„Lykilþáttur í því að Bengals eigi möguleika á að vinna sinn fyrsta Super Bowl titil“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. febrúar 2022 09:02 Joe Burreow er leikstjórnandi Cincinatti Bengals. Super Bowl, úrslitaleikur NFL-deildarinnar í amerískum fótbolta, fer fram á Sofi Stadium í Los Angeles í kvöld. Okkar maður, Eiríkur Stefán Ásgeirsson, er staddur í Los Angeles og hann tók púlsinn á leikmönnum liðanna í gær. „Hér fyrir aftan mig eru leikmenn Cincinatti Bengals sem spila í Super Bowl á sunnudaginn,“ sagði Eiríkur Stefán í upphafi innslagsins. „Hér er líka heill her fjölmiðlamanna og allir vilja þeir ná tali af leikstjórnandanum unga, Joe Burrow.“ „Burrow er talinn lykilþáttur í því að Bengals eigi nú möguleika á að vinna sinn fyrsta Super Bowl titil í sögu félagsins.“ Klippa: Superbowl að hefjast í Los Angeles Útherji Bengals ræddi sinn uppáhalds mat af mikilli ástríðu tee Higgins er virkilega hrifinn af „Hamburger Helpers.“Jamie Squire/Getty Images Andstæðingar Bengals verða heimamenn í Los Angeles Rams sem héldu sinn fjölmiðlahitting samtímis. Vegna heimsfaraldursins var þetta í eina skiptið sem fjölmiðlar fengu aðgang að liðinu. Og það bar ýmislegt á góma, eins og uppáhaldsmatur sóknarmannsins Tee Higgins. Við komumst að því að það er hinn rammameríski réttur „Hamburger Helper“ sem er einhverskonar blanda af pasta og hrísgrjónum. „Það er þessi venjulegi, en það verður að vera aukaostur,“ sagði Higgins, og virtist virkilega áhugasamur um það sem hann var sjálfur að segja um þennan ameríska rétt. „Mér finnst aukaostur með maís góður. Ef þið fáið ykkur einhvern tíman „Hamburger Helper“ gætið þess þá að hafa maís í því. Setjið hann bara í skálina, blandið saman og ég sver það, þetta er ein besta máltíð sem þið hafið smakkað,“ sagði Higgins að lokum. Leikurinn um Ofurskálina fer fram í kvöld á Sofi leikvanginum í Los Angeles. Leikurinn verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, en upphitun hefst klukkan 22:00. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur. NFL Ofurskálin Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Sjá meira
„Hér fyrir aftan mig eru leikmenn Cincinatti Bengals sem spila í Super Bowl á sunnudaginn,“ sagði Eiríkur Stefán í upphafi innslagsins. „Hér er líka heill her fjölmiðlamanna og allir vilja þeir ná tali af leikstjórnandanum unga, Joe Burrow.“ „Burrow er talinn lykilþáttur í því að Bengals eigi nú möguleika á að vinna sinn fyrsta Super Bowl titil í sögu félagsins.“ Klippa: Superbowl að hefjast í Los Angeles Útherji Bengals ræddi sinn uppáhalds mat af mikilli ástríðu tee Higgins er virkilega hrifinn af „Hamburger Helpers.“Jamie Squire/Getty Images Andstæðingar Bengals verða heimamenn í Los Angeles Rams sem héldu sinn fjölmiðlahitting samtímis. Vegna heimsfaraldursins var þetta í eina skiptið sem fjölmiðlar fengu aðgang að liðinu. Og það bar ýmislegt á góma, eins og uppáhaldsmatur sóknarmannsins Tee Higgins. Við komumst að því að það er hinn rammameríski réttur „Hamburger Helper“ sem er einhverskonar blanda af pasta og hrísgrjónum. „Það er þessi venjulegi, en það verður að vera aukaostur,“ sagði Higgins, og virtist virkilega áhugasamur um það sem hann var sjálfur að segja um þennan ameríska rétt. „Mér finnst aukaostur með maís góður. Ef þið fáið ykkur einhvern tíman „Hamburger Helper“ gætið þess þá að hafa maís í því. Setjið hann bara í skálina, blandið saman og ég sver það, þetta er ein besta máltíð sem þið hafið smakkað,“ sagði Higgins að lokum. Leikurinn um Ofurskálina fer fram í kvöld á Sofi leikvanginum í Los Angeles. Leikurinn verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, en upphitun hefst klukkan 22:00. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL Ofurskálin Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Sjá meira