Hvar er hinn sértæki húsnæðismarkaður fatlaðs fólks? María Pétursdóttir skrifar 5. febrúar 2022 10:00 Um 15% landsmanna búa við fötlun og enn fleiri við erfiðar efnahagslegar aðstæður. Lítið fer þó fyrir sértækum úrræðum á fasteignamarkaði fyrir þann hóp. Jafnan er talað um hinn almenna markað en hinn sértæki er vandfundinn. Varla er hann að finna í hlutdeildarlánum þar sem eini möguleiki einstaklings er að fjárfesta í glænýrri íbúð á verðbili sem jafnan finnst ekki á höfuðborgarsvæðinu. Ef farið er yfir vaxtaþróun og aðgerðir sem og aðgerðarleysi stjórnvalda frá upphafi efnahagskreppunnar varðandi húsnæðismarkaðinn, má færa sterk rök fyrir því að hér hafi ríkt heimatilbúið bóluástand undanfarin misseri. Söguleg vaxtalækkun varð í upphafi Covid tímabilsins sem hafði í för með sér að almenningur tók í vaxandi mæli óverðtryggð húsnæðislán svo vaxtatakturinn varð loksins í samræmi við það sem þekkist hjá nágrannaþjóðum okkar. Hins vegar má ætla að forsjálni hafi skort auk reglulegs stöðumats og nauðsynlegrar lagasetningar til að tryggja að verðlag á fasteignamarkaði færi ekki úr böndunum. Þá hefur heimsfaraldurinn vafalaust valdið verðhækkunum á fasteignum og byggingarefnum eins og þekkt er og bólan varð til. Afleiðingarnar eru þær að nú ríkir verulegur skortur á húsnæði og verðlag fer enn hækkandi. Betur stæðir foreldrar kaupa húsnæði fyrir uppkomin börn sín og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) bendir á úreltar úthlutunarreglur hlutdeildarlána. Hámarksgreiðslubyrði Í lok september voru settar reglur um hámarksgreiðslubyrði fasteignalána. Samkvæmt þeim reglum má greiðslubyrði nýrra fasteignalána ekki vera meiri en 35% af heildarráðstöfunartekjum neytenda sem áður var 40%. Hámarkshlutfallið má vera 40% fyrir fyrstu kaupendur. Samkvæmt greinargerð frumvarpsins var gert jafnréttismat þar sem tiltekin voru áhrif þess að setja slíkar reglur. Áhrifanna gætti aðallega á aðgang kvenna að fasteignamarkaði þar sem þær væru að meðaltali með lægri tekjur en karlar. Að því má leiða að áhrifin koma einnig niður á fötluðu fólki á örorkulífeyri og tekjulágum einstaklingum. Því spyrjum við okkur hvers vegna ekki sé gert sambærilegt mat á áhrifum þessa á mismunandi stéttir, samhliða jafnréttisgreiningu? Þessi viðmið takmarka getu fólks til þess að taka húsnæðislán, en endurspegla samt engan veginn það greiðsluhlutfall sem fólk á leigumarkaði þarf að búa við.Í nýlegri skýrslu HMS um leigumarkaðinn kemur fram að þriðjungur öryrkja greiðir meira en 50% af ráðstöfunartekjum sínum í húsaleigu og einn af hverjum tíu greiðir yfir 70% af ráðstöfunartekjum sínum í húsaleigu. Þessi hópur kemst ekki í gegnum greiðslumat bankanna til að eignast eigið húsnæði, þrátt fyrir að greiðslubyrði myndi lækka og að fyrir liggi greiðslusaga um hærri húsnæðiskostnað. Fötlun og sértækar aðgerðir Það er skortur á lánsúrræðum en það er vel mögulegt að auka hlutdeild ríkisins í hlutdeildarlánum svo eitthvað sé nefnt og lengja lánstíma enda mikilvægara að fólk ráði við afborganir en að eign sé greidd upp á stuttum tíma. Þá er mikilvægt að fatlað fólk sem á eignir geti sinnt endurfjármögnun og viðhaldi til jafns við aðra, á kjörum sem henta þeirra innkomu og því afar mikilvægt að greiðslumat bankanna og lánsúrræði sé ekki allt sniðið í sama mót eða fyrir sama notendahóp. Málefnahópur ÖBÍ um húsnæðismál skorar á ríkisstjórnina að þróa sértækan húsnæðismarkað, með sérsniðnu greiðslumati og nýjum lánaflokkum, svo fatlað fólk komist í gegnum greiðslumat og geti eignast eigið húsnæði eða sinnt viðhaldi eigna sinna á eðlilegum kjörum, en þurfi ekki að lifa undir fátæktarmörkum á grimmum leigumarkaði eða „almennum” húsnæðismarkaði. Höfundur fer fyrir málefnahópi ÖBÍ um