Eyjólfur sækist eftir 2. sæti á lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ Atli Ísleifsson skrifar 15. febrúar 2022 14:40 Eyjólfur Gíslason. Aðsend Eyjólfur Gíslason hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ sem fer fram 26. febrúar. Í tilkynningu segir að framboðið sé til marks um þá sannfæringu hans að fólk með ólíkan bakgrunn og getu skili samfélaginu bestum árangri. „Ástæða framboðsins er einlæg löngun til að gera bæinn okkar framúrskarandi á öllum sviðum velferðar, menningar- og íþróttalífs, að ógleymdum umhverfismálum. Ég tala fyrir því að samhliða mikilvægi eflingar grunnstoða samfélags okkar má ekki gleyma að ekkert bæjarfélag er undanskilið þróun samtímans og við því verður að bregðast. Fegurðin býr í fjölbreytileikanum og öll eigum við að fá tækifæri til að blómstra í fjölmenningarsamfélagi,“ er haft eftir Eyjólfi. Eyjólfur er 35 ára, fæddur og uppalinn í Reykjanesbæ, þar sem hann býr með syni sínum. „Ég er með háskólagráðu í miðlun og almannatengslum og stunda meistaranám í forystu og stjórnun. Undanfarin ár hef ég starfað á rekstrarsviði Icelandair Group sem stjórnandi innan Cabin Operations. Í öllum samfélögum viðgengst vanlíðan meðal ungs fólks sem sjá ekki eigin getu né kraftinn sem býr innra með þeim. Ég legg ríka áherslu á málefni á sviði geðheilbrigðismála, forvarnarstarfs og líðan bæjarbúa. Við þurfum að opna á umræðuna enn frekar og leggja áherslu á fjölbreytt skólakerfi, tala upp aðrar námsgreinar en þær sem taldar eru hefðbundnari. Horfast í augu við þá staðreynd að ekki eru allir steyptir í sama formið og fagna því fremur að við erum allskonar. Nýta kraft nýsköpunar hér á svæðinu og þá möguleika sem fólk hefur til að búa sér til gæfuríka framtíð,“ segir í tilkynningunni. Hann hefur áður tekið þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins með setu í stjórn Heimis og segist hafa fylgst með framgangi flokksins alla tíð. „Ég kalla eftir breytingum með nýju fólki samhliða reynslunni. Ég óska eftir stuðningi íbúa Reykjanesbæjar í 2. sæti af auðmýkt, ábyrgð og gleði,“ segir Eyjólfur. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjanesbær Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur Sjá meira
Í tilkynningu segir að framboðið sé til marks um þá sannfæringu hans að fólk með ólíkan bakgrunn og getu skili samfélaginu bestum árangri. „Ástæða framboðsins er einlæg löngun til að gera bæinn okkar framúrskarandi á öllum sviðum velferðar, menningar- og íþróttalífs, að ógleymdum umhverfismálum. Ég tala fyrir því að samhliða mikilvægi eflingar grunnstoða samfélags okkar má ekki gleyma að ekkert bæjarfélag er undanskilið þróun samtímans og við því verður að bregðast. Fegurðin býr í fjölbreytileikanum og öll eigum við að fá tækifæri til að blómstra í fjölmenningarsamfélagi,“ er haft eftir Eyjólfi. Eyjólfur er 35 ára, fæddur og uppalinn í Reykjanesbæ, þar sem hann býr með syni sínum. „Ég er með háskólagráðu í miðlun og almannatengslum og stunda meistaranám í forystu og stjórnun. Undanfarin ár hef ég starfað á rekstrarsviði Icelandair Group sem stjórnandi innan Cabin Operations. Í öllum samfélögum viðgengst vanlíðan meðal ungs fólks sem sjá ekki eigin getu né kraftinn sem býr innra með þeim. Ég legg ríka áherslu á málefni á sviði geðheilbrigðismála, forvarnarstarfs og líðan bæjarbúa. Við þurfum að opna á umræðuna enn frekar og leggja áherslu á fjölbreytt skólakerfi, tala upp aðrar námsgreinar en þær sem taldar eru hefðbundnari. Horfast í augu við þá staðreynd að ekki eru allir steyptir í sama formið og fagna því fremur að við erum allskonar. Nýta kraft nýsköpunar hér á svæðinu og þá möguleika sem fólk hefur til að búa sér til gæfuríka framtíð,“ segir í tilkynningunni. Hann hefur áður tekið þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins með setu í stjórn Heimis og segist hafa fylgst með framgangi flokksins alla tíð. „Ég kalla eftir breytingum með nýju fólki samhliða reynslunni. Ég óska eftir stuðningi íbúa Reykjanesbæjar í 2. sæti af auðmýkt, ábyrgð og gleði,“ segir Eyjólfur.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjanesbær Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur Sjá meira