Ingvar vill leiða Garðabæjarlistann Atli Ísleifsson skrifar 15. febrúar 2022 11:32 Ingvar Arnarson. Aðsend Ingvar Arnarson, bæjarfulltrúi í Garðabæ, býður sig fram til að leiða Garðabæjarlistann í komandi sveitarstjórnarkosningum. Frá þessu segir í tilkynningu frá Ingvari. Þar segir að hann hafi setið í bæjarstjórn Garðabæjar frá árinu 2018 og hafi verið varabæjarfulltrúi frá 2014 til 2018. „Ég er kennari að mennt og kenndi náttúrufræði og íþróttir við Garðaskóla 2003-2006 og eftir það hef ég starfað við Fjölbrautaskólann í Garðabæ og kennt þar við íþróttabraut skólans. Í haust hóf ég nám í opinberri stjórnsýslu við HÍ, námið hefur verið fræðandi og mun tvímælalaust efla mig í störfum mínum. Ég legg mikla áherslu á að Garðabær verði í fremstu röð sveitarfélaga þegar að kemur að þjónustu við íbúa. Ég vil sjá gjaldtöku á barnafjölskyldur lækka til muna, efla félagsþjónustu en frekar og auka framboð íþrótta og tómstunda fyrir jafnt unga sem aldna. Huga þarf vel að stígakerfi og almenningssamgöngum innan bæjarins og gæta þarf að því að haldið sé í sérstöðu hverfa bæjarins, skipulag og framkvæmdir eiga að vera gerð í sátt við íbúa og umhverfi. Að mínu mati er einnig mikilvægt að tryggja að uppbygging grunn- og leikskóla fylgi íbúaþróun bæjarins og nauðsynlegt er að bæta starfskjör þeirra sem þar vinna til að tryggja mönnun. Ég mun halda áfram að berjast af fullum heilindum fyrir bættu samfélagi. Ég hef sterkar taugar til íþróttafélaga bæjarins. Hef spilað leiki með nánast öllum deildum Stjörnunnar ásamt því að þjálfa fyrir félagið. Einnig hef ég þjálfað öldungablak á Álftanesi og veit að þar er verið að vinna flott starf í þágu íbúa. Það er mikilvægt að hlúa vel að öllu félagsstarfi í bænum og tryggja aðgang íbúa að því starfi óháð efnahag ásamt því að tryggja félögum aðstöðu við hæfi. Ég er uppalinn Garðbæingur og fjögurra barna faðir og hef kynnst vel þeirri þjónustu sem sveitarfélagið er að veita. Það er mikilvægt að sveitarfélögin sem hafa það hlutverk að þjónusta íbúa sína gera það sem allra best. Þess vegna er mikilvægt að hlusta á íbúana og taka mið af þeirra þörfum. Hlutverk þess sem leiðir Garðabæjarlistans er að samstilla hópa af fólki sem kemur úr ýmsum áttum og leiða til góðra verka. Ég hef töluverða reynslu af slíku starfi og hef trú á okkar fólki. Í Garðabæjarlistanum er mikill mannauður og reynsla sem kemur til með að nýtast okkur vel til að ná settum markmiðum,“ segir í tilkynningunni. Uppstillingarnefnd Garðabæjarlistans auglýsir nú eftir framboðum og tilnefningum á lista. Nefndin mun svo leggja fram til samþykktar tillögu að framboðslista á almennum félagsfundi þann 13. mars. Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Ingvari. Þar segir að hann hafi setið í bæjarstjórn Garðabæjar frá árinu 2018 og hafi verið varabæjarfulltrúi frá 2014 til 2018. „Ég er kennari að mennt og kenndi náttúrufræði og íþróttir við Garðaskóla 2003-2006 og eftir það hef ég starfað við Fjölbrautaskólann í Garðabæ og kennt þar við íþróttabraut skólans. Í haust hóf ég nám í opinberri stjórnsýslu við HÍ, námið hefur verið fræðandi og mun tvímælalaust efla mig í störfum mínum. Ég legg mikla áherslu á að Garðabær verði í fremstu röð sveitarfélaga þegar að kemur að þjónustu við íbúa. Ég vil sjá gjaldtöku á barnafjölskyldur lækka til muna, efla félagsþjónustu en frekar og auka framboð íþrótta og tómstunda fyrir jafnt unga sem aldna. Huga þarf vel að stígakerfi og almenningssamgöngum innan bæjarins og gæta þarf að því að haldið sé í sérstöðu hverfa bæjarins, skipulag og framkvæmdir eiga að vera gerð í sátt við íbúa og umhverfi. Að mínu mati er einnig mikilvægt að tryggja að uppbygging grunn- og leikskóla fylgi íbúaþróun bæjarins og nauðsynlegt er að bæta starfskjör þeirra sem þar vinna til að tryggja mönnun. Ég mun halda áfram að berjast af fullum heilindum fyrir bættu samfélagi. Ég hef sterkar taugar til íþróttafélaga bæjarins. Hef spilað leiki með nánast öllum deildum Stjörnunnar ásamt því að þjálfa fyrir félagið. Einnig hef ég þjálfað öldungablak á Álftanesi og veit að þar er verið að vinna flott starf í þágu íbúa. Það er mikilvægt að hlúa vel að öllu félagsstarfi í bænum og tryggja aðgang íbúa að því starfi óháð efnahag ásamt því að tryggja félögum aðstöðu við hæfi. Ég er uppalinn Garðbæingur og fjögurra barna faðir og hef kynnst vel þeirri þjónustu sem sveitarfélagið er að veita. Það er mikilvægt að sveitarfélögin sem hafa það hlutverk að þjónusta íbúa sína gera það sem allra best. Þess vegna er mikilvægt að hlusta á íbúana og taka mið af þeirra þörfum. Hlutverk þess sem leiðir Garðabæjarlistans er að samstilla hópa af fólki sem kemur úr ýmsum áttum og leiða til góðra verka. Ég hef töluverða reynslu af slíku starfi og hef trú á okkar fólki. Í Garðabæjarlistanum er mikill mannauður og reynsla sem kemur til með að nýtast okkur vel til að ná settum markmiðum,“ segir í tilkynningunni. Uppstillingarnefnd Garðabæjarlistans auglýsir nú eftir framboðum og tilnefningum á lista. Nefndin mun svo leggja fram til samþykktar tillögu að framboðslista á almennum félagsfundi þann 13. mars.
Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira