Fyrirfram var búist við spennandi leik enda hafa liðin átt svipuðu gengi að fagna í deildinni ívetur. Valencia var fyrir leikinn í fjórða sæti deildarinnar með tólf sigra og sjö töp á meðan Breogan sat í níunda sætinu með níu sigra og níu töp.
Leikirnn var jafn og spennandi fyrir mínúturnar og heimamenn leiddu eftir fyrsta leikhluta, 20-16. Í öðrum leikhluta þá náðu Valencia vopnum sínum, unnu leikhlutann með sex stigum og leiddu í hálfleik með tveimur stigum, 41-43.
Þá fór að síga á ógæfuhliðina hjá Valencia. Liðsmenn Breogan fundu heldur betur fjölina sína og sprengdu leikinn upp, staðan eftir þrjá leikhluta 76-65. Breogan litu ekki til baka eftir þetta og kláruðu leikinn með góðum sigri, 99-82.
Martin Hermannsson skoraði 8 stig fyrir Valencia á Sam Van Rossum skoraði 14. Hjá Breogan lék Dzanan Musa á alls oddi og skoraði 31. stig.