Major sakar Johnson um óheiðarleika og aðför að lýðræðinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. febrúar 2022 12:16 John Major er ómyrkur í máli um framgöngu Johnson síðustu misseri. Boris Johnson braut sóttvarnalög, virðist ekki halda að reglurnar eigi við sig og hefur skapað vantraust á stjórnmálunum sem ógnar lýðræðislegri framtíð Bretlands. Þetta sagði John Major, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, í ræðu sem hann hélt í Lundúnum í vikunni. Major sagði flokksbróður sinn og núverandi forsætisráðherra hafa sent ráðherra til að ganga erinda sinna og „verja hið óverjanlega“. Sannleikurinn virtist „valkvæður“ í augum Jonson en framganga hans hefði valdið orðstýr Bretlands á alþjóðavettvangi hnekkjum. Tilefni fordæmingar Major er svokallað „partygate“ en lögreglan í Lundúnum rannsakar nú að minnsta kosti tólf samkomur sem áttu sér stað í Downing-stræti og víðar á meðan sóttvarnalög voru í gildi um allt Bretland. „Lýðræðið okkar er viðkvæmur strúktúr; það er ekki ósigrandi virki. Það getur fallið ef enginn gerir athugasemd við það sem er rangt né berst fyrir því sem er rétt,“ sagði Major í ræðu sinni. Forsætisráðherrann fyrrverandi sagði Johnson og samstarfsmenn hans hafa brotið sóttvarnalög og brugðist við uppljóstrunum um brotin með óheiðarleika. New Partygate image shows Boris Johnson and open bottle of bubbly at No 10 Xmas quizhttps://t.co/JARzd4MWsr pic.twitter.com/kNVgs6OVVE— Mirror Politics (@MirrorPolitics) February 9, 2022 „Ósvífnar afsakanir voru skáldaðar. Dag eftir dag var almenningur beðinn um að trúa hinu ótrúlega. Ráðherrar voru sendir út af örkinni til að verja hið óverjandi, sem lét þá virðast auðtrúa eða kjánalega,“ sagði Major. Hann sagði enga ríkisstjórn starfhæfa ef grafið hefði verið undan trúverðugleika hennar og að ekki mætti gera lítið úr vantrausti kjósenda í garð stjórnmálanna. „Það má vera að hægt sé að finna með afsökun fyrir hvert og eitt brot, og fleiri, en heilt á litið segja þau aðra sögu,“ sagði Major. „Forsætisráðherrann og ríkjandi stjórn véfengja ekki bara lögin heldur virðast halda að þau, og aðeins þau, þurfi ekki að fara að reglum, hefðum, siðum... hvað sem þú vilt kalla það, opinbers lífs.“ Major sagði að sú trú að það væru ein lög fyrir stjórnvöld og önnur fyrir alla aðra væri pólitískur dauðadómur og að það væri nú að koma í bakið á Johnson. Guardian greindi frá. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Þetta sagði John Major, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, í ræðu sem hann hélt í Lundúnum í vikunni. Major sagði flokksbróður sinn og núverandi forsætisráðherra hafa sent ráðherra til að ganga erinda sinna og „verja hið óverjanlega“. Sannleikurinn virtist „valkvæður“ í augum Jonson en framganga hans hefði valdið orðstýr Bretlands á alþjóðavettvangi hnekkjum. Tilefni fordæmingar Major er svokallað „partygate“ en lögreglan í Lundúnum rannsakar nú að minnsta kosti tólf samkomur sem áttu sér stað í Downing-stræti og víðar á meðan sóttvarnalög voru í gildi um allt Bretland. „Lýðræðið okkar er viðkvæmur strúktúr; það er ekki ósigrandi virki. Það getur fallið ef enginn gerir athugasemd við það sem er rangt né berst fyrir því sem er rétt,“ sagði Major í ræðu sinni. Forsætisráðherrann fyrrverandi sagði Johnson og samstarfsmenn hans hafa brotið sóttvarnalög og brugðist við uppljóstrunum um brotin með óheiðarleika. New Partygate image shows Boris Johnson and open bottle of bubbly at No 10 Xmas quizhttps://t.co/JARzd4MWsr pic.twitter.com/kNVgs6OVVE— Mirror Politics (@MirrorPolitics) February 9, 2022 „Ósvífnar afsakanir voru skáldaðar. Dag eftir dag var almenningur beðinn um að trúa hinu ótrúlega. Ráðherrar voru sendir út af örkinni til að verja hið óverjandi, sem lét þá virðast auðtrúa eða kjánalega,“ sagði Major. Hann sagði enga ríkisstjórn starfhæfa ef grafið hefði verið undan trúverðugleika hennar og að ekki mætti gera lítið úr vantrausti kjósenda í garð stjórnmálanna. „Það má vera að hægt sé að finna með afsökun fyrir hvert og eitt brot, og fleiri, en heilt á litið segja þau aðra sögu,“ sagði Major. „Forsætisráðherrann og ríkjandi stjórn véfengja ekki bara lögin heldur virðast halda að þau, og aðeins þau, þurfi ekki að fara að reglum, hefðum, siðum... hvað sem þú vilt kalla það, opinbers lífs.“ Major sagði að sú trú að það væru ein lög fyrir stjórnvöld og önnur fyrir alla aðra væri pólitískur dauðadómur og að það væri nú að koma í bakið á Johnson. Guardian greindi frá.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira