Agla María skoraði en hinn nýliðinn fótbrotnaði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2022 14:01 Agla María Albertsdóttir í búningi BK Häcken en hún byrjaði vel í sínum fyrsta leik í honum. Instagram/@aglamariaalberts Það var draumur og martröð hjá nýliðum sænska úrvalsdeildarliðsins BK Häcken en liðin í sænska kvennaboltanum eru farin að undirbúa sig fyrir komandi tímabili. Íslenska landsliðskonan Agla María Albertsdóttir þannig spilaði sinn fyrsta leik með Häcken um helgina þegar liðið vann 6-0 stórsigur á Lidköping í æfingarleik. Agla María hefur farið á kostum í Pepsi Max deild kvenna undanfarin ár og hefur verið stoðsendingadrottning síðustu tvö sumur. Nú tók hún stóra skrefið út í atvinnumennsku og það er ekki hægt að karta yfir byrjuninni. View this post on Instagram A post shared by Rusul Rosa Kafaji (@rosakafaji) Agla María kom inn á sem varamaður og skoraði sjötta og síðasta mark leiksins fjórum mínútum fyrir leikslok. Algjör draumabyrjun hjá Öglu en að er ekki hægt að segja það sama um Rosu Kafaji sem var líka að spila sinn fyrsta leik með Häcken. Rosa er átján ára framherji og ein efnilegasta knattspyrnukona Svía en hún kom til Häcken frá AIK fyrir þetta tímabili. Rosa Kafaji skoraði reyndar fyrsta mark leiksins á sjöundu mínútu en lenti um leið í slæmu samstuði við markvörð Lidköping. Hún var borin af velli og seinna kom í ljós að hún hafi fótbrotnað. „Þetta er svo óraunverulegt en ég vissi alltaf að maður tekur áhættu með því að spila fótbolta,“ sagði Rosa í samtali við heimasíðu Häcken. View this post on Instagram A post shared by BK HA CKEN (@bkhackenofcl) Rosa fór strax í aðgerð en Häcken óttast það að hún gæti verið frá í átta til tíu mánuði. Gangi allt að óskum þá gæti hún náð síðustu leikjum tímabilsins. Häcken keypti Rosu frá AIK í desember fyrir sjö hundruð þúsund sænskar krónur sem er það mesta sem félagið hefur borgað fyrir sænskan leikmann en það eru rúmar níu og hálf milljón íslenskar krónur. Það er enginn uppgjafartónn í henni þrátt fyrir þetta mikla áfall. „Eitt er víst. Sigurvegari kemur alltaf til baka,“ sagði Rosa. Diljá Ýr Zomers var í byrjunarliðinu hjá Häcken í þessum leik og lagði upp mark annað markið en hún er að byrja sitt annað tímabil með liðinu. Sænski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjá meira
Íslenska landsliðskonan Agla María Albertsdóttir þannig spilaði sinn fyrsta leik með Häcken um helgina þegar liðið vann 6-0 stórsigur á Lidköping í æfingarleik. Agla María hefur farið á kostum í Pepsi Max deild kvenna undanfarin ár og hefur verið stoðsendingadrottning síðustu tvö sumur. Nú tók hún stóra skrefið út í atvinnumennsku og það er ekki hægt að karta yfir byrjuninni. View this post on Instagram A post shared by Rusul Rosa Kafaji (@rosakafaji) Agla María kom inn á sem varamaður og skoraði sjötta og síðasta mark leiksins fjórum mínútum fyrir leikslok. Algjör draumabyrjun hjá Öglu en að er ekki hægt að segja það sama um Rosu Kafaji sem var líka að spila sinn fyrsta leik með Häcken. Rosa er átján ára framherji og ein efnilegasta knattspyrnukona Svía en hún kom til Häcken frá AIK fyrir þetta tímabili. Rosa Kafaji skoraði reyndar fyrsta mark leiksins á sjöundu mínútu en lenti um leið í slæmu samstuði við markvörð Lidköping. Hún var borin af velli og seinna kom í ljós að hún hafi fótbrotnað. „Þetta er svo óraunverulegt en ég vissi alltaf að maður tekur áhættu með því að spila fótbolta,“ sagði Rosa í samtali við heimasíðu Häcken. View this post on Instagram A post shared by BK HA CKEN (@bkhackenofcl) Rosa fór strax í aðgerð en Häcken óttast það að hún gæti verið frá í átta til tíu mánuði. Gangi allt að óskum þá gæti hún náð síðustu leikjum tímabilsins. Häcken keypti Rosu frá AIK í desember fyrir sjö hundruð þúsund sænskar krónur sem er það mesta sem félagið hefur borgað fyrir sænskan leikmann en það eru rúmar níu og hálf milljón íslenskar krónur. Það er enginn uppgjafartónn í henni þrátt fyrir þetta mikla áfall. „Eitt er víst. Sigurvegari kemur alltaf til baka,“ sagði Rosa. Diljá Ýr Zomers var í byrjunarliðinu hjá Häcken í þessum leik og lagði upp mark annað markið en hún er að byrja sitt annað tímabil með liðinu.
Sænski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjá meira