Funda um framhald aðgerða við Þingvallavatn á morgun Atli Ísleifsson skrifar 14. febrúar 2022 13:10 Frá björgunaraðgerðum í Ölfusvatnsvík í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Suðurlandi og fleiri viðbragðsaðilar munu funda um framhald aðgerða við Þingvallavatn vegna flugslyssins sem þar varð í byrjun mánaðar á morgun. Þó er nokkuð ljóst að sú áætlun sem þar verður smíðuð verður ekki sett í gang fyrr en hlýnar og unnt verður að ganga í verkefnið án þess að veður setji strik í reikninginn. Frá þessu segir í færslu lögreglunnar á Suðurlandi á vef lögreglunnar. Enn á eftir að ná flaki flugvélarinnar TF-ABB af botni Ölfusvatnsvíkur en ákveðið var að hætta aðgerðum síðastliðinn föstudag vegna íss sem lagði á vatninu jafnharðan og torveldaði allar aðgerðir. Viðbraðsaðilum tókst að koma líkum hinna fjögurra sem létust af botni vatnsins á fimmtudaginn. Lögregla greinir frá framvindu björgunaraðgerðanna í færslunni þar sem segir að lykillinn að því að vélin og síðan lík þeirra sem voru um borð hafi fundist hafi verið skönnun sem hafi farið fram með fjölgeislamæli á Gavia kafbáti frá fyrirtækinu Teledyne. Þá hafi verið notaður fjölgeislamælir á bát frá Sjótækni en sá bátur hafði auk kafbátsins verið notaður við leit að flugvélinni. „Kafarar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, Landhelgisgæslu og Sérsveitar ríkislögreglustjóra ásamt starfsmönnum Köfunarþjónustunnar ehf sem var með pramma fyrir þá að athafna sig frá sáu um að lyfta líkunum frá botni með fjarstýrðum kafbát fyrirtækisins og færa í hendur kafara sem komu þeim fyrir í segli og þau síðan hífð um borð í bát sem flutti í land. Öllum aðgerðum var streymt á skjá í stjórnstöðvarbíl Landsbjargar á vatnsbakkanum en þaðan fór fram formleg stýring aðgerðanna. Þar höfðu rannsóknarlögreglumenn lögreglunnar á Suðurlandi og fulltrúi Rannsóknarnefndar samgönguslysa yfirsýn yfir aðgerðir og skráning þeirra var framkvæmd þar. Til að aðgerðin gæti gengið þurfti stöðugt að sigla bátum um víkina til að varna því að lagnaðarís myndaðist á henni. Ráðgert hafði verið að kafa alveg niður á botn eftir líkunum og búa þau þar undir flutning þannig að tryggt væri að munir sem þau hefðu meðferðis og hefðu sönnunargildi glötuðust ekki. Við þær aðstæður sem þarna voru þótti það ekki réttlætanlegt og því var gripið til þessa ráðs,“ segir í færslunni. Engin leið að telja alla upp Þá segir að samstarf allra aðila við þessa aðgerð, sem og leitina alla hafi verið til fyrirmyndar. „Lögreglustjórinn á Suðurlandi vill nota þetta tækifæri til þess að þakka öllum, sem að komu, þeirra aðkomu, stóra sem smáa. Engin leið er að telja þá alla hér upp, slíkur er fjöldinn.“ Lögreglumál Flugslys við Þingvallavatn Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Búið að bera kennsl á þá fjóra sem voru í Þingvallavatni Þingvallavatn hefur lagt á ný og þykktin á ísnum gæti reynst slík að fresta þurfi því að ná flugvélinni TF ABB af botni vatnsins. Þeir fjórir sem voru í vélinni náðust á land í gær og hafa aðstanendur borið kennsl á þá látnu. 11. febrúar 2022 10:39 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Frá þessu segir í færslu lögreglunnar á Suðurlandi á vef lögreglunnar. Enn á eftir að ná flaki flugvélarinnar TF-ABB af botni Ölfusvatnsvíkur en ákveðið var að hætta aðgerðum síðastliðinn föstudag vegna íss sem lagði á vatninu jafnharðan og torveldaði allar aðgerðir. Viðbraðsaðilum tókst að koma líkum hinna fjögurra sem létust af botni vatnsins á fimmtudaginn. Lögregla greinir frá framvindu björgunaraðgerðanna í færslunni þar sem segir að lykillinn að því að vélin og síðan lík þeirra sem voru um borð hafi fundist hafi verið skönnun sem hafi farið fram með fjölgeislamæli á Gavia kafbáti frá fyrirtækinu Teledyne. Þá hafi verið notaður fjölgeislamælir á bát frá Sjótækni en sá bátur hafði auk kafbátsins verið notaður við leit að flugvélinni. „Kafarar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, Landhelgisgæslu og Sérsveitar ríkislögreglustjóra ásamt starfsmönnum Köfunarþjónustunnar ehf sem var með pramma fyrir þá að athafna sig frá sáu um að lyfta líkunum frá botni með fjarstýrðum kafbát fyrirtækisins og færa í hendur kafara sem komu þeim fyrir í segli og þau síðan hífð um borð í bát sem flutti í land. Öllum aðgerðum var streymt á skjá í stjórnstöðvarbíl Landsbjargar á vatnsbakkanum en þaðan fór fram formleg stýring aðgerðanna. Þar höfðu rannsóknarlögreglumenn lögreglunnar á Suðurlandi og fulltrúi Rannsóknarnefndar samgönguslysa yfirsýn yfir aðgerðir og skráning þeirra var framkvæmd þar. Til að aðgerðin gæti gengið þurfti stöðugt að sigla bátum um víkina til að varna því að lagnaðarís myndaðist á henni. Ráðgert hafði verið að kafa alveg niður á botn eftir líkunum og búa þau þar undir flutning þannig að tryggt væri að munir sem þau hefðu meðferðis og hefðu sönnunargildi glötuðust ekki. Við þær aðstæður sem þarna voru þótti það ekki réttlætanlegt og því var gripið til þessa ráðs,“ segir í færslunni. Engin leið að telja alla upp Þá segir að samstarf allra aðila við þessa aðgerð, sem og leitina alla hafi verið til fyrirmyndar. „Lögreglustjórinn á Suðurlandi vill nota þetta tækifæri til þess að þakka öllum, sem að komu, þeirra aðkomu, stóra sem smáa. Engin leið er að telja þá alla hér upp, slíkur er fjöldinn.“
Lögreglumál Flugslys við Þingvallavatn Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Búið að bera kennsl á þá fjóra sem voru í Þingvallavatni Þingvallavatn hefur lagt á ný og þykktin á ísnum gæti reynst slík að fresta þurfi því að ná flugvélinni TF ABB af botni vatnsins. Þeir fjórir sem voru í vélinni náðust á land í gær og hafa aðstanendur borið kennsl á þá látnu. 11. febrúar 2022 10:39 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Búið að bera kennsl á þá fjóra sem voru í Þingvallavatni Þingvallavatn hefur lagt á ný og þykktin á ísnum gæti reynst slík að fresta þurfi því að ná flugvélinni TF ABB af botni vatnsins. Þeir fjórir sem voru í vélinni náðust á land í gær og hafa aðstanendur borið kennsl á þá látnu. 11. febrúar 2022 10:39
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent