Di Canio segir að Virgil van Dijk sé pirraður og ekki sami leikmaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2022 11:01 Virgil Van Dijk og félagar í Liverpool hafa haldið hreinu í tveimur síðustu leikjum. Getty/Clive Brunskill Gamla ítalska knattspyrnuhetjan Paolo Di Canio, sem gerði garðinn meðal annars frægan í ensku úrvalsdeildinni, hefur sterkar skoðanir á Virgil van Dijk hjá Liverpool og hvernig hollenski miðvörðurinn er að spila eftir að hafa komið til baka eftir krossbandsslit. Di Canio er harður á því að Van Dijk sé ekki sami leikmaður og hann var áður en markvörður Everton tók hann niður og endaði tímabilið hans í október. Ítalinn hefur gengið svo langt að ráðleggja Internazionale að nýta sér veikleika Virgils van Dijk í komandi leikjum við Liverpool í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. „Hefðu þessir leikir verið spilaðir í október eða nóvember, þegar enska liðið er vanalega upp á sitt besta, þá hefði ég haft minni trú á Inter,“ sagði Paolo Di Canio í viðtali við Gazzetta dello Sport. „Inter hefur staðið sig vel á alþjóðlegum vettvangi á þessu tímabili og þeir hafa bara tapað á móti Real Madrid í leik þar sem menn voru ekki að klára færin síns en liðið tapaði ekki vegna þess að það vantaði upp á skipulag eða hugmyndafræði,“ sagði Di Canio. „Á þessum tímapunkti má finna veikleika hjá Liverpool sem þeir geta nýtt sér. Fyrir tveimur árum var Liverpool með órjúfanlega vörn vegna þess að Virgil van Dijk gerði alla betri í kringum sig. Síðan að hann kom til baka eftir meiðslin þá er hann ekki sami leikmaður og liðið er líka að fá á sig fleiri mörk,“ sagði Di Canio. Everything points to the #LFC defender being back to his best - even if not everybody can see it https://t.co/kEfv4m6qG6— Ian Doyle (@IanDoyleSport) February 14, 2022 „Liverpool er alltaf að bjóða upp á sömu hættulegu marktækifærin í dag eða þegar menn eru að setja þverbolta á bak við varnarmennina sem eru of seinir að koma sér til baka. Það er þetta einbeitingarleysi sem Inter menn gætu nýtt sér og skapað þeim vandræði,“ sagði Di Canio. „Það er líka hægt að skoða líkamstjáningu Van Dijk. Hann var vanur að gefa bakvörðunum merki um að þétta vörnina en núna fórnar hann höndum, kvartar og kveinar og lítur út fyrir að vera pirraður út í liðsfélaga sína,“ sagði Di Canio. Fyrri leikur Liverpool og Internazionale í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar fer fram á Ítalíu á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjá meira
Di Canio er harður á því að Van Dijk sé ekki sami leikmaður og hann var áður en markvörður Everton tók hann niður og endaði tímabilið hans í október. Ítalinn hefur gengið svo langt að ráðleggja Internazionale að nýta sér veikleika Virgils van Dijk í komandi leikjum við Liverpool í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. „Hefðu þessir leikir verið spilaðir í október eða nóvember, þegar enska liðið er vanalega upp á sitt besta, þá hefði ég haft minni trú á Inter,“ sagði Paolo Di Canio í viðtali við Gazzetta dello Sport. „Inter hefur staðið sig vel á alþjóðlegum vettvangi á þessu tímabili og þeir hafa bara tapað á móti Real Madrid í leik þar sem menn voru ekki að klára færin síns en liðið tapaði ekki vegna þess að það vantaði upp á skipulag eða hugmyndafræði,“ sagði Di Canio. „Á þessum tímapunkti má finna veikleika hjá Liverpool sem þeir geta nýtt sér. Fyrir tveimur árum var Liverpool með órjúfanlega vörn vegna þess að Virgil van Dijk gerði alla betri í kringum sig. Síðan að hann kom til baka eftir meiðslin þá er hann ekki sami leikmaður og liðið er líka að fá á sig fleiri mörk,“ sagði Di Canio. Everything points to the #LFC defender being back to his best - even if not everybody can see it https://t.co/kEfv4m6qG6— Ian Doyle (@IanDoyleSport) February 14, 2022 „Liverpool er alltaf að bjóða upp á sömu hættulegu marktækifærin í dag eða þegar menn eru að setja þverbolta á bak við varnarmennina sem eru of seinir að koma sér til baka. Það er þetta einbeitingarleysi sem Inter menn gætu nýtt sér og skapað þeim vandræði,“ sagði Di Canio. „Það er líka hægt að skoða líkamstjáningu Van Dijk. Hann var vanur að gefa bakvörðunum merki um að þétta vörnina en núna fórnar hann höndum, kvartar og kveinar og lítur út fyrir að vera pirraður út í liðsfélaga sína,“ sagði Di Canio. Fyrri leikur Liverpool og Internazionale í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar fer fram á Ítalíu á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjá meira