Fárviðri suðvestanlands: Býst við „krapasulli“ og vatnselg Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 7. febrúar 2022 06:10 „Það er alltaf þannig að veðrið er verst rétt á undan skilunum. Og þau eru að fara yfir um sexleytið hérna suðvestanlands. Þá nær vindurinn hámarki og þá er mesta hættan á foki hjá fólki,“ segir Einar. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingar segir að óveðrið sem gengur yfir hafi hingað til verið verst suðvestanlands. „Ef þú horfið á vindinn, þá er þetta ansi hvasst,“ sagði Einar í samtali við Bítið á Bylgjunni nú á sjötta tímanum. „Sérstaklega er það verst suðvestanlands. Vindatölur síðasta klukkutímann sýna til dæmis 29 metra á sekúndu í Geldinganesi og 34 metra á Hólmsheiði. Það er fárviðri. Á Reykjavíkurflugvelli og á Seltjarnarnesi, það er að segja í byggðinni eru 26 metrar á sekúndu. Þetta er ansi mikill vindur, því þarna erum við að tala um meðalvind. Svo eru 26 metrar á Keflavíkurflugvelli og svona er hægt að halda lengi áfram.“ Einar segir að svo fari vindhraðinn í verstu hviðunum upp undir 60 metra á sekúndu, eins og undir Hafnarfjalli. „Og núna á Reykjanesbrautinni er meðalvindur um 29 metrar á sekúndu og hviðurnar slá upp í 40 metra. Þar er heldur ekkert sem truflar vindinn.“ Aðspurður hvort ofankoman hafi verið minni en óttast hafi verið segir Einar: „Það er víða hríð og það byrjaði að hríða um tvöleytið í nótt á höfuðborgarsvæðinu og eitthvað aðeins fyrr á fjallvegum. En síðasta klukkutímann hefur verið að hlána í þessu, alla vega neðan hundrað metra hæðarinnar. Það hefur verið að koma blot í þetta og það ágerist bara á næstunni þannig að þetta verður svona krapasull og síðar meir vatnselgur.“ Einar segir að þarna muni um hæðina og því snjói meira í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins. Einar segir að skil þessarar djúpu lægðar séu á leið norðausturyfir landið. „Það er alltaf þannig að veðrið er verst rétt á undan skilunum. Og þau eru að fara yfir um sexleytið hérna suðvestanlands. Þá nær vindurinn hámarki og þá er mesta hættan á foki hjá fólki. Og líka mesta hættan á rafmagnstruflunum. Síðan ganga þessi skil yfir og þeim gætu fylgt eldingar. Það hafa verið að mælast eldingar suðvestur í hafi. En um leið og skilin eru gengin yfir þá dettur allt niður í dúnalogn og veðrið verður skaplegt í einhverja klukkutíma.“ Einar bendir á að á sama tíma sé veðrið þá að versna um norðan og austanvert landið. Einar bendir einnig á að rafmagnstruflanir hafi fylgt veðurhamnum. „Það voru truflanir á höfuðborgarsvæðinu fyrr í nótt. Rafmagn fór af öllum Hafnarfirði og hluta Garðabæjar vegna útleysingar í Hamranesi í fimmtán mínútur. Og síðan missti Elkem á Grundartanga allt rafmagn í um hálftíma en það er komið á aftur.“ Einar segir að raforkukerfið standi mjög tæpt þegar veðurhæðin er svona mikil. Veður Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
„Sérstaklega er það verst suðvestanlands. Vindatölur síðasta klukkutímann sýna til dæmis 29 metra á sekúndu í Geldinganesi og 34 metra á Hólmsheiði. Það er fárviðri. Á Reykjavíkurflugvelli og á Seltjarnarnesi, það er að segja í byggðinni eru 26 metrar á sekúndu. Þetta er ansi mikill vindur, því þarna erum við að tala um meðalvind. Svo eru 26 metrar á Keflavíkurflugvelli og svona er hægt að halda lengi áfram.“ Einar segir að svo fari vindhraðinn í verstu hviðunum upp undir 60 metra á sekúndu, eins og undir Hafnarfjalli. „Og núna á Reykjanesbrautinni er meðalvindur um 29 metrar á sekúndu og hviðurnar slá upp í 40 metra. Þar er heldur ekkert sem truflar vindinn.“ Aðspurður hvort ofankoman hafi verið minni en óttast hafi verið segir Einar: „Það er víða hríð og það byrjaði að hríða um tvöleytið í nótt á höfuðborgarsvæðinu og eitthvað aðeins fyrr á fjallvegum. En síðasta klukkutímann hefur verið að hlána í þessu, alla vega neðan hundrað metra hæðarinnar. Það hefur verið að koma blot í þetta og það ágerist bara á næstunni þannig að þetta verður svona krapasull og síðar meir vatnselgur.“ Einar segir að þarna muni um hæðina og því snjói meira í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins. Einar segir að skil þessarar djúpu lægðar séu á leið norðausturyfir landið. „Það er alltaf þannig að veðrið er verst rétt á undan skilunum. Og þau eru að fara yfir um sexleytið hérna suðvestanlands. Þá nær vindurinn hámarki og þá er mesta hættan á foki hjá fólki. Og líka mesta hættan á rafmagnstruflunum. Síðan ganga þessi skil yfir og þeim gætu fylgt eldingar. Það hafa verið að mælast eldingar suðvestur í hafi. En um leið og skilin eru gengin yfir þá dettur allt niður í dúnalogn og veðrið verður skaplegt í einhverja klukkutíma.“ Einar bendir á að á sama tíma sé veðrið þá að versna um norðan og austanvert landið. Einar bendir einnig á að rafmagnstruflanir hafi fylgt veðurhamnum. „Það voru truflanir á höfuðborgarsvæðinu fyrr í nótt. Rafmagn fór af öllum Hafnarfirði og hluta Garðabæjar vegna útleysingar í Hamranesi í fimmtán mínútur. Og síðan missti Elkem á Grundartanga allt rafmagn í um hálftíma en það er komið á aftur.“ Einar segir að raforkukerfið standi mjög tæpt þegar veðurhæðin er svona mikil.
Veður Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira