Þórólfur og Willum sammála um að fella ekki niður einangrun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. febrúar 2022 11:15 Þórólfur Guðnason vill ekki ræða tillögur sínar en segir þó, í ljósi umræðunnar, að hann leggi ekki til að fella niður einangrun fólks með Covid-19. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur ekki til að einangrun verði afnumin í nýju minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra. Þetta segir hann í samtali við fréttastofu. Heilbrigðisráðherra segir að halda eigi í einangrun. Þórólfur vill ekki frekar en fyrri daginn ræða í þaula innihald minnisblaðsins heldur gefa ráðherra kost á að meta tillögurnar fyrst. Hann segir að í stórum dráttum séu tillögurnar í takti við þær afléttingar sem tilkynnt yrði að tæku gildi 24. febrúar, annað skrefið í afléttingaráætlun stjórnvalda. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur boðað að það skref verði tekið tíu dögum fyrr en lagt var upp með. Ríkisstjórnin hittist á fundi í Ráðherrabústaðnum í fyrramálið og má reikna með að Willum kynni afléttingarnar að fundi loknum. Afléttingaáætlunin gerir ráð fyrir að í þessu öðru skrefi megi tvö hundruð koma saman, fjöldatakmarkanir á sitjandi viðburðum verði eitt þúsund manns. Skemmtistaðir og veitingastaðir megi hafa opið til eitt en síðustu gestir komi inn fyrir miðnætti, svo fátt eitt sé nefnt. Þá var áætlað að einangrun og sóttkví yrði afnumin í þessu næsta skrefi en nú er ljóst að Þórólfur leggur ekki til afnám einangrunar í þessu skrefi. Heilbrigðisráðherra sagði á þriðjudag að fullsnemmt væri að tjá sig nákvæmlega um hvaða skref yrðu tekin. Uppfært klukkan 12:57 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sagði í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag að það væri hans mat að halda ætti í einangrun áfram. Í samtali hans við heilbrigðisstofnarnir hafi komið fram að einangrun sé líklega mikilvægasta verkfærið til að tempra útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Netverjar furða sig á fyrirhuguðu afnámi einangrunar Netverjar hafa margir hverjir furðað sig á fyrirhuguðu afnámi einangrunar og sóttkvíar á sama tíma og aðeins 200 munu mega koma saman, ef afléttingaáætlun stjórnvalda gengur eftir á föstudag. 9. febrúar 2022 17:53 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Þórólfur vill ekki frekar en fyrri daginn ræða í þaula innihald minnisblaðsins heldur gefa ráðherra kost á að meta tillögurnar fyrst. Hann segir að í stórum dráttum séu tillögurnar í takti við þær afléttingar sem tilkynnt yrði að tæku gildi 24. febrúar, annað skrefið í afléttingaráætlun stjórnvalda. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur boðað að það skref verði tekið tíu dögum fyrr en lagt var upp með. Ríkisstjórnin hittist á fundi í Ráðherrabústaðnum í fyrramálið og má reikna með að Willum kynni afléttingarnar að fundi loknum. Afléttingaáætlunin gerir ráð fyrir að í þessu öðru skrefi megi tvö hundruð koma saman, fjöldatakmarkanir á sitjandi viðburðum verði eitt þúsund manns. Skemmtistaðir og veitingastaðir megi hafa opið til eitt en síðustu gestir komi inn fyrir miðnætti, svo fátt eitt sé nefnt. Þá var áætlað að einangrun og sóttkví yrði afnumin í þessu næsta skrefi en nú er ljóst að Þórólfur leggur ekki til afnám einangrunar í þessu skrefi. Heilbrigðisráðherra sagði á þriðjudag að fullsnemmt væri að tjá sig nákvæmlega um hvaða skref yrðu tekin. Uppfært klukkan 12:57 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sagði í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag að það væri hans mat að halda ætti í einangrun áfram. Í samtali hans við heilbrigðisstofnarnir hafi komið fram að einangrun sé líklega mikilvægasta verkfærið til að tempra útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Netverjar furða sig á fyrirhuguðu afnámi einangrunar Netverjar hafa margir hverjir furðað sig á fyrirhuguðu afnámi einangrunar og sóttkvíar á sama tíma og aðeins 200 munu mega koma saman, ef afléttingaáætlun stjórnvalda gengur eftir á föstudag. 9. febrúar 2022 17:53 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Netverjar furða sig á fyrirhuguðu afnámi einangrunar Netverjar hafa margir hverjir furðað sig á fyrirhuguðu afnámi einangrunar og sóttkvíar á sama tíma og aðeins 200 munu mega koma saman, ef afléttingaáætlun stjórnvalda gengur eftir á föstudag. 9. febrúar 2022 17:53