Lokasóknin um Beckham: „Hann er búinn að bíða eftir þessu alla ævi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. febrúar 2022 12:16 Odell Beckham Jr. hefur verið frábær fyrir Los Angeles Rams. Kevin C. Cox/Getty Images Útherjinn og ofurstjarnan Odell Beckham Jr. er loks að sýna hvað í sér býr í NFL-deildinni. Farið var yfir frammistöðu Beckham að undanförnu í síðasta þætti Lokasóknarinnar. „Mörg spurðu sig af hverju að fá þennan (Odell) Beckham (Jr.), hann er bara vandræðagemsi og er þetta ekki einu púsli of mikið en Los Angeles Rams vissu alveg hvað þeir voru að gera,“ hóf þáttastjórnandinn Henry Birgir Gunnarsson á að segja. „Þeir misstu Robert Woods sama dag eða næsta dag eftir að hann kom, það má ekki gleyma því. Það var náttúrulega ótrúlegt lán í óláni að fá Beckham inn þegar Woods meiðist því hann var búinn að vera frábær,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson og hélt áfram. Klippa: Lokasóknin um Beckham og Rams „Ég vil bara benda á með Beckham að hann er með þennan prímadonnu stimpil á sér en það sem hjálpar (Cooper) Kupp líka er að Beckham er að sýna sig núna sem alvöru liðsmaður. Hann er að taka þátt í þessu verkefni af líf og sál, hann er að spila fyrir liðsfélagana líka. Hann er ekki bara að spila fyrir sjálfan sig, hann kemur vel fram í viðtölum – gerði það bæði fyrir og eftir leik, talar fallega um alla, talar fallega um þetta ævintýri sem er í gangi.“ „Loksins er hann að fá að blómstra, hann er búinn að bíða eftir þessu alla ævi. Hann er að fara í SuperBowl, þetta er svo góður vitnisburður um hvernig standið er á liðinu og hvernig standið er á stjörnunum þegar þú færð svona vitnisburð frá Beckham,“ sagði Eiríkur Stefán að endingu. Hér að ofan má sjá svipmyndir úr sigri Rams á San Francisco 49ers í undanúrslitum NFL-deildarinnar, viðtal við Beckham sjálfan að leik loknum og umræðu Lokasóknarinnar um þennan stórskemmtilega leikmann. Leikurinn um Ofurskálina fer fram aðfaranótt mánudagsins 15. febrúar og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Lokasóknin er vikulegur þáttur um NFL-deildina sem er sýndur á Stöð 2 Sport 2 á þriðjudögum. NFL-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. NFL Ofurskálin Lokasóknin Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Sutton snýr aftur á Krókinn Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Sinner búinn að fyrirgefa sjúkraþjálfaranum sem setti hann í bann Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Sú næstelsta til þess að vinna alvöru leik Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Sjá meira
„Mörg spurðu sig af hverju að fá þennan (Odell) Beckham (Jr.), hann er bara vandræðagemsi og er þetta ekki einu púsli of mikið en Los Angeles Rams vissu alveg hvað þeir voru að gera,“ hóf þáttastjórnandinn Henry Birgir Gunnarsson á að segja. „Þeir misstu Robert Woods sama dag eða næsta dag eftir að hann kom, það má ekki gleyma því. Það var náttúrulega ótrúlegt lán í óláni að fá Beckham inn þegar Woods meiðist því hann var búinn að vera frábær,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson og hélt áfram. Klippa: Lokasóknin um Beckham og Rams „Ég vil bara benda á með Beckham að hann er með þennan prímadonnu stimpil á sér en það sem hjálpar (Cooper) Kupp líka er að Beckham er að sýna sig núna sem alvöru liðsmaður. Hann er að taka þátt í þessu verkefni af líf og sál, hann er að spila fyrir liðsfélagana líka. Hann er ekki bara að spila fyrir sjálfan sig, hann kemur vel fram í viðtölum – gerði það bæði fyrir og eftir leik, talar fallega um alla, talar fallega um þetta ævintýri sem er í gangi.“ „Loksins er hann að fá að blómstra, hann er búinn að bíða eftir þessu alla ævi. Hann er að fara í SuperBowl, þetta er svo góður vitnisburður um hvernig standið er á liðinu og hvernig standið er á stjörnunum þegar þú færð svona vitnisburð frá Beckham,“ sagði Eiríkur Stefán að endingu. Hér að ofan má sjá svipmyndir úr sigri Rams á San Francisco 49ers í undanúrslitum NFL-deildarinnar, viðtal við Beckham sjálfan að leik loknum og umræðu Lokasóknarinnar um þennan stórskemmtilega leikmann. Leikurinn um Ofurskálina fer fram aðfaranótt mánudagsins 15. febrúar og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Lokasóknin er vikulegur þáttur um NFL-deildina sem er sýndur á Stöð 2 Sport 2 á þriðjudögum. NFL-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lokasóknin er vikulegur þáttur um NFL-deildina sem er sýndur á Stöð 2 Sport 2 á þriðjudögum. NFL-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
NFL Ofurskálin Lokasóknin Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Sutton snýr aftur á Krókinn Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Sinner búinn að fyrirgefa sjúkraþjálfaranum sem setti hann í bann Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Sú næstelsta til þess að vinna alvöru leik Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Sjá meira