húsnæðismál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Um 15% landsmanna búa við fötlun og enn fleiri við erfiðar efnahagslegar aðstæður. Lítið fer þó fyrir sértækum úrræðum á fasteignamarkaði fyrir þann hóp. Jafnan er talað um hinn almenna markað en hinn sértæki er vandfundinn. Varla er hann að finna í hlutdeildarlánum þar sem eini möguleiki einstaklings er að fjárfesta í glænýrri íbúð á verðbili sem jafnan finnst ekki á höfuðborgarsvæðinu. Ef farið er yfir vaxtaþróun og aðgerðir sem og aðgerðarleysi stjórnvalda frá upphafi efnahagskreppunnar varðandi húsnæðismarkaðinn, má færa sterk rök fyrir því að hér hafi ríkt heimatilbúið bóluástand undanfarin misseri. Söguleg vaxtalækkun varð í upphafi Covid tímabilsins sem hafði í för með sér að almenningur tók í vaxandi mæli óverðtryggð húsnæðislán svo vaxtatakturinn varð loksins í samræmi við það sem þekkist hjá nágrannaþjóðum okkar. Hins vegar má ætla að forsjálni hafi skort auk reglulegs stöðumats og nauðsynlegrar lagasetningar til að tryggja að verðlag á fasteignamarkaði færi ekki úr böndunum. Þá hefur heimsfaraldurinn vafalaust valdið verðhækkunum á fasteignum og byggingarefnum eins og þekkt er og bólan varð til. Afleiðingarnar eru þær að nú ríkir verulegur skortur á húsnæði og verðlag fer enn hækkandi. Betur stæðir foreldrar kaupa húsnæði fyrir uppkomin börn sín og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) bendir á úreltar úthlutunarreglur hlutdeildarlána. Hámarksgreiðslubyrði Í lok september voru settar reglur um hámarksgreiðslubyrði fasteignalána. Samkvæmt þeim reglum má greiðslubyrði nýrra fasteignalána ekki vera meiri en 35% af heildarráðstöfunartekjum neytenda sem áður var 40%. Hámarkshlutfallið má vera 40% fyrir fyrstu kaupendur. Samkvæmt greinargerð frumvarpsins var gert jafnréttismat þar sem tiltekin voru áhrif þess að setja slíkar reglur. Áhrifanna gætti aðallega á aðgang kvenna að fasteignamarkaði þar sem þær væru að meðaltali með lægri tekjur en karlar. Að því má leiða að áhrifin koma einnig niður á fötluðu fólki á örorkulífeyri og tekjulágum einstaklingum. Því spyrjum við okkur hvers vegna ekki sé gert sambærilegt mat á áhrifum þessa á mismunandi stéttir, samhliða jafnréttisgreiningu? Þessi viðmið takmarka getu fólks til þess að taka húsnæðislán, en endurspegla samt engan veginn það greiðsluhlutfall sem fólk á leigumarkaði þarf að búa við.Í nýlegri skýrslu HMS um leigumarkaðinn kemur fram að þriðjungur öryrkja greiðir meira en 50% af ráðstöfunartekjum sínum í húsaleigu og einn af hverjum tíu greiðir yfir 70% af ráðstöfunartekjum sínum í húsaleigu. Þessi hópur kemst ekki í gegnum greiðslumat bankanna til að eignast eigið húsnæði, þrátt fyrir að greiðslubyrði myndi lækka og að fyrir liggi greiðslusaga um hærri húsnæðiskostnað. Fötlun og sértækar aðgerðir Það er skortur á lánsúrræðum en það er vel mögulegt að auka hlutdeild ríkisins í hlutdeildarlánum svo eitthvað sé nefnt og lengja lánstíma enda mikilvægara að fólk ráði við afborganir en að eign sé greidd upp á stuttum tíma. Þá er mikilvægt að fatlað fólk sem á eignir geti sinnt endurfjármögnun og viðhaldi til jafns við aðra, á kjörum sem henta þeirra innkomu og því afar mikilvægt að greiðslumat bankanna og lánsúrræði sé ekki allt sniðið í sama mót eða fyrir sama notendahóp. Málefnahópur ÖBÍ um húsnæðismál skorar á ríkisstjórnina að þróa sértækan húsnæðismarkað, með sérsniðnu greiðslumati og nýjum lánaflokkum, svo fatlað fólk komist í gegnum greiðslumat og geti eignast eigið húsnæði eða sinnt viðhaldi eigna sinna á eðlilegum kjörum, en þurfi ekki að lifa undir fátæktarmörkum á grimmum leigumarkaði eða „almennum” húsnæðismarkaði. Höfundur fer fyrir málefnahópi ÖBÍ um húsnæðismál.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun