Hetja Newcastle fótbrotin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2022 13:31 Kieran Trippier situr hér vonsvikinn á grasinu um helgina og vissi augljóslega að hann var mikið meiddur. Getty/Stu Forster Loksins þegar var farið að birta yfir Newcastle liðinu eftir þrjá sigurleiki í röð kom annað áfall. Enski landsliðsmaðurinn Kieran Trippier hefur komið frábærlega inn í Newcastle liðið að undanförnu en hann var keyptur frá Atletico Madrid í síðasta mánuði. Kieran Trippier is set to be sidelined for Newcastle's upcoming fixtures after fracturing a bone in his foot during Sunday's 1-0 victory over Aston Villa.— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 14, 2022 Kieran Trippier á mikinn þátt í uppkomu Newcastle og hefur verið hetja liðsins í síðustu tveimur leikjum. Trippier skoraði eina markið í sigrinum á Aston Villa með skoti beint úr aukaspyrnu og innsiglaði einnig 3-1 sigur á Everton í leiknum á undan með marki beint úr aukaspyrnu. Svo mikil eru áhrifin frá honum 31 árs gamla Trippier að hann bar fyrirliðaband liðsins um helgina. Trippier meiddist í leiknum á móti Aston Villa en hann var tekinn af velli eftir aðeins þriggja mínútna leik í seinni hálfleik. Kieran Trippier will be side-lined for a significant period of the season after fracturing a bone in his left foot pic.twitter.com/slIwjSHOPc— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 14, 2022 Nú er komið í ljós að hann braut þarna bein í vinstri fæti og þarf að gangast undir aðgerð. Það þýðir líka um leið að það gætu verið allt að tveir mánuðir í það að hann komist aftur inn á völlinn. Eftir þriðja deildarsigurinn í röð um helgina þá komst Newacastle fjórum stigum frá fallsæti sem eru frábærar fréttir fyrir lið sem hefur verið í miklu basli allt tímabili. Nú er að sjá hversu lengi Trippier verður frá keppni og hver áhrifin verða á liðið að missa þennan leiðtoga úr liðinu. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjá meira
Enski landsliðsmaðurinn Kieran Trippier hefur komið frábærlega inn í Newcastle liðið að undanförnu en hann var keyptur frá Atletico Madrid í síðasta mánuði. Kieran Trippier is set to be sidelined for Newcastle's upcoming fixtures after fracturing a bone in his foot during Sunday's 1-0 victory over Aston Villa.— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 14, 2022 Kieran Trippier á mikinn þátt í uppkomu Newcastle og hefur verið hetja liðsins í síðustu tveimur leikjum. Trippier skoraði eina markið í sigrinum á Aston Villa með skoti beint úr aukaspyrnu og innsiglaði einnig 3-1 sigur á Everton í leiknum á undan með marki beint úr aukaspyrnu. Svo mikil eru áhrifin frá honum 31 árs gamla Trippier að hann bar fyrirliðaband liðsins um helgina. Trippier meiddist í leiknum á móti Aston Villa en hann var tekinn af velli eftir aðeins þriggja mínútna leik í seinni hálfleik. Kieran Trippier will be side-lined for a significant period of the season after fracturing a bone in his left foot pic.twitter.com/slIwjSHOPc— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 14, 2022 Nú er komið í ljós að hann braut þarna bein í vinstri fæti og þarf að gangast undir aðgerð. Það þýðir líka um leið að það gætu verið allt að tveir mánuðir í það að hann komist aftur inn á völlinn. Eftir þriðja deildarsigurinn í röð um helgina þá komst Newacastle fjórum stigum frá fallsæti sem eru frábærar fréttir fyrir lið sem hefur verið í miklu basli allt tímabili. Nú er að sjá hversu lengi Trippier verður frá keppni og hver áhrifin verða á liðið að missa þennan leiðtoga úr liðinu.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjá meira