Landsbankinn hagnaðist um 28,9 milljarða króna í fyrra Eiður Þór Árnason skrifar 3. febrúar 2022 13:37 Rekstur Landsbankans gekk vel á seinasta ári. Vísir/Vilhelm Landsbankinn hagnaðist um 28,9 milljarða króna eftir skatta í fyrra, samanborið við 10,5 milljarða króna árið 2020. Arðsemi eigin fjár var 10,8% árið 2021 eftir skatta, samanborið við 4,3% arðsemi árið áður. Hagnaður fyrir skatta árið 2021 var 36,5 milljarðar króna. Eigið fé nam 282,6 milljörðum króna í árslok 2021 og eiginfjárhlutfall bankans var 26,6%. Þetta kemur fram í nýbirtu uppgjöri Landsbankans. Bankaráð mun leggja til að greiddur verði 14,4 milljarða króna arður til hluthafa vegna ársins 2021. Verði þessi tillaga samþykkt munu arðgreiðslur bankans á árunum 2013 til 2022 samtals nema um 160,6 milljörðum króna. Bankaráð er jafnframt með til skoðunar að leggja til að greiddur verði út sérstakur arður á árinu 2022. Íslenska ríkið fer með 98,2% hlut í bankanum. Markaðshlutdeild aldrei verið hærri á einstaklingsmarkaði Að sögn Landsbankans er markaðshlutdeild hans á einstaklingsmarkaði nú 39,5% og hefur aldrei verið hærri. Hreinar þjónustutekjur jukust um 24% á milli ára, einkum vegna vaxandi umsvifa í eignastýringu og markaðsviðskiptum, og námu 9,5 milljörðum króna í fyrra. Hreinar vaxtatekjur námu 39,0 milljörðum króna árið 2021 samanborið við 38,1 milljarð króna árið á undan. Aðrar rekstrartekjur voru 13,9 milljarðar króna samanborið við neikvæðar rekstrartekjur upp á 7,5 milljarða króna á árinu 2020. Rekstrargjöld voru 25,9 milljarðar króna á árinu 2021 samanborið við 25,6 milljarða króna á árinu 2020. Þar af voru laun og launatengd gjöld 14,8 milljarðar króna, sem er sama fjárhæð og árið 2020. Annar rekstrarkostnaður var einnig óbreyttur frá fyrra ári, að því er fram kemur í tilkynningu. Með of mikið eigið fé „Eins og uppgjörið ber með sér gekk rekstur Landsbankans vel á árinu 2021. Arðsemi bankans var 10,8% sem er í samræmi við okkar markmið og telst vera gríðarlega góður árangur, sérstaklega ef litið er til þess að bankinn býr yfir miklu eigin fé, eða um 283 milljörðum króna, og er eiginfjárhlutfallið töluvert umfram kröfur eftirlitsaðila. Tekjur hafa aukist en umbætur í rekstri hafa leitt til aukinnar skilvirkni og kostnaður hefur haldist stöðugur mörg undanfarin ár. Á árinu jukust þjónustutekjur töluvert umfram markmið, en sá árangur skýrist einna helst af auknum verðbréfaviðskiptum og góðum árangri í eignastýringu,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, í tilkynningu frá bankanum. Að sögn Lilju veldur góð afkoma bankans því að töluvert svigrúm sé til að greiða út arð til hluthafa. Þá sé eigið fé talsvert umfram kröfur eftirlitsaðila og umfram það sem stjórnendur telji hæfilegt. „Við sjáum tækifæri til að bæta fjármagnsskipan bankans með því að lækka eigið fé með arðgreiðslum og stjórn bankans mun leggja fram tillögu til aðalfundar um greiðslu arðs sem nemur um helmingi hagnaðar ársins 2021.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Íslenskir bankar Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
Hagnaður fyrir skatta árið 2021 var 36,5 milljarðar króna. Eigið fé nam 282,6 milljörðum króna í árslok 2021 og eiginfjárhlutfall bankans var 26,6%. Þetta kemur fram í nýbirtu uppgjöri Landsbankans. Bankaráð mun leggja til að greiddur verði 14,4 milljarða króna arður til hluthafa vegna ársins 2021. Verði þessi tillaga samþykkt munu arðgreiðslur bankans á árunum 2013 til 2022 samtals nema um 160,6 milljörðum króna. Bankaráð er jafnframt með til skoðunar að leggja til að greiddur verði út sérstakur arður á árinu 2022. Íslenska ríkið fer með 98,2% hlut í bankanum. Markaðshlutdeild aldrei verið hærri á einstaklingsmarkaði Að sögn Landsbankans er markaðshlutdeild hans á einstaklingsmarkaði nú 39,5% og hefur aldrei verið hærri. Hreinar þjónustutekjur jukust um 24% á milli ára, einkum vegna vaxandi umsvifa í eignastýringu og markaðsviðskiptum, og námu 9,5 milljörðum króna í fyrra. Hreinar vaxtatekjur námu 39,0 milljörðum króna árið 2021 samanborið við 38,1 milljarð króna árið á undan. Aðrar rekstrartekjur voru 13,9 milljarðar króna samanborið við neikvæðar rekstrartekjur upp á 7,5 milljarða króna á árinu 2020. Rekstrargjöld voru 25,9 milljarðar króna á árinu 2021 samanborið við 25,6 milljarða króna á árinu 2020. Þar af voru laun og launatengd gjöld 14,8 milljarðar króna, sem er sama fjárhæð og árið 2020. Annar rekstrarkostnaður var einnig óbreyttur frá fyrra ári, að því er fram kemur í tilkynningu. Með of mikið eigið fé „Eins og uppgjörið ber með sér gekk rekstur Landsbankans vel á árinu 2021. Arðsemi bankans var 10,8% sem er í samræmi við okkar markmið og telst vera gríðarlega góður árangur, sérstaklega ef litið er til þess að bankinn býr yfir miklu eigin fé, eða um 283 milljörðum króna, og er eiginfjárhlutfallið töluvert umfram kröfur eftirlitsaðila. Tekjur hafa aukist en umbætur í rekstri hafa leitt til aukinnar skilvirkni og kostnaður hefur haldist stöðugur mörg undanfarin ár. Á árinu jukust þjónustutekjur töluvert umfram markmið, en sá árangur skýrist einna helst af auknum verðbréfaviðskiptum og góðum árangri í eignastýringu,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, í tilkynningu frá bankanum. Að sögn Lilju veldur góð afkoma bankans því að töluvert svigrúm sé til að greiða út arð til hluthafa. Þá sé eigið fé talsvert umfram kröfur eftirlitsaðila og umfram það sem stjórnendur telji hæfilegt. „Við sjáum tækifæri til að bæta fjármagnsskipan bankans með því að lækka eigið fé með arðgreiðslum og stjórn bankans mun leggja fram tillögu til aðalfundar um greiðslu arðs sem nemur um helmingi hagnaðar ársins 2021.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Íslenskir bankar Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira