Brosað í gegnum tárin: Meiddist illa í Super Bowl en endaði kvöldið 125 milljónum ríkari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2022 03:53 Odell Beckham Jr. liggur sárþjáður í grasinu haldandi um hné sitt. AP/Marcio Jose Sanchez Odell Beckham Jr. og félagar í Los Angeles Rams eru NFL-meistarar eftir 23-20 sigur á Cincinnati Bengals í Super Bowl í nótt. Það er óhætt að þetta kvöld hafi verið tilfinningarússíbani fyrir stjörnuútherjann. Beckham kom Hrútunum í 7-0 í upphafi leiks með laglegu snertimarki og gerði sig líklegan til að verða stjarna kvöldsins. Þessi draumabyrjun breyttist aftur á móti í martröð þegar hann meiddist illa á hné í öðrum leikhluta. YOU RE A #SUPERBOWL CHAMPION, @OBJ! pic.twitter.com/1j5etbhEkX— Los Angeles Rams (@RamsNFL) February 14, 2022 Beckham meiddist þegar hann ætlaði að grípa boltann og enginn varnarmaður var nálægt honum. Hann lá sárþjáður í grasinu og fljótlega varð ljóst að leikurinn væri búinn fyrir hann. Beckham þurfti síðan að horfa upp á lið sitt missa niður forystu og lenda sjö stigum undir. Á sama tíma gekk ekkert upp í sóknarleiknum og liðið saknaði greinilega útherja síns. Sem betur fer fyrir Beckham og félaga þá steig Cooper Kupp fram og átti stórleik undir lokins. Fyrir vikið tókst Rams að snúa leiknum sér í vil og tryggja sér sigurinn. What a moment. @OBJ and his family after the win. pic.twitter.com/5XtmkiU4Fa— NFL (@NFL) February 14, 2022 Odell Beckham Jr. endaði því þetta kvöld sem NFL-meistari í fyrsta sinn á ferlinum. Hann kom til Rams á miðju tímabili eftir að Cleveland Browns lét hann fara. Hann samdi um lágmarkslaun en var aftur á móti með háa bónusa. Beckham var þegar búinn að tryggja sér tvær milljónir Bandaríkjadala fyrir að komast í Super Bowl leikinn og það bætti ein milljón við í gær þegar liðið varð meistari. A moonwalk on the biggest stage. @OBJ : #SBLVI on NBC : https://t.co/K02y40b5Nu pic.twitter.com/jYzthPguZe— NFL (@NFL) February 14, 2022 Beckham endaði því þetta súrsæta kvöld sem meistari og 125 milljónum krónum ríkari. Gleðitárin runnu í lokin eins og hjá mörgum leikmönnum Rams sem voru að verða meistarar í fyrsta sinn. Í stúkunni voru meðal annars rapparinn Kanye West og LeBron James, sem eru tveir af þekktustu aðdáendum Beckham. Fyrir leikinn gaf Beckham meðal annars West og börnum hans hanskana sína og James sást danska eins og Odell eftir snertimarkið hans. .@OBJ doing what he does on the biggest stage. #RamsHouse : #SBLVI on NBC : https://t.co/K02y40b5Nu pic.twitter.com/xPx5eHrG6j— NFL (@NFL) February 13, 2022 First Super Bowl Catch. First Super Bowl Touchdown.@OBJ | @RamsNFL : #SBLVI on NBC : https://t.co/K02y40b5Nu pic.twitter.com/cuJbh57zCH— NFL (@NFL) February 13, 2022 NFL Ofurskálin Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Diljá lagði upp í níu marka sigri Martin með nítján stig í fyrsta leik Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Börnin mikilvægari en NFL Bjóða upp á Frank Booker-árskort Semenya hættir baráttu sinni Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Það var smá stress og drama“ Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sjá meira
Beckham kom Hrútunum í 7-0 í upphafi leiks með laglegu snertimarki og gerði sig líklegan til að verða stjarna kvöldsins. Þessi draumabyrjun breyttist aftur á móti í martröð þegar hann meiddist illa á hné í öðrum leikhluta. YOU RE A #SUPERBOWL CHAMPION, @OBJ! pic.twitter.com/1j5etbhEkX— Los Angeles Rams (@RamsNFL) February 14, 2022 Beckham meiddist þegar hann ætlaði að grípa boltann og enginn varnarmaður var nálægt honum. Hann lá sárþjáður í grasinu og fljótlega varð ljóst að leikurinn væri búinn fyrir hann. Beckham þurfti síðan að horfa upp á lið sitt missa niður forystu og lenda sjö stigum undir. Á sama tíma gekk ekkert upp í sóknarleiknum og liðið saknaði greinilega útherja síns. Sem betur fer fyrir Beckham og félaga þá steig Cooper Kupp fram og átti stórleik undir lokins. Fyrir vikið tókst Rams að snúa leiknum sér í vil og tryggja sér sigurinn. What a moment. @OBJ and his family after the win. pic.twitter.com/5XtmkiU4Fa— NFL (@NFL) February 14, 2022 Odell Beckham Jr. endaði því þetta kvöld sem NFL-meistari í fyrsta sinn á ferlinum. Hann kom til Rams á miðju tímabili eftir að Cleveland Browns lét hann fara. Hann samdi um lágmarkslaun en var aftur á móti með háa bónusa. Beckham var þegar búinn að tryggja sér tvær milljónir Bandaríkjadala fyrir að komast í Super Bowl leikinn og það bætti ein milljón við í gær þegar liðið varð meistari. A moonwalk on the biggest stage. @OBJ : #SBLVI on NBC : https://t.co/K02y40b5Nu pic.twitter.com/jYzthPguZe— NFL (@NFL) February 14, 2022 Beckham endaði því þetta súrsæta kvöld sem meistari og 125 milljónum krónum ríkari. Gleðitárin runnu í lokin eins og hjá mörgum leikmönnum Rams sem voru að verða meistarar í fyrsta sinn. Í stúkunni voru meðal annars rapparinn Kanye West og LeBron James, sem eru tveir af þekktustu aðdáendum Beckham. Fyrir leikinn gaf Beckham meðal annars West og börnum hans hanskana sína og James sást danska eins og Odell eftir snertimarkið hans. .@OBJ doing what he does on the biggest stage. #RamsHouse : #SBLVI on NBC : https://t.co/K02y40b5Nu pic.twitter.com/xPx5eHrG6j— NFL (@NFL) February 13, 2022 First Super Bowl Catch. First Super Bowl Touchdown.@OBJ | @RamsNFL : #SBLVI on NBC : https://t.co/K02y40b5Nu pic.twitter.com/cuJbh57zCH— NFL (@NFL) February 13, 2022
NFL Ofurskálin Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Diljá lagði upp í níu marka sigri Martin með nítján stig í fyrsta leik Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Börnin mikilvægari en NFL Bjóða upp á Frank Booker-árskort Semenya hættir baráttu sinni Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Það var smá stress og drama“ Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sjá meira