Di Canio segir að Virgil van Dijk sé pirraður og ekki sami leikmaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2022 11:01 Virgil Van Dijk og félagar í Liverpool hafa haldið hreinu í tveimur síðustu leikjum. Getty/Clive Brunskill Gamla ítalska knattspyrnuhetjan Paolo Di Canio, sem gerði garðinn meðal annars frægan í ensku úrvalsdeildinni, hefur sterkar skoðanir á Virgil van Dijk hjá Liverpool og hvernig hollenski miðvörðurinn er að spila eftir að hafa komið til baka eftir krossbandsslit. Di Canio er harður á því að Van Dijk sé ekki sami leikmaður og hann var áður en markvörður Everton tók hann niður og endaði tímabilið hans í október. Ítalinn hefur gengið svo langt að ráðleggja Internazionale að nýta sér veikleika Virgils van Dijk í komandi leikjum við Liverpool í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. „Hefðu þessir leikir verið spilaðir í október eða nóvember, þegar enska liðið er vanalega upp á sitt besta, þá hefði ég haft minni trú á Inter,“ sagði Paolo Di Canio í viðtali við Gazzetta dello Sport. „Inter hefur staðið sig vel á alþjóðlegum vettvangi á þessu tímabili og þeir hafa bara tapað á móti Real Madrid í leik þar sem menn voru ekki að klára færin síns en liðið tapaði ekki vegna þess að það vantaði upp á skipulag eða hugmyndafræði,“ sagði Di Canio. „Á þessum tímapunkti má finna veikleika hjá Liverpool sem þeir geta nýtt sér. Fyrir tveimur árum var Liverpool með órjúfanlega vörn vegna þess að Virgil van Dijk gerði alla betri í kringum sig. Síðan að hann kom til baka eftir meiðslin þá er hann ekki sami leikmaður og liðið er líka að fá á sig fleiri mörk,“ sagði Di Canio. Everything points to the #LFC defender being back to his best - even if not everybody can see it https://t.co/kEfv4m6qG6— Ian Doyle (@IanDoyleSport) February 14, 2022 „Liverpool er alltaf að bjóða upp á sömu hættulegu marktækifærin í dag eða þegar menn eru að setja þverbolta á bak við varnarmennina sem eru of seinir að koma sér til baka. Það er þetta einbeitingarleysi sem Inter menn gætu nýtt sér og skapað þeim vandræði,“ sagði Di Canio. „Það er líka hægt að skoða líkamstjáningu Van Dijk. Hann var vanur að gefa bakvörðunum merki um að þétta vörnina en núna fórnar hann höndum, kvartar og kveinar og lítur út fyrir að vera pirraður út í liðsfélaga sína,“ sagði Di Canio. Fyrri leikur Liverpool og Internazionale í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar fer fram á Ítalíu á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Enski boltinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjá meira
Di Canio er harður á því að Van Dijk sé ekki sami leikmaður og hann var áður en markvörður Everton tók hann niður og endaði tímabilið hans í október. Ítalinn hefur gengið svo langt að ráðleggja Internazionale að nýta sér veikleika Virgils van Dijk í komandi leikjum við Liverpool í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. „Hefðu þessir leikir verið spilaðir í október eða nóvember, þegar enska liðið er vanalega upp á sitt besta, þá hefði ég haft minni trú á Inter,“ sagði Paolo Di Canio í viðtali við Gazzetta dello Sport. „Inter hefur staðið sig vel á alþjóðlegum vettvangi á þessu tímabili og þeir hafa bara tapað á móti Real Madrid í leik þar sem menn voru ekki að klára færin síns en liðið tapaði ekki vegna þess að það vantaði upp á skipulag eða hugmyndafræði,“ sagði Di Canio. „Á þessum tímapunkti má finna veikleika hjá Liverpool sem þeir geta nýtt sér. Fyrir tveimur árum var Liverpool með órjúfanlega vörn vegna þess að Virgil van Dijk gerði alla betri í kringum sig. Síðan að hann kom til baka eftir meiðslin þá er hann ekki sami leikmaður og liðið er líka að fá á sig fleiri mörk,“ sagði Di Canio. Everything points to the #LFC defender being back to his best - even if not everybody can see it https://t.co/kEfv4m6qG6— Ian Doyle (@IanDoyleSport) February 14, 2022 „Liverpool er alltaf að bjóða upp á sömu hættulegu marktækifærin í dag eða þegar menn eru að setja þverbolta á bak við varnarmennina sem eru of seinir að koma sér til baka. Það er þetta einbeitingarleysi sem Inter menn gætu nýtt sér og skapað þeim vandræði,“ sagði Di Canio. „Það er líka hægt að skoða líkamstjáningu Van Dijk. Hann var vanur að gefa bakvörðunum merki um að þétta vörnina en núna fórnar hann höndum, kvartar og kveinar og lítur út fyrir að vera pirraður út í liðsfélaga sína,“ sagði Di Canio. Fyrri leikur Liverpool og Internazionale í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar fer fram á Ítalíu á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enski boltinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjá meira