Gísli fyrstur til að gefa blóð 250 sinnum Atli Ísleifsson skrifar 10. febrúar 2022 12:14 Gísli I. Þorsteinsson, fyrrverandi lögreglumaður, var mættur í Blóðbankann í morgun. Ekki í fyrsta sinn. Blóðbankinn Gísli I. Þorsteinsson, fyrrverandi lögreglumaður, varð í morgun fyrstur manna hér á landi til að gefa blóð 250 sinnum. Blóðbankinn vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni í morgun, en Gísli er í hópi blóðflögugjafa og mætir því á fjögurra til sjö vikna fresti í slíka gjöf á Snorrabraut í Reykjavík þar sem Blóðbankinn er til húsa. „Þetta gekk bara vel. Mér líður alltaf mjög vel eftir þessar gjafir og hvet að sjálfsögðu alla til að gefa blóð,“ segir Gísli í samtali við Vísi. Hann segist hafa fyrst gefið blóð á áttunda áratugnum þegar hann var ungur lögreglumaður. „Ég hef reglulega gefið blóð síðan þó að það hafi orðið smá hlé þegar ég var í afreksíþróttum.“ Gísli fer í blóðflögugjafir þar sem blóð er tekið úr gjafanum og blóðsöfnunarvél dælir svo blóðinu um skilvindu þar sem það aðskilst í rauðkorn, blóðvökva og blóðflögur. Blóðgjafinn fær svo rauðu blóðkornin til baka ásamt hluta af blóðvökvanum. Blóðflögugjafar geta því farið oftar í Blóðbankann til að gefa en „hefðbundnir blóðgjafar“ sem þurfa að bíða í þrjá til fjóra mánuði áður hægt er að gefa á nýjan leik. Hér á landi kveða reglur á um að blóðflögugjafar mega ekki vera eldri en sjötíu ára. Gísli, sem verður sjötugur í ágúst, segist þó vona að hann geti áfram gefið blóð. „Ég vona að þetta verði skoðað. Ég vil gefa blóð áfram. Það væri synd ef ég fengi það ekki. Sjötíu er bara tala og segir ekki til um ástand blóðgjafans,“ segir Gísli glaður í bragði. Heilbrigðismál Landspítalinn Góðverk Tímamót Blóðgjöf Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Fleiri fréttir Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Sjá meira
Blóðbankinn vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni í morgun, en Gísli er í hópi blóðflögugjafa og mætir því á fjögurra til sjö vikna fresti í slíka gjöf á Snorrabraut í Reykjavík þar sem Blóðbankinn er til húsa. „Þetta gekk bara vel. Mér líður alltaf mjög vel eftir þessar gjafir og hvet að sjálfsögðu alla til að gefa blóð,“ segir Gísli í samtali við Vísi. Hann segist hafa fyrst gefið blóð á áttunda áratugnum þegar hann var ungur lögreglumaður. „Ég hef reglulega gefið blóð síðan þó að það hafi orðið smá hlé þegar ég var í afreksíþróttum.“ Gísli fer í blóðflögugjafir þar sem blóð er tekið úr gjafanum og blóðsöfnunarvél dælir svo blóðinu um skilvindu þar sem það aðskilst í rauðkorn, blóðvökva og blóðflögur. Blóðgjafinn fær svo rauðu blóðkornin til baka ásamt hluta af blóðvökvanum. Blóðflögugjafar geta því farið oftar í Blóðbankann til að gefa en „hefðbundnir blóðgjafar“ sem þurfa að bíða í þrjá til fjóra mánuði áður hægt er að gefa á nýjan leik. Hér á landi kveða reglur á um að blóðflögugjafar mega ekki vera eldri en sjötíu ára. Gísli, sem verður sjötugur í ágúst, segist þó vona að hann geti áfram gefið blóð. „Ég vona að þetta verði skoðað. Ég vil gefa blóð áfram. Það væri synd ef ég fengi það ekki. Sjötíu er bara tala og segir ekki til um ástand blóðgjafans,“ segir Gísli glaður í bragði.
Heilbrigðismál Landspítalinn Góðverk Tímamót Blóðgjöf Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Fleiri fréttir Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Sjá meira