Rangnick: Líka Solskjær að kenna ef við náum ekki Meistaradeildarsæti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2022 15:30 Það er ekki að ganga alveg nógu vel hjá Manchester United undir stjórn Ralf Rangnick. AP/Jon Super Ralf Rangnick, knattspyrnustjóri Manchester United, ætlar ekki að taka einn ábyrgð á því ef lið hans tekst ekki að tryggja sér sæti meðal fjögurra efstu í ensku úrvalsdeildinni í vor. Fjögur efstu sætin skila sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili og skipta félögin gríðarlega miklu máli. United liðið tapaði enn einu sinni stigum um helgina og það verður erfitt verkefni hjá liðinu að komast í Meistaradeildarsæti. Rangnick believes Solskjaer will have to shoulder some of the blame if Man United miss out on a UCL place this season pic.twitter.com/VEADNCfvCh— ESPN UK (@ESPNUK) February 14, 2022 Ralf Rangnick tók við liði Manchester United af Norðmanninum Ole Gunnar Solskjær í lok nóvember og á að stýra því út þetta tímabil. Hann viðurkennir að hann hafi áhyggjur af því að United nái ekki einu af fjórum efstu sætunum. „Það hefur verið áhyggjuefni að ná ekki Meistaradeildarsæti síðan Ole fór,“ sagði Ralf Rangnick við ESPN. Hann er á því að það sé líka Solskjær að kenna ef liðið nái ekki Meistaradeildarsæti. „Það var ein af ástæðunum að hann varð að fara og úrslit eins og í þessum leik á móti Southampton gera hlutina ekki auðveldari,“ sagði Rangnick. Solskjær var rekinn eftir fimm tapleiki í sjö deildarleikjum. Manchester United have been urged to sack Ralf Rangnick following an inconsistent run of form since the German manager was brought in to replace Ole Gunnar Solskjaer. Here's what was said! https://t.co/jSeP0aA4vd pic.twitter.com/Ik8tYT39Qi— Kick Off (@KickOffMagazine) February 14, 2022 United vann þrjá af fyrstu fjórum deildarleikjum sínum undir stjórn Rangnick en hefur aðeins unnið tvo af síðustu sex. Liðið hefur samt aðeins tapað einum deildarleik síðan hann tók við. United menn komust 1-0 yfir í þriðja leiknum í röð en misstu hann niður í jafntefli eins og hina tvo. Í þeim fyrsta af þessum þremur tapaði United fyrir Middlesbrough í vítakeppni í enska bikarnum en í síðustu tveimur tapaði liðið fjórum stigum í leikjum á móti Burnley og Southampton. „Við verðum að horfast í auga við þessa stöðu. Svona er staðreynd málsins og svona úrslit gera okkur ekki auðveldara fyrir að ná þessu fjórða sæti,“ sagði Rangnick. Liðið er að missa niður forystu og hann hefur áhyggjur af forminu. „Ef ég segi alveg eins og er þá er ég ekki viss um að liðið sé í nógu góðu formi til að spila af því að ég kom hingað á miðju tímabili. Ég fékk því ekkert undirbúningstímabil og í raun voru þetta bara tvær vikur sem við gátum æft á eðlilegan hátt,“ sagði Rangnick. Solskjær er ekki lengur í starfi á Old Trafford en það er ljóst að hann verður áfram blóraböggull fari allt á versta veg í vor. Manchester United 10-game Rolling xG Trendline, Premier League 2021/22Results may be patchy, but Ralf Rangnick has at least gone some way to reversing the slide in performance levels seen at the end of Ole Gunnar Solskjær's tenure pic.twitter.com/5Cq3hybpga— StatsBomb (@StatsBomb) February 14, 2022 Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjá meira
Fjögur efstu sætin skila sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili og skipta félögin gríðarlega miklu máli. United liðið tapaði enn einu sinni stigum um helgina og það verður erfitt verkefni hjá liðinu að komast í Meistaradeildarsæti. Rangnick believes Solskjaer will have to shoulder some of the blame if Man United miss out on a UCL place this season pic.twitter.com/VEADNCfvCh— ESPN UK (@ESPNUK) February 14, 2022 Ralf Rangnick tók við liði Manchester United af Norðmanninum Ole Gunnar Solskjær í lok nóvember og á að stýra því út þetta tímabil. Hann viðurkennir að hann hafi áhyggjur af því að United nái ekki einu af fjórum efstu sætunum. „Það hefur verið áhyggjuefni að ná ekki Meistaradeildarsæti síðan Ole fór,“ sagði Ralf Rangnick við ESPN. Hann er á því að það sé líka Solskjær að kenna ef liðið nái ekki Meistaradeildarsæti. „Það var ein af ástæðunum að hann varð að fara og úrslit eins og í þessum leik á móti Southampton gera hlutina ekki auðveldari,“ sagði Rangnick. Solskjær var rekinn eftir fimm tapleiki í sjö deildarleikjum. Manchester United have been urged to sack Ralf Rangnick following an inconsistent run of form since the German manager was brought in to replace Ole Gunnar Solskjaer. Here's what was said! https://t.co/jSeP0aA4vd pic.twitter.com/Ik8tYT39Qi— Kick Off (@KickOffMagazine) February 14, 2022 United vann þrjá af fyrstu fjórum deildarleikjum sínum undir stjórn Rangnick en hefur aðeins unnið tvo af síðustu sex. Liðið hefur samt aðeins tapað einum deildarleik síðan hann tók við. United menn komust 1-0 yfir í þriðja leiknum í röð en misstu hann niður í jafntefli eins og hina tvo. Í þeim fyrsta af þessum þremur tapaði United fyrir Middlesbrough í vítakeppni í enska bikarnum en í síðustu tveimur tapaði liðið fjórum stigum í leikjum á móti Burnley og Southampton. „Við verðum að horfast í auga við þessa stöðu. Svona er staðreynd málsins og svona úrslit gera okkur ekki auðveldara fyrir að ná þessu fjórða sæti,“ sagði Rangnick. Liðið er að missa niður forystu og hann hefur áhyggjur af forminu. „Ef ég segi alveg eins og er þá er ég ekki viss um að liðið sé í nógu góðu formi til að spila af því að ég kom hingað á miðju tímabili. Ég fékk því ekkert undirbúningstímabil og í raun voru þetta bara tvær vikur sem við gátum æft á eðlilegan hátt,“ sagði Rangnick. Solskjær er ekki lengur í starfi á Old Trafford en það er ljóst að hann verður áfram blóraböggull fari allt á versta veg í vor. Manchester United 10-game Rolling xG Trendline, Premier League 2021/22Results may be patchy, but Ralf Rangnick has at least gone some way to reversing the slide in performance levels seen at the end of Ole Gunnar Solskjær's tenure pic.twitter.com/5Cq3hybpga— StatsBomb (@StatsBomb) February 14, 2022
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjá meira