Nýtt undirafbrigði ómíkron sagt smitast auðveldar manna á milli Samúel Karl Ólason skrifar 1. febrúar 2022 14:15 Grímuskylda hefur verið felld niður í Danmörku. EPA/LISELOTTE SABROE Danskir vísindamenn segja nýtt undir-afbrigði ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar sem greinst hefur þar í landi smitast enn auðveldar manna á milli. Undirafbrigðið nefnist BA.2 og vísindamennirnir segja það vera um þriðjungi líklegra til að smitast manna á milli en BA.1. 45.366 manns greindust smituð af Covid-19 síðasta sólarhringinn í Danmörku. Þar af höfðu 2.515 smitast áður og samkvæmt frétt DR var hlutfall jákvæðra sýna 28,52 prósent. Þá kemur einnig fram í frétt DR að nýgengi í Danmörku mælist 1,0. Haft er eftir Magnus Heunicke, heilbrigðisráðherra, að það sé mögulega til marks um að faraldurinn hafi náð hámarki í Danmörku. Hann segir það þó óvíst. Nýgengi var í síðustu viku 1,2. Kontakttallet er i dag beregnet til 1. Dvs tegn på en stabil epidemi på landsplan, men interessante udviklinger regionalt: Kurverne ser ud til at være ved at knække, epidemien kan på nuværende tidspunkt have toppet i Region Sjælland og Hovedstaden. Dog stadig usikkert #COVID19dk pic.twitter.com/XAlt6HfXXR— Magnus Heunicke (@Heunicke) February 1, 2022 Yfirvöld í Danmörku skilgreina Covid-19 ekki lengur sem sjúkdóm sem ógni dönsku samfélagi og var í morgun fari í víðtækar afléttingar sóttvarnarreglna. Danir hafa þurft að búa við grímuskyldu á opinberum stöðum, í almenningssamgöngum og víðar allt frá ágúst 2020, með hléum þó. Grímuskyldan er þó ekki lengur í gildi og notkun kórónupassans svokallaða hefur verið hætt. Sjá einnig: Danir kveðja grímuna, „kórónupassann“ og fjöldatakmarkanir Undirafbrigðið BA.2 er orðið ráðandi í Danmörku og náði efsta sæti, ef svo má að orði komast, í annarri viku janúar, samkvæmt frétt Reuters. Nú smitast um 82 prósent Dana sem fá Covid-19 af BA.2. Danskir vísindamenn skoðuðu rúmlega 8.500 heimili þar sem kórónuveiran greindist milli desember og janúar og komust að þeirri niðurstöðu að BA.2 smitast auðveldar manna á milli an BA.1. Samkvæmt vísindamönnunum virka bóluefni einnig verr á undirafbrigðið en á BA.1 og eigi auðveldar með að smita fólk sem hefur smitast áður. Reuters segir þó að niðurstöður rannsóknarinnar hafi ekki verið ritrýndar enn. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Af neyðarstigi niður á hættustig Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við sóttvarnalækni ákveðið að færa almannavarnastig úr neyðarstigi niður á hættustig vegna Covid-19. Neyðarstigi var lýst yfir 11. janúar síðastliðinn. 1. febrúar 2022 13:43 Vilja fá heimild fyrir notkun bóluefnisins meðal barna yngri en 5 ára Pfizer og BioNTech munu fara þess á leit við Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna í þessari viku, jafnvel strax í dag, að stofnunin heimili notkun bóluefnis fyrirtækjanna til að bólusetja börn 5 ára og yngri. 1. febrúar 2022 12:35 Karlmaður á áttræðisaldri lést af völdum Covid-19 í Sunnuhlíð Karlmaður á áttræðisaldri lést af völdum Covid-19 á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi um helgina. 1. febrúar 2022 11:17 1.421 greindist innanlands í gær 1.421 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 36 á landamærum. 1. febrúar 2022 10:14 31 liggur inni með Covid-19 og þrír á gjörgæslu Landspítalinn er enn á neyðarstigi en 31 sjúklingur liggur nú inni með Covid-19, þar af þrír á gjörgæslu. Tveir þeirra eru í öndunarvél. 1. febrúar 2022 10:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
45.366 manns greindust smituð af Covid-19 síðasta sólarhringinn í Danmörku. Þar af höfðu 2.515 smitast áður og samkvæmt frétt DR var hlutfall jákvæðra sýna 28,52 prósent. Þá kemur einnig fram í frétt DR að nýgengi í Danmörku mælist 1,0. Haft er eftir Magnus Heunicke, heilbrigðisráðherra, að það sé mögulega til marks um að faraldurinn hafi náð hámarki í Danmörku. Hann segir það þó óvíst. Nýgengi var í síðustu viku 1,2. Kontakttallet er i dag beregnet til 1. Dvs tegn på en stabil epidemi på landsplan, men interessante udviklinger regionalt: Kurverne ser ud til at være ved at knække, epidemien kan på nuværende tidspunkt have toppet i Region Sjælland og Hovedstaden. Dog stadig usikkert #COVID19dk pic.twitter.com/XAlt6HfXXR— Magnus Heunicke (@Heunicke) February 1, 2022 Yfirvöld í Danmörku skilgreina Covid-19 ekki lengur sem sjúkdóm sem ógni dönsku samfélagi og var í morgun fari í víðtækar afléttingar sóttvarnarreglna. Danir hafa þurft að búa við grímuskyldu á opinberum stöðum, í almenningssamgöngum og víðar allt frá ágúst 2020, með hléum þó. Grímuskyldan er þó ekki lengur í gildi og notkun kórónupassans svokallaða hefur verið hætt. Sjá einnig: Danir kveðja grímuna, „kórónupassann“ og fjöldatakmarkanir Undirafbrigðið BA.2 er orðið ráðandi í Danmörku og náði efsta sæti, ef svo má að orði komast, í annarri viku janúar, samkvæmt frétt Reuters. Nú smitast um 82 prósent Dana sem fá Covid-19 af BA.2. Danskir vísindamenn skoðuðu rúmlega 8.500 heimili þar sem kórónuveiran greindist milli desember og janúar og komust að þeirri niðurstöðu að BA.2 smitast auðveldar manna á milli an BA.1. Samkvæmt vísindamönnunum virka bóluefni einnig verr á undirafbrigðið en á BA.1 og eigi auðveldar með að smita fólk sem hefur smitast áður. Reuters segir þó að niðurstöður rannsóknarinnar hafi ekki verið ritrýndar enn.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Af neyðarstigi niður á hættustig Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við sóttvarnalækni ákveðið að færa almannavarnastig úr neyðarstigi niður á hættustig vegna Covid-19. Neyðarstigi var lýst yfir 11. janúar síðastliðinn. 1. febrúar 2022 13:43 Vilja fá heimild fyrir notkun bóluefnisins meðal barna yngri en 5 ára Pfizer og BioNTech munu fara þess á leit við Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna í þessari viku, jafnvel strax í dag, að stofnunin heimili notkun bóluefnis fyrirtækjanna til að bólusetja börn 5 ára og yngri. 1. febrúar 2022 12:35 Karlmaður á áttræðisaldri lést af völdum Covid-19 í Sunnuhlíð Karlmaður á áttræðisaldri lést af völdum Covid-19 á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi um helgina. 1. febrúar 2022 11:17 1.421 greindist innanlands í gær 1.421 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 36 á landamærum. 1. febrúar 2022 10:14 31 liggur inni með Covid-19 og þrír á gjörgæslu Landspítalinn er enn á neyðarstigi en 31 sjúklingur liggur nú inni með Covid-19, þar af þrír á gjörgæslu. Tveir þeirra eru í öndunarvél. 1. febrúar 2022 10:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Af neyðarstigi niður á hættustig Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við sóttvarnalækni ákveðið að færa almannavarnastig úr neyðarstigi niður á hættustig vegna Covid-19. Neyðarstigi var lýst yfir 11. janúar síðastliðinn. 1. febrúar 2022 13:43
Vilja fá heimild fyrir notkun bóluefnisins meðal barna yngri en 5 ára Pfizer og BioNTech munu fara þess á leit við Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna í þessari viku, jafnvel strax í dag, að stofnunin heimili notkun bóluefnis fyrirtækjanna til að bólusetja börn 5 ára og yngri. 1. febrúar 2022 12:35
Karlmaður á áttræðisaldri lést af völdum Covid-19 í Sunnuhlíð Karlmaður á áttræðisaldri lést af völdum Covid-19 á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi um helgina. 1. febrúar 2022 11:17
1.421 greindist innanlands í gær 1.421 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 36 á landamærum. 1. febrúar 2022 10:14
31 liggur inni með Covid-19 og þrír á gjörgæslu Landspítalinn er enn á neyðarstigi en 31 sjúklingur liggur nú inni með Covid-19, þar af þrír á gjörgæslu. Tveir þeirra eru í öndunarvél. 1. febrúar 2022 10:00