Tottenham í 16-liða úrslit eftir öruggan sigur gegn Brighton Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. febrúar 2022 21:53 Tottenham Hotspur verður í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit FA-bikarsins á morgun. Paul Harding/Getty Images Tottenham Hotspur vann nokkuð öruggan 3-1 sigur er liðið tók á móti Brighton í seinasta leik dagsins í fjórðu umferð FA-bikarsins í kvöld. Gestirnir í Brighton reyndu mikið að spila út úr vörninni í upphafi leiks og komu sér óþarflega oft í vandræði. Það varð þeim að falli á 13. mínútu leiksins þegar Tottenham vann boltann á hættulegum stað, Pierre-Emile Hojbjerg kom boltanum á Harry Kane og sá síðarnefndi setti boltann út við stöng með góðu skoti fyrir utan teig. Heimamenn komust svo í 2-0 tæpum tíu mínútum síðar þegar Emerson Royal átti fínan sprett upp að endalínu og fyrirgjöf hans fór af tá Solly March og þaðan í netið. Tottenham fór því inn í hálfleikshléið með tveggja marka forystu, en Yves Bissouma minnkaði muninn fyrir gestina á 63. mínútu með góðu skoti sem hafði viðkomu í Hojbjerg á leiðinni í netið. Heimamenn í Tottenham voru þó ekki lengi að endurheimta tveggja marka forystu sína, en aðeins þremur mínútum síðar var Heung-Min Son við það að sleppa í gegn áður en Adam Webster náði að pota í boltann. Harry Kane var þá fyrstur til að átta sig og ýtti boltanum yfir línuna í autt markið. Þetta reyndist seinasta mark leiksins og Tottenham fagnaði 3-1 sigri. Lundúnaliðið verður því í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit FA-bikarsins á morgun, en Brighton situr eftir með sárt ennið. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Enski boltinn Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Fleiri fréttir Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Sjá meira
Gestirnir í Brighton reyndu mikið að spila út úr vörninni í upphafi leiks og komu sér óþarflega oft í vandræði. Það varð þeim að falli á 13. mínútu leiksins þegar Tottenham vann boltann á hættulegum stað, Pierre-Emile Hojbjerg kom boltanum á Harry Kane og sá síðarnefndi setti boltann út við stöng með góðu skoti fyrir utan teig. Heimamenn komust svo í 2-0 tæpum tíu mínútum síðar þegar Emerson Royal átti fínan sprett upp að endalínu og fyrirgjöf hans fór af tá Solly March og þaðan í netið. Tottenham fór því inn í hálfleikshléið með tveggja marka forystu, en Yves Bissouma minnkaði muninn fyrir gestina á 63. mínútu með góðu skoti sem hafði viðkomu í Hojbjerg á leiðinni í netið. Heimamenn í Tottenham voru þó ekki lengi að endurheimta tveggja marka forystu sína, en aðeins þremur mínútum síðar var Heung-Min Son við það að sleppa í gegn áður en Adam Webster náði að pota í boltann. Harry Kane var þá fyrstur til að átta sig og ýtti boltanum yfir línuna í autt markið. Þetta reyndist seinasta mark leiksins og Tottenham fagnaði 3-1 sigri. Lundúnaliðið verður því í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit FA-bikarsins á morgun, en Brighton situr eftir með sárt ennið. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enski boltinn Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Fleiri fréttir Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Sjá meira