„Þetta virkar ekki alveg saman“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. febrúar 2022 10:31 Sólborg fer að stað með þættina Fávitar á Stöð 2+ innan skamms. Sólborg Guðbrandsdóttir er 25 ára kona sem hefur þrátt fyrir ungan aldur gefið út tvær bækur. Annarsvegar bókina Fávitar og síðan bókina Aðeins færri Fávitar. Um er að ræða samfélagsverkefni gegn starfrænu annarskonar kynferðisofbeldi sem hófst á Instagram-síðu hennar árið 2016. Sólborg hefur haldið fyrirlestra fyrir þúsundir barna og unglinga þar sem hún svarar allskonar spurningum. Sólborg er að fara af stað með nýja þætti á Stöð 2+ sem heita einfaldlega Fávitar. „Ég held í grófum dráttum séu unglingar mikið að pæla í því hvort þeirra hugsanir séu eðlilegar, sama hverju það tengist. Þau eru svo mikið að miða sig við jafnaldra sína og bera sig saman. Þau eru að pæla í því hvort það sé eðlilegt að þau hafi áhuga á kynlífi eða ekki áhuga á kynlífi. Hvort það sé eðlilegt að þau líti út á ákveðna vegu eða hvort þau laðist að ákveðnu fólki eða ákveðnum kynjum,“ segir Sólborg í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Sólborg segir að unglingar í dag séu samt sem áður meðvitaðri og upplýstari en fyrir um áratugi síðan. Almennt í afneitun „Ég held að foreldrar séu stundum í afneitun um það hvað börnin þeirra eru að pæla í. Meðalaldur drengja sem eru byrjaðir að horfa á klám er ellefu ára og við fullorðna fólkið erum að byrja tala við börnin okkar um kynlíf þegar þau eru þrettán ára. Þetta virkar ekki alveg saman.“ Sólborg segir að til að mynda verði fjallað um það í þáttunum að klám og kynlíf sé ekki það sama. „Ég trúi samt ekki á boð og bönn og trúi ekki á það að það sé gott að banna börnum að horfa á klám, frekar fá þau til að átta sig á því hversu skaðlegt það getur verið og hvernig ranghugmyndir þau fá. Frekar að leiðrétta þær heldur en að skamma þau.“ Sólborg segir að unglingum eigi almennt eftir að líða betur með meiri kynfræðslu. Þessi unga kona er samt ekki aðeins að gefa út bækur og sjónvarpsþátt heldur er Sólborg einnig að fara taka þátt í Söngvakeppninni, forkeppni Íslands fyrir Eurovision. „Ég er ógeðslega spennt. Ég er búin að gefa út þrjú lög undir nafninu Suncity sem er bara beinþýðing á nafninu mínu,“ segir Sólborg sem heldur áfram að tala um þættina og hvetur foreldra til að horfa á þættina með börnunum sínum. Ísland í dag Kynlíf Börn og uppeldi Bókmenntir Fávitar Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Fleiri fréttir Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sjá meira
Um er að ræða samfélagsverkefni gegn starfrænu annarskonar kynferðisofbeldi sem hófst á Instagram-síðu hennar árið 2016. Sólborg hefur haldið fyrirlestra fyrir þúsundir barna og unglinga þar sem hún svarar allskonar spurningum. Sólborg er að fara af stað með nýja þætti á Stöð 2+ sem heita einfaldlega Fávitar. „Ég held í grófum dráttum séu unglingar mikið að pæla í því hvort þeirra hugsanir séu eðlilegar, sama hverju það tengist. Þau eru svo mikið að miða sig við jafnaldra sína og bera sig saman. Þau eru að pæla í því hvort það sé eðlilegt að þau hafi áhuga á kynlífi eða ekki áhuga á kynlífi. Hvort það sé eðlilegt að þau líti út á ákveðna vegu eða hvort þau laðist að ákveðnu fólki eða ákveðnum kynjum,“ segir Sólborg í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Sólborg segir að unglingar í dag séu samt sem áður meðvitaðri og upplýstari en fyrir um áratugi síðan. Almennt í afneitun „Ég held að foreldrar séu stundum í afneitun um það hvað börnin þeirra eru að pæla í. Meðalaldur drengja sem eru byrjaðir að horfa á klám er ellefu ára og við fullorðna fólkið erum að byrja tala við börnin okkar um kynlíf þegar þau eru þrettán ára. Þetta virkar ekki alveg saman.“ Sólborg segir að til að mynda verði fjallað um það í þáttunum að klám og kynlíf sé ekki það sama. „Ég trúi samt ekki á boð og bönn og trúi ekki á það að það sé gott að banna börnum að horfa á klám, frekar fá þau til að átta sig á því hversu skaðlegt það getur verið og hvernig ranghugmyndir þau fá. Frekar að leiðrétta þær heldur en að skamma þau.“ Sólborg segir að unglingum eigi almennt eftir að líða betur með meiri kynfræðslu. Þessi unga kona er samt ekki aðeins að gefa út bækur og sjónvarpsþátt heldur er Sólborg einnig að fara taka þátt í Söngvakeppninni, forkeppni Íslands fyrir Eurovision. „Ég er ógeðslega spennt. Ég er búin að gefa út þrjú lög undir nafninu Suncity sem er bara beinþýðing á nafninu mínu,“ segir Sólborg sem heldur áfram að tala um þættina og hvetur foreldra til að horfa á þættina með börnunum sínum.
Ísland í dag Kynlíf Börn og uppeldi Bókmenntir Fávitar Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Fleiri fréttir Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”