„Ótrúlegt hvað lifandi tónlistarflutningur getur gert fyrir þreyttar sálir í skammdeginu“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 8. febrúar 2022 16:31 Kvartettinn ásamt Þóru Kristínu Gunnarsdóttur píanóleikara. Tónleikar þeirra fara fram á Sigurjónssafni. Aðsend Tónleikarnir Með hækkandi sól - Sönglög í Sigurjónssafni fara fram á morgun, 9. febrúar, og fimmtudaginn 10. febrúar þar sem fagrir tónar munu flæða um sali safnsins. Nýstofnaður kvartett stígur á stokk en hann skipa þau Jóna G. Kolbrúnardóttir sópran, Kristín Sveinsdóttir mezzósópran, Eggert Reginn Kjartansson tenór og Unnsteinn Árnason bassi. Öll eru þau þaulreynd á sínu sviði. Kristín Sveinsdóttir þenur raddböndin á SigurjónssafniAðsend Hafa sungið saman frá ungum aldri Þau byrjuðu ung að koma fram saman í Langholtskirkju kór undir stjórn Jóns Stefánssonar og síðan lá leið þeirra allra til Vínarborgar í söngnám. Ásamt því að koma reglulega fram í ýmis konar verkefnum í Vín hafa þau einnig sungið á óperusviði víðs vegar um Evrópu. Kristín starfaði við La Scala Óperuna í Mílanó, Eggert starfaði í óperunni við Baden Wien og í Salzburg, Jóna söng nýlega við Konunglegu óperuna í Kaupmannahöfn ásamt því að koma reglulega fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Unnsteinn hefur síðastliðin ár verið fastráðinn við óperuna í Innsbruck í Austurríki. Á tónleikunum spilar Þóra Kristín Gunnarsdóttir píanóleikari með þeim, sem er nýkomin heim eftir nám og störf í Sviss. „Við fjögur þekkjumst auðvitað mjög vel og það er fátt skemmtilegra en að syngja saman. Þess vegna eru tónleikarnar byggðir mikið á dúettum og kvartettum. Eftir að við sungum yfir fyrsta kvartettinn á fyrstu æfingunni okkar saman þá, þó það sé mikil klisja að segja, ljómuðum við öll af gleði. Það eru svona augnablik sem minna mann á hvað söngur er magnaður og þá sérstaklega samsöngur. Við vonumst til að geta glatt áhorfendur jafn mikið á tónleikunum og söngurinn gleður okkur,“ segir söngkonan Jóna G. Kolbrúnardóttir. Hópurinn í skýjunum eftir góða æfingu.Aðsend Tónlistin haldi áfram að hljóma sama hvað „Það er okkur hjartans mál að tónlistin haldi áfram að hljóma og vera flutt fyrir áheyrendur sama hvað á dynur í samfélaginu,“ segir hópurinn og bætir við: „Það er ótrúlegt hvað lifandi tónlistarflutningur getur gert fyrir þreyttar sálir í skammdeginu.“ Kvartettinn ætlar að taka vel á móti hækkandi sól og bjóða upp á klukkutíma tónleika þar sem söngperlur eftir íslensk og þýsk tónskáld verða flutt, einsöngslög í bland við dúetta og kvartetta. „Við fögnum sömuleiðis nýlegum tilslökunum í sóttvarnar aðgerðum og höfum bætt við miðum á báða tónleika,“ segja þau að lokum. Miðasala fer fram hér. Tónlist Menning Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Nýstofnaður kvartett stígur á stokk en hann skipa þau Jóna G. Kolbrúnardóttir sópran, Kristín Sveinsdóttir mezzósópran, Eggert Reginn Kjartansson tenór og Unnsteinn Árnason bassi. Öll eru þau þaulreynd á sínu sviði. Kristín Sveinsdóttir þenur raddböndin á SigurjónssafniAðsend Hafa sungið saman frá ungum aldri Þau byrjuðu ung að koma fram saman í Langholtskirkju kór undir stjórn Jóns Stefánssonar og síðan lá leið þeirra allra til Vínarborgar í söngnám. Ásamt því að koma reglulega fram í ýmis konar verkefnum í Vín hafa þau einnig sungið á óperusviði víðs vegar um Evrópu. Kristín starfaði við La Scala Óperuna í Mílanó, Eggert starfaði í óperunni við Baden Wien og í Salzburg, Jóna söng nýlega við Konunglegu óperuna í Kaupmannahöfn ásamt því að koma reglulega fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Unnsteinn hefur síðastliðin ár verið fastráðinn við óperuna í Innsbruck í Austurríki. Á tónleikunum spilar Þóra Kristín Gunnarsdóttir píanóleikari með þeim, sem er nýkomin heim eftir nám og störf í Sviss. „Við fjögur þekkjumst auðvitað mjög vel og það er fátt skemmtilegra en að syngja saman. Þess vegna eru tónleikarnar byggðir mikið á dúettum og kvartettum. Eftir að við sungum yfir fyrsta kvartettinn á fyrstu æfingunni okkar saman þá, þó það sé mikil klisja að segja, ljómuðum við öll af gleði. Það eru svona augnablik sem minna mann á hvað söngur er magnaður og þá sérstaklega samsöngur. Við vonumst til að geta glatt áhorfendur jafn mikið á tónleikunum og söngurinn gleður okkur,“ segir söngkonan Jóna G. Kolbrúnardóttir. Hópurinn í skýjunum eftir góða æfingu.Aðsend Tónlistin haldi áfram að hljóma sama hvað „Það er okkur hjartans mál að tónlistin haldi áfram að hljóma og vera flutt fyrir áheyrendur sama hvað á dynur í samfélaginu,“ segir hópurinn og bætir við: „Það er ótrúlegt hvað lifandi tónlistarflutningur getur gert fyrir þreyttar sálir í skammdeginu.“ Kvartettinn ætlar að taka vel á móti hækkandi sól og bjóða upp á klukkutíma tónleika þar sem söngperlur eftir íslensk og þýsk tónskáld verða flutt, einsöngslög í bland við dúetta og kvartetta. „Við fögnum sömuleiðis nýlegum tilslökunum í sóttvarnar aðgerðum og höfum bætt við miðum á báða tónleika,“ segja þau að lokum. Miðasala fer fram hér.
Tónlist Menning Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira