Vilja að rannsókn á Netanjahú verði látin niður falla vegna meintra njósna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. febrúar 2022 16:34 Netanjahú hefur verið til rannsóknar hjá lögreglu fyrir spillingu. Amir Levy/Getty Almannavarnaráðherra Ísraels hefur skipað sérstaka nefnd sem mun rannsaka meinta notkunn lögreglunnar á njósnabúnaði. Lögreglan á að hafa notað búnaðinn til að njósna um ýmsa framámenn, allt frá stjórnmálamönnum yfir í aðgerðasinna. Dagblaðið Calcalist birti í dag frétt þar sem því var haldið fram að ísraelska lögreglan hafi verið að nota forritið Pegasus, sem hannað var af ísraelska fyrirtækinu NSO Group, til að fá aðgang að farsímum fólks án lagaheimildar. Meðal þeirra sem lögreglan á að hafa njósnað um er Avner Netanjahú, sonur fyrrverandi forsætisráðherrans Benjamíns Netanjahú, og aðrir trúnaðarmenn forsætisráðherrans fyrrverandi sem höfðu verið vitni í rannsókn lögreglu á Netanjahú fyrir spillingu. Omer Barlev, almannavarnaráðherra Ísraels, lýsti því yfir í dag að svona lagað myndi ekki viðgangast í hans valdatíð og skipaði í leiðinni sérstaka nefnd sem mun rannsaka málið. Minnst þremur öðrum ráðherrum þótti Barlev ekki ganga nógu langt og vildu að sjálfstæð nefnd myndi annast rannsókn málsins. Benjamín Netanjahú hefur að undanförnu verið til rannsóknar vegna spillingar en hann á að hafa aðstoðað ísraelskan fjölmiðlarisa í stað jákvæðrar umfjöllunar á meðan hann var í embætti. Þá hefur hann verið til rannsóknar vegna annars viðlíka máls og fyrir að hafa þegið gjafir, sem voru hundruð þúsunda dollara virði, frá ríkum kunningjum sínum. Lögmenn hans vilja nú að rannsókn málsins verði látin niður falla. Ísrael Tengdar fréttir Örlög Netanjahús ráðast í dag Ísraelska þingið mun greiða atkvæði um nýja ríkisstjórn í dag. Verði ríkisstjórnin samþykkt af meirihluta þingsins markar það endalok 12 ára stjórnartíð Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra Ísraels. 13. júní 2021 08:13 Isaac Herzog er nýr forseti Ísraels Isaac Herzog var kjörinn forseti Ísraels í dag og verður ellefti forseti landsins. Hann tekur við af Reuven Rivlin. Atkvæðagreiðsla var haldin á meðal 120 meðlima þingsins og hafði Herzog betur en fyrirlesarinn Miriam Peretz. 2. júní 2021 13:11 Netanyahu segist saklaus af ásökunum um spillingu Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segist saklaus af ásökunum um spillingu. Mál hans hefst að nýju fyrir dómi í dag en aðeins sex vikur eru þar til kjósendur ganga til þingkosninga. 8. febrúar 2021 09:50 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Dagblaðið Calcalist birti í dag frétt þar sem því var haldið fram að ísraelska lögreglan hafi verið að nota forritið Pegasus, sem hannað var af ísraelska fyrirtækinu NSO Group, til að fá aðgang að farsímum fólks án lagaheimildar. Meðal þeirra sem lögreglan á að hafa njósnað um er Avner Netanjahú, sonur fyrrverandi forsætisráðherrans Benjamíns Netanjahú, og aðrir trúnaðarmenn forsætisráðherrans fyrrverandi sem höfðu verið vitni í rannsókn lögreglu á Netanjahú fyrir spillingu. Omer Barlev, almannavarnaráðherra Ísraels, lýsti því yfir í dag að svona lagað myndi ekki viðgangast í hans valdatíð og skipaði í leiðinni sérstaka nefnd sem mun rannsaka málið. Minnst þremur öðrum ráðherrum þótti Barlev ekki ganga nógu langt og vildu að sjálfstæð nefnd myndi annast rannsókn málsins. Benjamín Netanjahú hefur að undanförnu verið til rannsóknar vegna spillingar en hann á að hafa aðstoðað ísraelskan fjölmiðlarisa í stað jákvæðrar umfjöllunar á meðan hann var í embætti. Þá hefur hann verið til rannsóknar vegna annars viðlíka máls og fyrir að hafa þegið gjafir, sem voru hundruð þúsunda dollara virði, frá ríkum kunningjum sínum. Lögmenn hans vilja nú að rannsókn málsins verði látin niður falla.
Ísrael Tengdar fréttir Örlög Netanjahús ráðast í dag Ísraelska þingið mun greiða atkvæði um nýja ríkisstjórn í dag. Verði ríkisstjórnin samþykkt af meirihluta þingsins markar það endalok 12 ára stjórnartíð Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra Ísraels. 13. júní 2021 08:13 Isaac Herzog er nýr forseti Ísraels Isaac Herzog var kjörinn forseti Ísraels í dag og verður ellefti forseti landsins. Hann tekur við af Reuven Rivlin. Atkvæðagreiðsla var haldin á meðal 120 meðlima þingsins og hafði Herzog betur en fyrirlesarinn Miriam Peretz. 2. júní 2021 13:11 Netanyahu segist saklaus af ásökunum um spillingu Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segist saklaus af ásökunum um spillingu. Mál hans hefst að nýju fyrir dómi í dag en aðeins sex vikur eru þar til kjósendur ganga til þingkosninga. 8. febrúar 2021 09:50 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Örlög Netanjahús ráðast í dag Ísraelska þingið mun greiða atkvæði um nýja ríkisstjórn í dag. Verði ríkisstjórnin samþykkt af meirihluta þingsins markar það endalok 12 ára stjórnartíð Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra Ísraels. 13. júní 2021 08:13
Isaac Herzog er nýr forseti Ísraels Isaac Herzog var kjörinn forseti Ísraels í dag og verður ellefti forseti landsins. Hann tekur við af Reuven Rivlin. Atkvæðagreiðsla var haldin á meðal 120 meðlima þingsins og hafði Herzog betur en fyrirlesarinn Miriam Peretz. 2. júní 2021 13:11
Netanyahu segist saklaus af ásökunum um spillingu Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segist saklaus af ásökunum um spillingu. Mál hans hefst að nýju fyrir dómi í dag en aðeins sex vikur eru þar til kjósendur ganga til þingkosninga. 8. febrúar 2021 09:50