Áætla að þriðji hver Dani hafi smitast síðan í nóvember Atli Ísleifsson skrifar 3. febrúar 2022 11:34 Rannsóknin bendir til að hlutfall þeirra sem hafi raunverulega smitast af kórónuveirunni sé mun hærra í Kaupmannahafnarsvæðinu en annars staðar í landinu. AP Um þriðjungur fullorðinna í Danmörku hefur líklegast smitast af kórónuveirunni síðan í nóvember. Frá þessu greinir Sóttvarnastofnun Danmerkur SSI í dag þar sem birtar eru frumniðurstöður rannsóknar þar sem reynt er að kortleggja raunverulegan smitfjölda í landinu. Fyrirvarar eru settir við niðurstöðurnar en stofnunin telur að stór hluti fólks hafi smitast af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 án þess að það hafi uppgötvast, til dæmis vegna einkennaleysis, eða þá án þess að fara í sýnatöku. Stofnunin vann að rannsókninni með einstökum heilbrigðisumdæmum í Danmörku og rannsakaði þar blóð úr blóðgjöfum þar sem leitað var eftir mótefni. Tekin voru blóðsýni úr samtals 4.722 blóðgjöfum, sem gáfu blóð á tímabilinu 18. til 23. janúar og var þar leitað að mótefni gegn veirunni sem líkaminn myndar eftir smit, ekki mótefni sem myndast eftir bólusetningu. Stofnunin áætlar, að teknu tilliti til niðurstaðna rannsóknarinnar auk jákvæðra PCR-sýna, þá hafi 32 prósent fullorðinna á aldrinum 18 til 72 ára í Danmörku verið með kórónuveiruna á tímabilinu 1. nóvember á síðasta ári og til 28. janúar síðastliðinn. Stór hluti ekki greinst í PCR-prófi Ennfremur segir að mikill munur sé á landshlutum og þannig sé hlutfallið mun hærra á Kaupmannahafnarsvæðinu, þar sem áætlað er að 42 prósent fullorðinna hafi verið með veiruna á umræddu tímabili. Þannig hafi milli þriðjungur og helmingur þeirra sem smitast hafa, ekki fengið jákvæða niðurstöðu í PCR-prófi, heldur verið smituð án þess að hafa endilega gert sér grein fyrir því. Sérstaklega er tekið fram að talsverð óvissa ríki um niðurstöðu rannsóknarinnar þar sem einungis hafi verið stuðst við blóðgjafir á einnar viku tímabili og að útreikningar byggi að nokkrum hluta á ákveðnum ályktunum. Afléttu öllu Ómíkrónafbrigði kórónuveirunnar kom fyrst til Danmerkur í byrjun nóvember og varð fljótt nær allsráðandi í landinu. Danir afléttu öllum takmörkunum vegna faraldursins um mánaðamótin, eftir að ákveðið var að skilgreina Covid-19 á þann veg að hann ógni ekki lengur dönsku samfélagi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Tengdar fréttir Danir kveðja grímuna, „kórónupassann“ og fjöldatakmarkanir Covid-19 er ekki lengur skilgreindur sem sjúkdómur sem ógnar dönsku samfélagi frá deginum í dag og hefur það í för með sér víðtækar afléttingar. 1. febrúar 2022 06:19 Danir felldu grímuna á miðnætti þegar öllum takmörkunum var aflétt Danir köstuðu af sér grímunum á miðnætti þegar öllum samkomutakmörkum var aflétt þar í landi. Bareigandi sagðist spenntur að fá að taka á móti fólki á ný og segir Íslendingur að háskólanemar ætli að djamma fram á nótt. Sóttvarnalæknir vill ekki fara sömu leið og Danir. 1. febrúar 2022 21:00 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Fyrirvarar eru settir við niðurstöðurnar en stofnunin telur að stór hluti fólks hafi smitast af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 án þess að það hafi uppgötvast, til dæmis vegna einkennaleysis, eða þá án þess að fara í sýnatöku. Stofnunin vann að rannsókninni með einstökum heilbrigðisumdæmum í Danmörku og rannsakaði þar blóð úr blóðgjöfum þar sem leitað var eftir mótefni. Tekin voru blóðsýni úr samtals 4.722 blóðgjöfum, sem gáfu blóð á tímabilinu 18. til 23. janúar og var þar leitað að mótefni gegn veirunni sem líkaminn myndar eftir smit, ekki mótefni sem myndast eftir bólusetningu. Stofnunin áætlar, að teknu tilliti til niðurstaðna rannsóknarinnar auk jákvæðra PCR-sýna, þá hafi 32 prósent fullorðinna á aldrinum 18 til 72 ára í Danmörku verið með kórónuveiruna á tímabilinu 1. nóvember á síðasta ári og til 28. janúar síðastliðinn. Stór hluti ekki greinst í PCR-prófi Ennfremur segir að mikill munur sé á landshlutum og þannig sé hlutfallið mun hærra á Kaupmannahafnarsvæðinu, þar sem áætlað er að 42 prósent fullorðinna hafi verið með veiruna á umræddu tímabili. Þannig hafi milli þriðjungur og helmingur þeirra sem smitast hafa, ekki fengið jákvæða niðurstöðu í PCR-prófi, heldur verið smituð án þess að hafa endilega gert sér grein fyrir því. Sérstaklega er tekið fram að talsverð óvissa ríki um niðurstöðu rannsóknarinnar þar sem einungis hafi verið stuðst við blóðgjafir á einnar viku tímabili og að útreikningar byggi að nokkrum hluta á ákveðnum ályktunum. Afléttu öllu Ómíkrónafbrigði kórónuveirunnar kom fyrst til Danmerkur í byrjun nóvember og varð fljótt nær allsráðandi í landinu. Danir afléttu öllum takmörkunum vegna faraldursins um mánaðamótin, eftir að ákveðið var að skilgreina Covid-19 á þann veg að hann ógni ekki lengur dönsku samfélagi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Tengdar fréttir Danir kveðja grímuna, „kórónupassann“ og fjöldatakmarkanir Covid-19 er ekki lengur skilgreindur sem sjúkdómur sem ógnar dönsku samfélagi frá deginum í dag og hefur það í för með sér víðtækar afléttingar. 1. febrúar 2022 06:19 Danir felldu grímuna á miðnætti þegar öllum takmörkunum var aflétt Danir köstuðu af sér grímunum á miðnætti þegar öllum samkomutakmörkum var aflétt þar í landi. Bareigandi sagðist spenntur að fá að taka á móti fólki á ný og segir Íslendingur að háskólanemar ætli að djamma fram á nótt. Sóttvarnalæknir vill ekki fara sömu leið og Danir. 1. febrúar 2022 21:00 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Danir kveðja grímuna, „kórónupassann“ og fjöldatakmarkanir Covid-19 er ekki lengur skilgreindur sem sjúkdómur sem ógnar dönsku samfélagi frá deginum í dag og hefur það í för með sér víðtækar afléttingar. 1. febrúar 2022 06:19
Danir felldu grímuna á miðnætti þegar öllum takmörkunum var aflétt Danir köstuðu af sér grímunum á miðnætti þegar öllum samkomutakmörkum var aflétt þar í landi. Bareigandi sagðist spenntur að fá að taka á móti fólki á ný og segir Íslendingur að háskólanemar ætli að djamma fram á nótt. Sóttvarnalæknir vill ekki fara sömu leið og Danir. 1. febrúar 2022 21:00