Snýr aftur í Olís-deildina eftir 999 daga fjarveru Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. febrúar 2022 08:00 Sverrir Pálsson verður klár í slaginn í fyrsta skipti í 999 daga þegar Selfyssingar taka á móti Haukum í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Vísir/Daníel Þór Þann 22. maí árið 2019 skoraði Sverrir Pálsson eitt mark í tíu marka sigri Selfyssinga gegn Haukum í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í handbolta. Sigurinn tryggði Selfyssingum fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins, en Sverrir hefur ekki leikið keppnisleik í handbolta síðan. Í kvöld verður þó breyting á því. Í dag eru nákvæmlega 999 dagar síðan Sverrir fagnaði Íslandsmeistaratitlinum með Sefyssingum, en leikmaðurinn hefur glímt við löng og erfið meiðsli síðan. Hann sleit krossband í tvígang, en ætlar sér að mæta aftur á völlinn í kvöld þegar Selfoss tekur á móti Haukum í Olís-deild karla í handbolta, sama liði og leikmaðurinn lék sinn seinasta keppnislek gegn. „Það verður bara gaman að komast aftur inn á völlinn og vonandi helst maður bara heill núna,“ sagði Sverrir í samtali við Vísi. „Ég er búinn að eyða aðeins lengri tíma í recovery heldur en eftir hina aðgerðina og vonandi skilar það sér bara.“ Sverrir hefur vissulega leikið handbolta eftir sigurinn gegn Haukum. Hann hefur þó meiðst illa í tvígang í æfingaleikjum og þetta verður því hans fyrsti keppnisleikur í tæplega þrjú ár. „Ég slít krossband fyrst í æfingaleik á móti Akureyri fyrir tímabilið 2019/2020 og fer í aðgerð. Ég er svo kominn aftur af stað fyrir tímabilið 2020/2021 og slít þá aftur í æfingaleik við FH.“ „Við héldum samt fyrst að það hefði ekki verið slit í seinna skiptið þannig að ég fór ekkert í aðgerð fyrr en í lok janúar í fyrra. Núna er liðið rétt rúmlega ár frá aðgerð.“ „Við ætlum okkur alla leið í ár“ Selfyssingar hafa leikið á lemstruðu liði þetta tímabilið. Margir af lykilmönnum liðsins hafa verið að glíma við erfið meiðsli í nánast allan vetur, og í raun hófust þessi meiðslavandræði undir lok seinasta tímabils. Liðið er þó að skríða saman aftur og flestir lykilmenn liðsins að snúa til baka eftir meiðslin. Menn fengu góða hvíld janúar og Sverrir segir að þegar Selfyssingar geta stillt upp sínu allra sterkasta liði séu í raun fá lið sem ættu að geta stöðvað þá. Sverrir var lykilmaður í vörn Selfyssinga tímabilið sem liðið tryggði sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil.Vísir/Daníel Þór „Þegar við erum með okkar sterkasta lið og alla í hóp þá getum við unnið hvern sem er. Við erum með einn sterkasta hópinn í deildinni myndi ég segja.“ „Við ætlum okkur alla leið í ár. Það er ekkert leyndarmál,“ sagði Sverrir að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun: Selfoss - Haukar 35-25 | Selfoss Íslandsmeistari í fyrsta sinn Mikil fagnaðarlæti á Selfossi í kvöld. 22. maí 2019 21:30 Mest lesið Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Evrópu og hafnabolti Sport Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sjá meira
Í dag eru nákvæmlega 999 dagar síðan Sverrir fagnaði Íslandsmeistaratitlinum með Sefyssingum, en leikmaðurinn hefur glímt við löng og erfið meiðsli síðan. Hann sleit krossband í tvígang, en ætlar sér að mæta aftur á völlinn í kvöld þegar Selfoss tekur á móti Haukum í Olís-deild karla í handbolta, sama liði og leikmaðurinn lék sinn seinasta keppnislek gegn. „Það verður bara gaman að komast aftur inn á völlinn og vonandi helst maður bara heill núna,“ sagði Sverrir í samtali við Vísi. „Ég er búinn að eyða aðeins lengri tíma í recovery heldur en eftir hina aðgerðina og vonandi skilar það sér bara.“ Sverrir hefur vissulega leikið handbolta eftir sigurinn gegn Haukum. Hann hefur þó meiðst illa í tvígang í æfingaleikjum og þetta verður því hans fyrsti keppnisleikur í tæplega þrjú ár. „Ég slít krossband fyrst í æfingaleik á móti Akureyri fyrir tímabilið 2019/2020 og fer í aðgerð. Ég er svo kominn aftur af stað fyrir tímabilið 2020/2021 og slít þá aftur í æfingaleik við FH.“ „Við héldum samt fyrst að það hefði ekki verið slit í seinna skiptið þannig að ég fór ekkert í aðgerð fyrr en í lok janúar í fyrra. Núna er liðið rétt rúmlega ár frá aðgerð.“ „Við ætlum okkur alla leið í ár“ Selfyssingar hafa leikið á lemstruðu liði þetta tímabilið. Margir af lykilmönnum liðsins hafa verið að glíma við erfið meiðsli í nánast allan vetur, og í raun hófust þessi meiðslavandræði undir lok seinasta tímabils. Liðið er þó að skríða saman aftur og flestir lykilmenn liðsins að snúa til baka eftir meiðslin. Menn fengu góða hvíld janúar og Sverrir segir að þegar Selfyssingar geta stillt upp sínu allra sterkasta liði séu í raun fá lið sem ættu að geta stöðvað þá. Sverrir var lykilmaður í vörn Selfyssinga tímabilið sem liðið tryggði sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil.Vísir/Daníel Þór „Þegar við erum með okkar sterkasta lið og alla í hóp þá getum við unnið hvern sem er. Við erum með einn sterkasta hópinn í deildinni myndi ég segja.“ „Við ætlum okkur alla leið í ár. Það er ekkert leyndarmál,“ sagði Sverrir að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun: Selfoss - Haukar 35-25 | Selfoss Íslandsmeistari í fyrsta sinn Mikil fagnaðarlæti á Selfossi í kvöld. 22. maí 2019 21:30 Mest lesið Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Evrópu og hafnabolti Sport Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sjá meira
Umfjöllun: Selfoss - Haukar 35-25 | Selfoss Íslandsmeistari í fyrsta sinn Mikil fagnaðarlæti á Selfossi í kvöld. 22. maí 2019 21:30