Innlent

Grafa kom snjóplóg til bjargar á Tjörninni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Grafan mætir á svæðið til að bjarga snjóplógnum.
Grafan mætir á svæðið til að bjarga snjóplógnum. Vísir/Arnar

Það blés ekki byrlega fyrir starfsmanni Reykjavíkurborgar sem hætti sér á litlum snjóplóg út á ísilagða Tjörnina í Reykjavík í morgun. Tjörnin er ekki aðeins ísilögð heldur er þar heljarinnar lag af snjó sem til stóð að rýma. Væntanlega til að fólk gæti rennt sér á skautum.

Plógurinn komst ekki langt út á Tjörnina heldur festist í snjónum þegar hann var rétt kominn af gangstéttinni. En ber er hver að baki nema sér bróður eigi segir gott máltæki og það voru orð að sönnu í miðborginni.

Gröfumaður á stærðarinnar gröfu, sem mögulega mætti nefna stóra bróður litla snjóplógsins, mætti á vettvang og dró snjóplóginn af Tjörninni eins og sjá má í myndbandinu að neðan.

Fróðlegt verður að sjá hvort takist að búa til skautasvell á Tjörninni í næstu tilraun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×