Mané og félagar fengu bæði milljónir og landareignir að gjöf frá forsetanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2022 13:30 Fyrirliðarnir Kalidou Koulibaly og Sadio Mané með Macky Sall forseta í Forsetahölllinni. Þeir færðu forsetanum verðlaunapening að gjöf. AP/Stefan Kleinowitz Sadio Mané og félagar í Afríkumeistaraliði Senegal fóru heldur betur ekki tómheimtir heim frá heimsókn sinni til forseta landsins. Senegal varð Afríkumeistari í fyrsta sinn um síðustu helgi og senegalska þjóðin hefur fagnað sigrinum alla vikuna. Leikmennirnir flugu síðan heim til Senegal frá Kamerún þar sem keppnin fór fram. Senegal is handing out millions in money and land to its historic soccer champions https://t.co/lHUNazV5Vm— Quartz (@qz) February 9, 2022 Það var mikil sigurhátíð á götunum þegar liðsrútan fór í gegnum mannhafið en leiðin lá í Forsetahöllina. Mané og félagar voru kallaðir til forseta landsins og afhentu honum meðal annars gullverðlaunapening frá mótinu. Forsetinn, sem heitir Macky Sall, var heldur ekkert sparsamur á gjafirnar til þjóðhetjanna. Hver leikmaður liðsins sem og hver starfsmaður fá peningagjöf upp á ellefu milljónir króna en þeir fengu líka tvær landeignir að gjöf. Hver og einn fékk tvö hundruð fermetra lóð í höfuðborginni Dakar en einnig fimm hundruð fermetra lóð í nýju borginni Diamniadio sem er í 30 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni. The president of Senegal Macky Sall has rewarded Team Senegal around $87,000 each for winning AFCON 2021.They have also been gifted a plot of land in Dakar. [@Galsenfootsn] pic.twitter.com/T1IGHYTwmY— Di Marzio Jnr (@KwakuSikanii) February 8, 2022 Forsetinn hafði þegar lýst því yfir að mánudagurinn eftir sigurinn væri hátíðisdagur og þar með frídagur fyrir þegnana sem notuðu tækifærið og fögnuðu sigrinum vel og lengi. Sadio Mané, Edouard Mendy og Aliou Cisse fengu allir einstaklingsverðlaun á mótinu sem besti leikmaðurinn, besti markvörðurinn og besti þjálfarinn. Senegal hafði tapað báðum úrslitaleikjum sínum í sögu Afríkukeppninnar þar á meðal öðrum þeirra í síðustu keppni 2019. Nú kom hins vegar langþráð gull og því var einstaklega vel fagnað. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Afríkukeppnin í fótbolta Senegal Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Sjá meira
Senegal varð Afríkumeistari í fyrsta sinn um síðustu helgi og senegalska þjóðin hefur fagnað sigrinum alla vikuna. Leikmennirnir flugu síðan heim til Senegal frá Kamerún þar sem keppnin fór fram. Senegal is handing out millions in money and land to its historic soccer champions https://t.co/lHUNazV5Vm— Quartz (@qz) February 9, 2022 Það var mikil sigurhátíð á götunum þegar liðsrútan fór í gegnum mannhafið en leiðin lá í Forsetahöllina. Mané og félagar voru kallaðir til forseta landsins og afhentu honum meðal annars gullverðlaunapening frá mótinu. Forsetinn, sem heitir Macky Sall, var heldur ekkert sparsamur á gjafirnar til þjóðhetjanna. Hver leikmaður liðsins sem og hver starfsmaður fá peningagjöf upp á ellefu milljónir króna en þeir fengu líka tvær landeignir að gjöf. Hver og einn fékk tvö hundruð fermetra lóð í höfuðborginni Dakar en einnig fimm hundruð fermetra lóð í nýju borginni Diamniadio sem er í 30 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni. The president of Senegal Macky Sall has rewarded Team Senegal around $87,000 each for winning AFCON 2021.They have also been gifted a plot of land in Dakar. [@Galsenfootsn] pic.twitter.com/T1IGHYTwmY— Di Marzio Jnr (@KwakuSikanii) February 8, 2022 Forsetinn hafði þegar lýst því yfir að mánudagurinn eftir sigurinn væri hátíðisdagur og þar með frídagur fyrir þegnana sem notuðu tækifærið og fögnuðu sigrinum vel og lengi. Sadio Mané, Edouard Mendy og Aliou Cisse fengu allir einstaklingsverðlaun á mótinu sem besti leikmaðurinn, besti markvörðurinn og besti þjálfarinn. Senegal hafði tapað báðum úrslitaleikjum sínum í sögu Afríkukeppninnar þar á meðal öðrum þeirra í síðustu keppni 2019. Nú kom hins vegar langþráð gull og því var einstaklega vel fagnað. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Afríkukeppnin í fótbolta Senegal Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Sjá meira