Segir að slæmt samband sitt við Arteta hafi átt stóran þátt í brottförinni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. febrúar 2022 23:31 Samband Pierre-Emerick Aubameyang og Mikel Arteta var orðið ansi súrt undir lokin. Richard Heathcote/Getty Images Pierre-Emerick Aubameyang, fyrrum framherji Arsenal, segir að samband hans við þjálfara liðsins, Mikel Arteta, hafi verið orðið stirt og það hafi spilað stórt hlutverk í ákvörðun hans um að yfirgefa Arsenal og ganga í raðir Barcelona. Aubameyang gekk í raðir Barcelona á frjálsri sölu á lokadegi félagsskiptagluggans eftir að leikmaðurinn hafði misst fyrirliðabandið hjá Arsenal í desember. Bandið var tekið af framherjanum eftir að hann gerðist sekur um agabrot, en hann lék sinn seinasta leik fyrir Arsenal þegar hann kom inn á sem varamaður í 2-1 tapi gegn Everton þann 6. desember. Eins og áður segir var samband framherjans við Mikel Arteta, þjálfara liðsins, orðið stirt og leikmaðurinn segir að það hafi átt stóran þátt í ákvörðun hans um að yfirgefa félagið. „Ég held að þetta hafi bara verið vandamál fyrir hann,“ sagði Aubameyang þegar hann var kynntur sem leikmaður Barcelona á heimavelli liðsins í vikunni. „Ég get í rauninni ekki sagt ykkur mikið. Hann var ekki kátur og þannig var það bara. Ég get ekki sagt meira af því að það er það sem gerðist. Ég var ekki ánægður og ég hef það betra svona.“ Aubameyang segir að hann hafi upplifað erfiða tíma að undanförnu, en að hann hafi aldrei viljað gera neitt slæmt. „Þetta voru flóknir mánuðir og stundum er fótboltinn bara þannig. Ef ég þyrfti að segja eitthvað um þetta þá myndi ég segja fyrir mína hönd að ég vildi aldrei gera neitt slæmt.“ „En það er í fortíðinni og ég þarf að gleyma þessu. Ég vil hugsa í núinu,“ sagði framherjinn að lokum. Aubameyang gekk í raðir Arsenal í janúar 2018 og var því hjá félaginu í fjögur ár. Hann skrifaði undir nýjan þriggja ára risasamning við félagið í september 2020, en heimildir herma að þar sem að Börsungar eru í miklum fjárhagsvandræðum hafi framherjinn þurft að taka á sig umtalsverða launalækkun. Enski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Sjá meira
Aubameyang gekk í raðir Barcelona á frjálsri sölu á lokadegi félagsskiptagluggans eftir að leikmaðurinn hafði misst fyrirliðabandið hjá Arsenal í desember. Bandið var tekið af framherjanum eftir að hann gerðist sekur um agabrot, en hann lék sinn seinasta leik fyrir Arsenal þegar hann kom inn á sem varamaður í 2-1 tapi gegn Everton þann 6. desember. Eins og áður segir var samband framherjans við Mikel Arteta, þjálfara liðsins, orðið stirt og leikmaðurinn segir að það hafi átt stóran þátt í ákvörðun hans um að yfirgefa félagið. „Ég held að þetta hafi bara verið vandamál fyrir hann,“ sagði Aubameyang þegar hann var kynntur sem leikmaður Barcelona á heimavelli liðsins í vikunni. „Ég get í rauninni ekki sagt ykkur mikið. Hann var ekki kátur og þannig var það bara. Ég get ekki sagt meira af því að það er það sem gerðist. Ég var ekki ánægður og ég hef það betra svona.“ Aubameyang segir að hann hafi upplifað erfiða tíma að undanförnu, en að hann hafi aldrei viljað gera neitt slæmt. „Þetta voru flóknir mánuðir og stundum er fótboltinn bara þannig. Ef ég þyrfti að segja eitthvað um þetta þá myndi ég segja fyrir mína hönd að ég vildi aldrei gera neitt slæmt.“ „En það er í fortíðinni og ég þarf að gleyma þessu. Ég vil hugsa í núinu,“ sagði framherjinn að lokum. Aubameyang gekk í raðir Arsenal í janúar 2018 og var því hjá félaginu í fjögur ár. Hann skrifaði undir nýjan þriggja ára risasamning við félagið í september 2020, en heimildir herma að þar sem að Börsungar eru í miklum fjárhagsvandræðum hafi framherjinn þurft að taka á sig umtalsverða launalækkun.
Enski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Sjá meira