Hvolsvöllur er að springa út – Byggt og byggt Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. febrúar 2022 14:01 Miklar byggingaframkvæmdir eiga sér nú stað á Hvolsvelli enda er sveitarfélagið að springa út með mikilli fjölgun íbúa. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eftirspurn eftir lóðum og nýju húsnæði á Hvolsvelli hefur aldrei verið eins mikil og nú. Byggt og byggt er á staðnum og ný íbúðarhverfi gerð klár, auk þess sem nokkrar nýjar verslanir hafa opnað. Hvolsvöllur, sem tilheyrir Rangárþingi eystra er eitt af þeim sveitarfélögum á Suðurlandi, sem er að springa út. Byggingaframkvæmdir eru í sögulegu hámarki og þá hefur sveitarstjórn varla undan við að skipuleggja ný íbúðahverfi. Lilja Einarsdóttir er sveitarstjóri Rangárþings eystra. „Okkur hefur fjölgað mjög hratt undanfarið, við erum alveg að ná tvö þúsund, það er gott. Hér eru líka að opna ný fyrirtæki eins og hársnyrtistofur, barnafataverslanir og hér er verið að byggja fullt af nýju atvinnuhúsnæði og það er heilmikil eftirspurn eftir lóðum undir íbúðarhúsnæði, þannig að já, það er mjög blómlegt líf hér,“ segir Lilja. Þá er einnig verið að byggja nýjan leikskóla á Hvolsvelli, sem er stærsta einstaka verkefni sveitarfélagsins. „Við eigum hérna ný íbúðarhverfi, sem er nýbúið að deiliskipuleggja og við eigum eitthvað af lausum lóðum enn þá. Svo erum við náttúrulega með tilbúin skipulög þó það sé ekki búið að framkvæma gatnagerð, þannig að það er allt saman til reiðu og verður bara farið í jafn harðan,“ bætir Lilja við. Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri Rangárþings eystra, sem er mjög stolt af því hvað samfélagið á Hvolsvelli fer stækkandi og stækkandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Lilja segir frábært að sjá hvað Hvolsvöllur er að stækka og hvað það er mikið líf á staðnum, það sé alls staðar verið að framkvæma eitthvað spennandi. „Já, það er svo skemmtilegt að hér flyst svo mikið af fjölskyldufólki. Við sjáum það að það er mikil ásókn hjá ungu fólki að komast út á land og njóta þess, sem landsbyggðin hefur upp á að bjóða þar sem það er aðeins minna stress og færri skutl og fleiri klukkutímar í sólarhringnum eins og við segjum. Við segjum bara velkomin heim þegar fólk vill flytja til okkar,“ segir stoltur sveitarstjóri Rangárþings eystra. Mikið af ungu fjölskyldufólki er að flytja á Hvolsvöll.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Sjá meira
Hvolsvöllur, sem tilheyrir Rangárþingi eystra er eitt af þeim sveitarfélögum á Suðurlandi, sem er að springa út. Byggingaframkvæmdir eru í sögulegu hámarki og þá hefur sveitarstjórn varla undan við að skipuleggja ný íbúðahverfi. Lilja Einarsdóttir er sveitarstjóri Rangárþings eystra. „Okkur hefur fjölgað mjög hratt undanfarið, við erum alveg að ná tvö þúsund, það er gott. Hér eru líka að opna ný fyrirtæki eins og hársnyrtistofur, barnafataverslanir og hér er verið að byggja fullt af nýju atvinnuhúsnæði og það er heilmikil eftirspurn eftir lóðum undir íbúðarhúsnæði, þannig að já, það er mjög blómlegt líf hér,“ segir Lilja. Þá er einnig verið að byggja nýjan leikskóla á Hvolsvelli, sem er stærsta einstaka verkefni sveitarfélagsins. „Við eigum hérna ný íbúðarhverfi, sem er nýbúið að deiliskipuleggja og við eigum eitthvað af lausum lóðum enn þá. Svo erum við náttúrulega með tilbúin skipulög þó það sé ekki búið að framkvæma gatnagerð, þannig að það er allt saman til reiðu og verður bara farið í jafn harðan,“ bætir Lilja við. Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri Rangárþings eystra, sem er mjög stolt af því hvað samfélagið á Hvolsvelli fer stækkandi og stækkandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Lilja segir frábært að sjá hvað Hvolsvöllur er að stækka og hvað það er mikið líf á staðnum, það sé alls staðar verið að framkvæma eitthvað spennandi. „Já, það er svo skemmtilegt að hér flyst svo mikið af fjölskyldufólki. Við sjáum það að það er mikil ásókn hjá ungu fólki að komast út á land og njóta þess, sem landsbyggðin hefur upp á að bjóða þar sem það er aðeins minna stress og færri skutl og fleiri klukkutímar í sólarhringnum eins og við segjum. Við segjum bara velkomin heim þegar fólk vill flytja til okkar,“ segir stoltur sveitarstjóri Rangárþings eystra. Mikið af ungu fjölskyldufólki er að flytja á Hvolsvöll.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent