Áætla að þriðji hver Dani hafi smitast síðan í nóvember Atli Ísleifsson skrifar 3. febrúar 2022 11:34 Rannsóknin bendir til að hlutfall þeirra sem hafi raunverulega smitast af kórónuveirunni sé mun hærra í Kaupmannahafnarsvæðinu en annars staðar í landinu. AP Um þriðjungur fullorðinna í Danmörku hefur líklegast smitast af kórónuveirunni síðan í nóvember. Frá þessu greinir Sóttvarnastofnun Danmerkur SSI í dag þar sem birtar eru frumniðurstöður rannsóknar þar sem reynt er að kortleggja raunverulegan smitfjölda í landinu. Fyrirvarar eru settir við niðurstöðurnar en stofnunin telur að stór hluti fólks hafi smitast af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 án þess að það hafi uppgötvast, til dæmis vegna einkennaleysis, eða þá án þess að fara í sýnatöku. Stofnunin vann að rannsókninni með einstökum heilbrigðisumdæmum í Danmörku og rannsakaði þar blóð úr blóðgjöfum þar sem leitað var eftir mótefni. Tekin voru blóðsýni úr samtals 4.722 blóðgjöfum, sem gáfu blóð á tímabilinu 18. til 23. janúar og var þar leitað að mótefni gegn veirunni sem líkaminn myndar eftir smit, ekki mótefni sem myndast eftir bólusetningu. Stofnunin áætlar, að teknu tilliti til niðurstaðna rannsóknarinnar auk jákvæðra PCR-sýna, þá hafi 32 prósent fullorðinna á aldrinum 18 til 72 ára í Danmörku verið með kórónuveiruna á tímabilinu 1. nóvember á síðasta ári og til 28. janúar síðastliðinn. Stór hluti ekki greinst í PCR-prófi Ennfremur segir að mikill munur sé á landshlutum og þannig sé hlutfallið mun hærra á Kaupmannahafnarsvæðinu, þar sem áætlað er að 42 prósent fullorðinna hafi verið með veiruna á umræddu tímabili. Þannig hafi milli þriðjungur og helmingur þeirra sem smitast hafa, ekki fengið jákvæða niðurstöðu í PCR-prófi, heldur verið smituð án þess að hafa endilega gert sér grein fyrir því. Sérstaklega er tekið fram að talsverð óvissa ríki um niðurstöðu rannsóknarinnar þar sem einungis hafi verið stuðst við blóðgjafir á einnar viku tímabili og að útreikningar byggi að nokkrum hluta á ákveðnum ályktunum. Afléttu öllu Ómíkrónafbrigði kórónuveirunnar kom fyrst til Danmerkur í byrjun nóvember og varð fljótt nær allsráðandi í landinu. Danir afléttu öllum takmörkunum vegna faraldursins um mánaðamótin, eftir að ákveðið var að skilgreina Covid-19 á þann veg að hann ógni ekki lengur dönsku samfélagi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Tengdar fréttir Danir kveðja grímuna, „kórónupassann“ og fjöldatakmarkanir Covid-19 er ekki lengur skilgreindur sem sjúkdómur sem ógnar dönsku samfélagi frá deginum í dag og hefur það í för með sér víðtækar afléttingar. 1. febrúar 2022 06:19 Danir felldu grímuna á miðnætti þegar öllum takmörkunum var aflétt Danir köstuðu af sér grímunum á miðnætti þegar öllum samkomutakmörkum var aflétt þar í landi. Bareigandi sagðist spenntur að fá að taka á móti fólki á ný og segir Íslendingur að háskólanemar ætli að djamma fram á nótt. Sóttvarnalæknir vill ekki fara sömu leið og Danir. 1. febrúar 2022 21:00 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Fyrirvarar eru settir við niðurstöðurnar en stofnunin telur að stór hluti fólks hafi smitast af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 án þess að það hafi uppgötvast, til dæmis vegna einkennaleysis, eða þá án þess að fara í sýnatöku. Stofnunin vann að rannsókninni með einstökum heilbrigðisumdæmum í Danmörku og rannsakaði þar blóð úr blóðgjöfum þar sem leitað var eftir mótefni. Tekin voru blóðsýni úr samtals 4.722 blóðgjöfum, sem gáfu blóð á tímabilinu 18. til 23. janúar og var þar leitað að mótefni gegn veirunni sem líkaminn myndar eftir smit, ekki mótefni sem myndast eftir bólusetningu. Stofnunin áætlar, að teknu tilliti til niðurstaðna rannsóknarinnar auk jákvæðra PCR-sýna, þá hafi 32 prósent fullorðinna á aldrinum 18 til 72 ára í Danmörku verið með kórónuveiruna á tímabilinu 1. nóvember á síðasta ári og til 28. janúar síðastliðinn. Stór hluti ekki greinst í PCR-prófi Ennfremur segir að mikill munur sé á landshlutum og þannig sé hlutfallið mun hærra á Kaupmannahafnarsvæðinu, þar sem áætlað er að 42 prósent fullorðinna hafi verið með veiruna á umræddu tímabili. Þannig hafi milli þriðjungur og helmingur þeirra sem smitast hafa, ekki fengið jákvæða niðurstöðu í PCR-prófi, heldur verið smituð án þess að hafa endilega gert sér grein fyrir því. Sérstaklega er tekið fram að talsverð óvissa ríki um niðurstöðu rannsóknarinnar þar sem einungis hafi verið stuðst við blóðgjafir á einnar viku tímabili og að útreikningar byggi að nokkrum hluta á ákveðnum ályktunum. Afléttu öllu Ómíkrónafbrigði kórónuveirunnar kom fyrst til Danmerkur í byrjun nóvember og varð fljótt nær allsráðandi í landinu. Danir afléttu öllum takmörkunum vegna faraldursins um mánaðamótin, eftir að ákveðið var að skilgreina Covid-19 á þann veg að hann ógni ekki lengur dönsku samfélagi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Tengdar fréttir Danir kveðja grímuna, „kórónupassann“ og fjöldatakmarkanir Covid-19 er ekki lengur skilgreindur sem sjúkdómur sem ógnar dönsku samfélagi frá deginum í dag og hefur það í för með sér víðtækar afléttingar. 1. febrúar 2022 06:19 Danir felldu grímuna á miðnætti þegar öllum takmörkunum var aflétt Danir köstuðu af sér grímunum á miðnætti þegar öllum samkomutakmörkum var aflétt þar í landi. Bareigandi sagðist spenntur að fá að taka á móti fólki á ný og segir Íslendingur að háskólanemar ætli að djamma fram á nótt. Sóttvarnalæknir vill ekki fara sömu leið og Danir. 1. febrúar 2022 21:00 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Danir kveðja grímuna, „kórónupassann“ og fjöldatakmarkanir Covid-19 er ekki lengur skilgreindur sem sjúkdómur sem ógnar dönsku samfélagi frá deginum í dag og hefur það í för með sér víðtækar afléttingar. 1. febrúar 2022 06:19
Danir felldu grímuna á miðnætti þegar öllum takmörkunum var aflétt Danir köstuðu af sér grímunum á miðnætti þegar öllum samkomutakmörkum var aflétt þar í landi. Bareigandi sagðist spenntur að fá að taka á móti fólki á ný og segir Íslendingur að háskólanemar ætli að djamma fram á nótt. Sóttvarnalæknir vill ekki fara sömu leið og Danir. 1. febrúar 2022 21:00