Di Canio segir að Virgil van Dijk sé pirraður og ekki sami leikmaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2022 11:01 Virgil Van Dijk og félagar í Liverpool hafa haldið hreinu í tveimur síðustu leikjum. Getty/Clive Brunskill Gamla ítalska knattspyrnuhetjan Paolo Di Canio, sem gerði garðinn meðal annars frægan í ensku úrvalsdeildinni, hefur sterkar skoðanir á Virgil van Dijk hjá Liverpool og hvernig hollenski miðvörðurinn er að spila eftir að hafa komið til baka eftir krossbandsslit. Di Canio er harður á því að Van Dijk sé ekki sami leikmaður og hann var áður en markvörður Everton tók hann niður og endaði tímabilið hans í október. Ítalinn hefur gengið svo langt að ráðleggja Internazionale að nýta sér veikleika Virgils van Dijk í komandi leikjum við Liverpool í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. „Hefðu þessir leikir verið spilaðir í október eða nóvember, þegar enska liðið er vanalega upp á sitt besta, þá hefði ég haft minni trú á Inter,“ sagði Paolo Di Canio í viðtali við Gazzetta dello Sport. „Inter hefur staðið sig vel á alþjóðlegum vettvangi á þessu tímabili og þeir hafa bara tapað á móti Real Madrid í leik þar sem menn voru ekki að klára færin síns en liðið tapaði ekki vegna þess að það vantaði upp á skipulag eða hugmyndafræði,“ sagði Di Canio. „Á þessum tímapunkti má finna veikleika hjá Liverpool sem þeir geta nýtt sér. Fyrir tveimur árum var Liverpool með órjúfanlega vörn vegna þess að Virgil van Dijk gerði alla betri í kringum sig. Síðan að hann kom til baka eftir meiðslin þá er hann ekki sami leikmaður og liðið er líka að fá á sig fleiri mörk,“ sagði Di Canio. Everything points to the #LFC defender being back to his best - even if not everybody can see it https://t.co/kEfv4m6qG6— Ian Doyle (@IanDoyleSport) February 14, 2022 „Liverpool er alltaf að bjóða upp á sömu hættulegu marktækifærin í dag eða þegar menn eru að setja þverbolta á bak við varnarmennina sem eru of seinir að koma sér til baka. Það er þetta einbeitingarleysi sem Inter menn gætu nýtt sér og skapað þeim vandræði,“ sagði Di Canio. „Það er líka hægt að skoða líkamstjáningu Van Dijk. Hann var vanur að gefa bakvörðunum merki um að þétta vörnina en núna fórnar hann höndum, kvartar og kveinar og lítur út fyrir að vera pirraður út í liðsfélaga sína,“ sagði Di Canio. Fyrri leikur Liverpool og Internazionale í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar fer fram á Ítalíu á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Enski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira
Di Canio er harður á því að Van Dijk sé ekki sami leikmaður og hann var áður en markvörður Everton tók hann niður og endaði tímabilið hans í október. Ítalinn hefur gengið svo langt að ráðleggja Internazionale að nýta sér veikleika Virgils van Dijk í komandi leikjum við Liverpool í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. „Hefðu þessir leikir verið spilaðir í október eða nóvember, þegar enska liðið er vanalega upp á sitt besta, þá hefði ég haft minni trú á Inter,“ sagði Paolo Di Canio í viðtali við Gazzetta dello Sport. „Inter hefur staðið sig vel á alþjóðlegum vettvangi á þessu tímabili og þeir hafa bara tapað á móti Real Madrid í leik þar sem menn voru ekki að klára færin síns en liðið tapaði ekki vegna þess að það vantaði upp á skipulag eða hugmyndafræði,“ sagði Di Canio. „Á þessum tímapunkti má finna veikleika hjá Liverpool sem þeir geta nýtt sér. Fyrir tveimur árum var Liverpool með órjúfanlega vörn vegna þess að Virgil van Dijk gerði alla betri í kringum sig. Síðan að hann kom til baka eftir meiðslin þá er hann ekki sami leikmaður og liðið er líka að fá á sig fleiri mörk,“ sagði Di Canio. Everything points to the #LFC defender being back to his best - even if not everybody can see it https://t.co/kEfv4m6qG6— Ian Doyle (@IanDoyleSport) February 14, 2022 „Liverpool er alltaf að bjóða upp á sömu hættulegu marktækifærin í dag eða þegar menn eru að setja þverbolta á bak við varnarmennina sem eru of seinir að koma sér til baka. Það er þetta einbeitingarleysi sem Inter menn gætu nýtt sér og skapað þeim vandræði,“ sagði Di Canio. „Það er líka hægt að skoða líkamstjáningu Van Dijk. Hann var vanur að gefa bakvörðunum merki um að þétta vörnina en núna fórnar hann höndum, kvartar og kveinar og lítur út fyrir að vera pirraður út í liðsfélaga sína,“ sagði Di Canio. Fyrri leikur Liverpool og Internazionale í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar fer fram á Ítalíu á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira