldin voru í Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana í Bretlandi. Verið er að rannsaka hvort brot voru framin á sóttvarnalögum en uppljóstranir um samkvæmi hafa valdið Boris Johnson, forsætisráðherra, miklum vandræðum. 25. janúar 2022 11:08 Ríkisstjórnin sökuð um að hóta þingmönnum og jafnvel kúga þá Þingmenn Íhaldsflokks Englands, sem vilja velta Boris Johnson, forsætisráðherra, úr sessi sem leiðtogi flokksins, hafa orðið fyrir hótunum frá meðlimum úr ríkisstjórn Bretlands. Þetta segir einn þingmaður flokksins og ráðleggur hann flokksbræðrum sínum og systrum sem hafa orðið fyrir kúgunum að leita til lögreglunnar. 20. janúar 2022 16:45 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Samkvæmin sem um ræðir voru haldin á um tuttugu mánaða tímabili árin 2020 til 2021, þegar stífar reglur voru í gildi á Bretlandi. Gray er með sextán samkvæmi til skoðunar og lögreglan er að rannsaka tólf þeirra. Í bráðabirgðaskýrslu sem afhent var ráðuneytinu í dag segir að ljóst sé að einhver þessarar samkvæma hefðu aldrei átt að vera haldin. Útlit sé fyrir að forsvarsmenn ráðuneytisins hafi lítið verið að huga að því sem breska þjóðin var að ganga í gegnum og segir Gray að leiðtogar hafi brugðist og sýnt af sér dómgreindarleysi, samkvæmt frétt Sky News. Hér má sjá fréttamann Sky News hlaupa yfir niðurstöður bráðabirgðarskýrslunnar. BREAKING: The long-awaited Sue Gray report into alleged lockdown-busting parties in Downing Street and Whitehall has been published.Our deputy political editor @SamCoatesSky talks us through the key findings.https://t.co/NITaIamuQh Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 pic.twitter.com/ebFB8hQsDO— Sky News (@SkyNews) January 31, 2022 Eins og áður segir er um bráðabirgðaútgáfu af skýrslunni að ræða. Hún er ellefu blaðsíður og byggir á viðtölum við um sjötíu manns. Lögreglan er eins og áður segir með tólf samkvæmi til rannsóknar og því segir Gray að hún geti ekki birt ítarlegri skýrslu fyrr en rannsókn lögreglunnar er lokið. Áhugasamir geta lesið Gray-skýrsluna hér. Í niðurstöðuhluta skýrslunnar segir að erfitt sé að réttlæta einhver af þessum samkvæmum og að sum þeirra séu til marks um alvarleg brot á þeim viðmiðum sem búist er við að opinberir starfsmenn eigi að halda á lofti. Sömuleiðis fari þau gegn þeim viðmiðum sem öll þjóðin átti að halda á lofti á þessum tíma. Í skýrslunni segir enn fremur að óhófleg neysla áfengis sé ekki við hæfi á vinnustöðum og ganga þurfi úr skugga um að skýr stefna varðandi drykkju sé mótuð.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bráðabirgðaútgáfa Gray-skýrslunnar komin á borð Johnson Forsætisráðherra hefur fengið afhent afrit af bráðabirgðaniðurstöðum Sue Gray um partýhald í Downing-stræti þegar sóttvarnaaðgerðir stóðu yfir á Bretlandseyjum. Ráðherrann mun flytja yfirlýsingu um skýrsluna í þinginu seinna í dag. 31. janúar 2022 12:38 Enn bætist á vandræði Borisar Vandræði Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, virðast engan enda ætla að taka. Ný-opinberaðir tölvupóstar sína að hann heimilaði brottflutning gæludýra frá Afganistan í fyrra persónulega, sem forsætisráðherrann hafði áður sagt að væri „þvættingur“. 26. janúar 2022 15:11 Lögreglan rannsakar Borisar-boðin Lögreglan í London hefur hafið rannsókn á samkvæmum sem haldin voru í Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana í Bretlandi. Verið er að rannsaka hvort brot voru framin á sóttvarnalögum en uppljóstranir um samkvæmi hafa valdið Boris Johnson, forsætisráðherra, miklum vandræðum. 25. janúar 2022 11:08 Ríkisstjórnin sökuð um að hóta þingmönnum og jafnvel kúga þá Þingmenn Íhaldsflokks Englands, sem vilja velta Boris Johnson, forsætisráðherra, úr sessi sem leiðtogi flokksins, hafa orðið fyrir hótunum frá meðlimum úr ríkisstjórn Bretlands. Þetta segir einn þingmaður flokksins og ráðleggur hann flokksbræðrum sínum og systrum sem hafa orðið fyrir kúgunum að leita til lögreglunnar. 20. janúar 2022 16:45 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Bráðabirgðaútgáfa Gray-skýrslunnar komin á borð Johnson Forsætisráðherra hefur fengið afhent afrit af bráðabirgðaniðurstöðum Sue Gray um partýhald í Downing-stræti þegar sóttvarnaaðgerðir stóðu yfir á Bretlandseyjum. Ráðherrann mun flytja yfirlýsingu um skýrsluna í þinginu seinna í dag. 31. janúar 2022 12:38
Enn bætist á vandræði Borisar Vandræði Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, virðast engan enda ætla að taka. Ný-opinberaðir tölvupóstar sína að hann heimilaði brottflutning gæludýra frá Afganistan í fyrra persónulega, sem forsætisráðherrann hafði áður sagt að væri „þvættingur“. 26. janúar 2022 15:11
Lögreglan rannsakar Borisar-boðin Lögreglan í London hefur hafið rannsókn á samkvæmum sem haldin voru í Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana í Bretlandi. Verið er að rannsaka hvort brot voru framin á sóttvarnalögum en uppljóstranir um samkvæmi hafa valdið Boris Johnson, forsætisráðherra, miklum vandræðum. 25. janúar 2022 11:08
Ríkisstjórnin sökuð um að hóta þingmönnum og jafnvel kúga þá Þingmenn Íhaldsflokks Englands, sem vilja velta Boris Johnson, forsætisráðherra, úr sessi sem leiðtogi flokksins, hafa orðið fyrir hótunum frá meðlimum úr ríkisstjórn Bretlands. Þetta segir einn þingmaður flokksins og ráðleggur hann flokksbræðrum sínum og systrum sem hafa orðið fyrir kúgunum að leita til lögreglunnar. 20. janúar 2022 16:45