Bubbi spáði Laufeyju velgengni fyrir átta árum og reyndist sannspár Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 31. janúar 2022 21:00 „Ég spái því að þú eigir eftir að verða risa stórt nafn, risa stórt nafn í íslensku tónlistarlífi. Svo einfalt er það. Þú ert gjörsamlega ómótstæðileg. Takk,“ sagði Bubbi Morthens um flutning Laufeyjar þegar hann var dómari í Ísland Got Talent. vísir Íslendingur sem fékk boð um að syngja í hinum sívinsæla bandaríska spjallaþætti Jimmy Kimmel segir að það hafi verið súrrealískt að fá boð í þáttinn. Hún segir spennandi hluti á döfinni og er að eigin sögn að lifa drauminn. Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir er 22 ára og hefur notið mikilla vinsælda í Bandaríkjunum að undanförnu. Laufey er með 266 þúsund fylgjendur á Instagram og tæplega 350 þúsund á TikTok þar sem hún deilir myndböndum af tónlistinni. Draumurinn rættist Margir muna eflaust eftir því þegar Laufey komst 14 ára í úrslit í hæfileikaþáttunum Ísland got talent sem sýndir voru á Stöð2 en þar var framtíðin teiknuð upp. „Ég stefni á tónlistarnám í útlöndum og verða söngkona það er draumurinn,“ sagði Laufey í Ísland Got Talent árið 2014. Sem og varð. Laufey gekk í Berklee tónlistarskólann í Boston og er nú búsett í Los Angeles en hún vakti fyrst athygli vestanhafs eftir að hin heimsfræga Billie Eilish deildi flutningi hennar af lagi Billie á instagram í fyrra. View this post on Instagram A post shared by laufey (@laufey) Hún segir að það hafi verið súrrealískt að sjá stórstjörnu deila flutningnum. „Ég tók eftir því að það byrjuðu fullt af Billie Eilish aðdáendasíðum að followa mig og ég var bara óguð hvað er að gerast.“ Billie Eilish er ekki eina stjarnan sem hefur vakið athygli á tónlist Laufeyjar en fjallað var um fyrstu EP-plötu hennar í bandaríska stórtímaritinu Rolling Stone. View this post on Instagram A post shared by laufey (@laufey) Ekkert lát virðast vera á vinsældum Laufeyjar því fyrr í mánuðinum flutti Laufey lag sitt, Like the Movie í hinum vinsæla spjallþætti Jimmy Kimmel. View this post on Instagram A post shared by laufey (@laufey) Sjá einnig: Kimmel sendi Laufeyju pylsusinnep eftir þáttinn „Þetta var mjög súrrealískt, ég er mjög heppin.“ Bubbi Morthens sannspár Þessu öllu spáði Bubbi Morthens, þegar hann var dómari í Ísland Got Talent. „Ég spái því að þú eigir eftir að verða risa stórt nafn, risa stórt nafn í íslensku tónlistarlífi. Svo einfalt er það. Þú ert gjörsamlega ómótstæðileg. Takk,“ sagði Bubbi Morthens um flutning Laufeyjar þegar hann var dómari í Ísland Got Talent. Bjóst ekki við því að geta orðið tónlistarkona Laufey er nýbúin að skrifa undir stóran plötusamning og vinnur nú að fyrstu plötunni. „Ég var svo stressuð að fara út í þetta nám. Ég bjóst ekki við því að ég gæti orðið tónlistarkona eða söngkona og gera hluti sem ég geri í dag.“ Hún segir að spennandi hlutir séu á döfinni og hvetur ungt fólk til að elta drauma sína en sjálf segist hún vera að lifa drauminn. „Þora að láta draum ykkar rætast og láta heyra í ykkur.“ Íslendingar erlendis Tónlist Raunveruleikaþættir Laufey Lín Tengdar fréttir Laufey Lin spilaði fyrir Jimmy Kimmel Íslenska tónlistarkonan Laufey Lin Jónsdóttir flutti lagið sitt Like the Movies í spjallþætti Jimmy Kimmel í gærkvöldi. 21. janúar 2022 10:53 Fylgjendurnir hrannast inn eftir færslu Billie Eilish Söngkonan Laufey Lín Jónsdóttir slökkti á símanum í dag eftir að myndband hennar fór að vekja meiri athygli á Instagram. 3. september 2020 21:56 Billie Eilish birti myndband Laufeyjar á Instagram Bandaríska poppstjarnan Billie Eilish birti í kvöld færslu í story á Instagram þar sem hún deildi myndbandi íslensku söngkonunnar Laufeyjar Línar Jónsdóttur. 