Athöfn til minningar um Kristinn verður haldin í matsal Framhaldsskólans á Laugum föstudaginn 11. febrúar næstkomandi. Séra Þorgrímur Daníelsson sóknarprestur mun leiða athöfnina að því er fram kemur í tilkynningu á vef skólans.
Kristinn lést af slysförum 2. febrúar síðastliðinn en hann hafði verið að renna sér í snjó í brekku við skólann með félögum sínum, með þeim afleiðingum að hann varð fyrir bíl. Kristinn var nítján ára gamall þegar hann lést.