Róttækar breytingar á flestum heimilum Snorri Másson skrifar 1. febrúar 2022 23:30 Fjöldi heimila er ekki með allar nauðsynlegar tunnur. Vísir/Vilhelm Róttækra breytinga er að vænta á flokkun heimilissorps hjá íbúum höfuðborgarsvæðisins með vorinu. Framvegis verða fjórar tunnur við hvert heimili og nú þarf almenningur að breyta sínum venjum, segir bæjarstjórinn í Garðabæ. Í fullkomnum heimi flokka allir pappír, plast og lífrænan úrgang og það sem ekki rúmast inni í þeim flokkum fer í almennt sorp. En á verulega mörgum heimilum landsins er þetta ekki hægt jafnvel þó viljinn sé fyrir hendi. Þessu á að breyta með samræmdri sorphirðu á öllu höfuðborgarsvæðinu. Breytingunum og hugsanlegum útfærslum er lýst í myndbrotinu hér að neðan: Hið opinbera mun nefnilega útvega tvískiptar tunnur þar sem þeirra er þörf. Þannig er þetta fyrirkomulag einn möguleiki við sérbýli. Ein hólfaskipt tunna fyrir almennt sorp og lífrænan úrgang og önnur fyrir pappír og plast. Eftir því sem plássið er meira má bæta við tunnu. Í fjölbýli tekur stærð og fjöldi íláta auðvitað mið af fjölda íbúða en alltaf verða fjórir meginstraumarnir í boði. „Almenningur þarf að breyta sínum venjum. Sumir eru komnir býsna langt í þessu, sérstaklega unga fólkið, það er erfiðara með svona hunda eins og mig og fleiri að fara inn í þetta. En við þurfum líka að huga að því hvernig breytingarnar byrja inni á heimilinu. Eldhúsinnréttingar hafa ekkert endilega verið að gera ráð fyrir fjórum flokkum þar. Þannig að það er að mörgu að hyggja,“ segir Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ. Á meðal annarra nýjunga eru sérstakir bréfpokar fyrir lífrænan eldhúsúrgang, sem er gert ráð fyrir að sveitarfélögin útvegi íbúum að kostnaðarlausu. Pokarnir eru aftur á móti taldir munu kosta sveitarfélögin á höfuðborgar svæðinu um 260 milljónir á ári. Reiknað er með að afhenda hverju heimili um 60 poka í einu og miðað við notkun á slíkum pokum í Mölndal í Svíþjóð dugir það magn hverju heimili í u.þ.b. 3 mánuði. Á höfuðborgarsvæðinu eru 91.189 heimili sem að meðaltali þurfa 0,66 poka á dag. Bæjarstjórinn kvíðir því ekki að fólk taki illa í breytingarnar, enda liggi þær raunar þegar í loftinu. „Við erum að stíga þarna með þessu og þeirri viljayfirlýsingu sem kemur í kjölfarið eftir umræðu í sveitarfélögum að stíga mjög stórt skref inn í framtíðina. Þetta er umhverfismál í mjög víðu samhengi, stórmál fyrir höfuðborgarsvæðið og þess vegna fyrir Ísland allt,“ segir Gunnar. Sorpa Umhverfismál Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Seltjarnarnes Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Í fullkomnum heimi flokka allir pappír, plast og lífrænan úrgang og það sem ekki rúmast inni í þeim flokkum fer í almennt sorp. En á verulega mörgum heimilum landsins er þetta ekki hægt jafnvel þó viljinn sé fyrir hendi. Þessu á að breyta með samræmdri sorphirðu á öllu höfuðborgarsvæðinu. Breytingunum og hugsanlegum útfærslum er lýst í myndbrotinu hér að neðan: Hið opinbera mun nefnilega útvega tvískiptar tunnur þar sem þeirra er þörf. Þannig er þetta fyrirkomulag einn möguleiki við sérbýli. Ein hólfaskipt tunna fyrir almennt sorp og lífrænan úrgang og önnur fyrir pappír og plast. Eftir því sem plássið er meira má bæta við tunnu. Í fjölbýli tekur stærð og fjöldi íláta auðvitað mið af fjölda íbúða en alltaf verða fjórir meginstraumarnir í boði. „Almenningur þarf að breyta sínum venjum. Sumir eru komnir býsna langt í þessu, sérstaklega unga fólkið, það er erfiðara með svona hunda eins og mig og fleiri að fara inn í þetta. En við þurfum líka að huga að því hvernig breytingarnar byrja inni á heimilinu. Eldhúsinnréttingar hafa ekkert endilega verið að gera ráð fyrir fjórum flokkum þar. Þannig að það er að mörgu að hyggja,“ segir Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ. Á meðal annarra nýjunga eru sérstakir bréfpokar fyrir lífrænan eldhúsúrgang, sem er gert ráð fyrir að sveitarfélögin útvegi íbúum að kostnaðarlausu. Pokarnir eru aftur á móti taldir munu kosta sveitarfélögin á höfuðborgar svæðinu um 260 milljónir á ári. Reiknað er með að afhenda hverju heimili um 60 poka í einu og miðað við notkun á slíkum pokum í Mölndal í Svíþjóð dugir það magn hverju heimili í u.þ.b. 3 mánuði. Á höfuðborgarsvæðinu eru 91.189 heimili sem að meðaltali þurfa 0,66 poka á dag. Bæjarstjórinn kvíðir því ekki að fólk taki illa í breytingarnar, enda liggi þær raunar þegar í loftinu. „Við erum að stíga þarna með þessu og þeirri viljayfirlýsingu sem kemur í kjölfarið eftir umræðu í sveitarfélögum að stíga mjög stórt skref inn í framtíðina. Þetta er umhverfismál í mjög víðu samhengi, stórmál fyrir höfuðborgarsvæðið og þess vegna fyrir Ísland allt,“ segir Gunnar.
Sorpa Umhverfismál Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Seltjarnarnes Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels