Harri: Vorum algjörir aumingjar í fyrri hálfleik Andri Már Eggertsson skrifar 5. febrúar 2022 19:55 Halldór Harri var svekktur eftir leik vísir/bára HK tapaði sínum fyrsta leik á árinu 2022 gegn Haukum á Ásvöllum. Fyrri hálfleikur Hauka var frábær og enduðu heimakonur á að vinna átta marka sigur 28-20. Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari HK, var afar svekktur eftir leik. „Við vorum algjörir aumingjar í fyrri hálfleik ef ég á að tala hreina íslensku. Við vorum ekki tilbúin í þennan slag, Margrét Einarsdóttir stóð sig vel í markinu og dró tennurnar úr okkur,“ sagði Halldór Harri, og bætti við að HK yrði bara að gera betur. HK átti í miklum vandræðum með að leysa vörn Hauka og skoruðu gestirnir aðeins fimm mörk úr opnum leik á löngum kafla í fyrri hálfleik. „Við fórum afar illa með færin okkar í fyrri hálfleik, við vorum of bráðar og gerðum ekki það sem við lögðum upp með sem er okkur öllum að kenna. Það virkaði ekki mikið í þessum leik.“ HK spilaði töluvert betur í síðari hálfleik en Harri gaf þó lítið fyrir það. „Þetta var aðeins betra í síðari hálfleik en samt gerðum við of mikið af tæknifeilum og klikkuðum á dauðafærum. Við náðum að saxa forskot Hauka niður í fjögur mörk en það var of seint því við hentum leiknum frá okkur í fyrri hálfleik,“ sagði Halldór Harri svekktur að lokum. HK Olís-deild kvenna Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Fleiri fréttir „Eins manns dauði er annars brauð“ Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Sjá meira
„Við vorum algjörir aumingjar í fyrri hálfleik ef ég á að tala hreina íslensku. Við vorum ekki tilbúin í þennan slag, Margrét Einarsdóttir stóð sig vel í markinu og dró tennurnar úr okkur,“ sagði Halldór Harri, og bætti við að HK yrði bara að gera betur. HK átti í miklum vandræðum með að leysa vörn Hauka og skoruðu gestirnir aðeins fimm mörk úr opnum leik á löngum kafla í fyrri hálfleik. „Við fórum afar illa með færin okkar í fyrri hálfleik, við vorum of bráðar og gerðum ekki það sem við lögðum upp með sem er okkur öllum að kenna. Það virkaði ekki mikið í þessum leik.“ HK spilaði töluvert betur í síðari hálfleik en Harri gaf þó lítið fyrir það. „Þetta var aðeins betra í síðari hálfleik en samt gerðum við of mikið af tæknifeilum og klikkuðum á dauðafærum. Við náðum að saxa forskot Hauka niður í fjögur mörk en það var of seint því við hentum leiknum frá okkur í fyrri hálfleik,“ sagði Halldór Harri svekktur að lokum.
HK Olís-deild kvenna Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Fleiri fréttir „Eins manns dauði er annars brauð“ Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Sjá meira