2. september 2020 21:41 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir er 22 ára og hefur notið mikilla vinsælda í Bandaríkjunum að undanförnu. Laufey er með 266 þúsund fylgjendur á Instagram og tæplega 350 þúsund á TikTok þar sem hún deilir myndböndum af tónlistinni. Draumurinn rættist Margir muna eflaust eftir því þegar Laufey komst 14 ára í úrslit í hæfileikaþáttunum Ísland got talent sem sýndir voru á Stöð2 en þar var framtíðin teiknuð upp. „Ég stefni á tónlistarnám í útlöndum og verða söngkona það er draumurinn,“ sagði Laufey í Ísland Got Talent árið 2014. Sem og varð. Laufey gekk í Berklee tónlistarskólann í Boston og er nú búsett í Los Angeles en hún vakti fyrst athygli vestanhafs eftir að hin heimsfræga Billie Eilish deildi flutningi hennar af lagi Billie á instagram í fyrra. View this post on Instagram A post shared by laufey (@laufey) Hún segir að það hafi verið súrrealískt að sjá stórstjörnu deila flutningnum. „Ég tók eftir því að það byrjuðu fullt af Billie Eilish aðdáendasíðum að followa mig og ég var bara óguð hvað er að gerast.“ Billie Eilish er ekki eina stjarnan sem hefur vakið athygli á tónlist Laufeyjar en fjallað var um fyrstu EP-plötu hennar í bandaríska stórtímaritinu Rolling Stone. View this post on Instagram A post shared by laufey (@laufey) Ekkert lát virðast vera á vinsældum Laufeyjar því fyrr í mánuðinum flutti Laufey lag sitt, Like the Movie í hinum vinsæla spjallþætti Jimmy Kimmel. View this post on Instagram A post shared by laufey (@laufey) Sjá einnig: Kimmel sendi Laufeyju pylsusinnep eftir þáttinn „Þetta var mjög súrrealískt, ég er mjög heppin.“ Bubbi Morthens sannspár Þessu öllu spáði Bubbi Morthens, þegar hann var dómari í Ísland Got Talent. „Ég spái því að þú eigir eftir að verða risa stórt nafn, risa stórt nafn í íslensku tónlistarlífi. Svo einfalt er það. Þú ert gjörsamlega ómótstæðileg. Takk,“ sagði Bubbi Morthens um flutning Laufeyjar þegar hann var dómari í Ísland Got Talent. Bjóst ekki við því að geta orðið tónlistarkona Laufey er nýbúin að skrifa undir stóran plötusamning og vinnur nú að fyrstu plötunni. „Ég var svo stressuð að fara út í þetta nám. Ég bjóst ekki við því að ég gæti orðið tónlistarkona eða söngkona og gera hluti sem ég geri í dag.“ Hún segir að spennandi hlutir séu á döfinni og hvetur ungt fólk til að elta drauma sína en sjálf segist hún vera að lifa drauminn. „Þora að láta draum ykkar rætast og láta heyra í ykkur.“
Íslendingar erlendis Tónlist Raunveruleikaþættir Laufey Lín Tengdar fréttir Laufey Lin spilaði fyrir Jimmy Kimmel Íslenska tónlistarkonan Laufey Lin Jónsdóttir flutti lagið sitt Like the Movies í spjallþætti Jimmy Kimmel í gærkvöldi. 21. janúar 2022 10:53 Fylgjendurnir hrannast inn eftir færslu Billie Eilish Söngkonan Laufey Lín Jónsdóttir slökkti á símanum í dag eftir að myndband hennar fór að vekja meiri athygli á Instagram. 3. september 2020 21:56 Billie Eilish birti myndband Laufeyjar á Instagram Bandaríska poppstjarnan Billie Eilish birti í kvöld færslu í story á Instagram þar sem hún deildi myndbandi íslensku söngkonunnar Laufeyjar Línar Jónsdóttur. 2. september 2020 21:41 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Laufey Lin spilaði fyrir Jimmy Kimmel Íslenska tónlistarkonan Laufey Lin Jónsdóttir flutti lagið sitt Like the Movies í spjallþætti Jimmy Kimmel í gærkvöldi. 21. janúar 2022 10:53
Fylgjendurnir hrannast inn eftir færslu Billie Eilish Söngkonan Laufey Lín Jónsdóttir slökkti á símanum í dag eftir að myndband hennar fór að vekja meiri athygli á Instagram. 3. september 2020 21:56
Billie Eilish birti myndband Laufeyjar á Instagram Bandaríska poppstjarnan Billie Eilish birti í kvöld færslu í story á Instagram þar sem hún deildi myndbandi íslensku söngkonunnar Laufeyjar Línar Jónsdóttur. 2. september 2020 21:41
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“