Sjá ekki að Rússar fækki hermönnum Samúel Karl Ólason skrifar 16. febrúar 2022 12:59 Hér má sjá skjáskot úr myndbandi frá Varrnarmálaráðuneyti Rússlands þar sem því er haldið fram að verið sé að flytja hermenn frá Krímskaga. AP/Varnarmálaráðuneyti Rússlands Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins segjast ekki sjá ummerki þess að Rússar séu að draga úr viðbúnaði við landamæri Úkraínu. Ráðamenn í Rússlandi segjast vera að fækka hermönnum á svæðinu en þeim yfirlýsingum hefur verið tekið með tortryggni. Rússar hafa safnað um 150 þúsund hermönnum við landamæri Úkraínu á undanförnum vikum og hafa margir óttast að Rússar hafi ætlað að gera aðra innrás í landið. Varnarmálaráðuneyti Rússlands birti í morgun myndband sem á að sýna brottflutning hermanna frá Krímskaga og var það í kjölfar yfirlýsinga um fækkun hermanna á svæðinu í gær. Sjá einnig: Rússar segjast flytja hluta hermanna sinna frá landamærunum Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sagði þó í morgun að engin ummerki um fækkun hermanna við landamæri Úkraínu hefðu sést. Hann sagði að þvert á móti virtist sem enn fleiri hermenn væru á leið til landamæranna, samkvæmt frétt Reuters. Ráðamenn í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa tekið undir það. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins.Ap/Olivier Matthys Þá segja Úkraínumenn að umfangsmikil tölvuárás hafi verið gerð á heimasíður Varnarmálaráðuneytis landsins, banka, og annarra stofnana og að hún sé enn yfirstandandi. Úkraínumenn hafa gefið í skyn að Rússar séu að gera þessa árás en því neita ráðamenn í Kreml. Rússland gerði innrás í Úkraínu árið 2014 og innlimaði Krímskaga af ríkinu. Þá hafa aðskilnaðarsinnar, sem studdir eru af Rússlandi, lagt undir sig svæði í austurhluta landsins. Dúman, neðri deild rússneska þingsins, samþykkti í gær ályktun um að Pútín viðurkenndi sjálfstæði þessara svæða í Úkraínu en á undanförnum mánuðum hafa yfirvöld í Rússlandi afhent íbúum þar rússnesk vegabréf. Rússar hafa í stuttu máli sagt krafist þess að Úkraínu verði meinaður aðgangur að Atlantshafsbandalaginu og að aðildarlöndum í Austur-Evrópu verði vísað úr bandalaginu. Þeim kröfum var fljótt hafnað. Vesturveldin svokölluðu hafa þó sagst tilbúin til viðræðna við Rússa um vopn og viðbúnað í Evrópu. Pútín sagði frá því í gær, eftir fund með Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, að sá síðarnefndi hefði sagt vestrið opið fyrir viðræðum um eldflaugar í Evrópu, takmarkanir á heræfingum og aðrar öryggisráðstafanir. Pútín sagðist tilbúin til að ræða þessi málefni en það þyrfti einnig að ræða helstu kröfur Rússlands. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar ítrekaði Scholz þá að aðild og möguleg aðild ríkja Austur-Evrópu væri ekki til umræðu. Við það sagðist Pútín að það þyrfti að ræða núna gegnum friðsamlegt ferli. Úkraína NATO Rússland Hernaður Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Glugginn til innrásar muni líklega lokast í þessari viku Prófessor við Háskóla Íslands segir enn mikla óvissu um stöðu Rússlands og Úkraínu þrátt fyrir nýjustu yfirlýsingar Rússa. Glugginn til innrásar muni að öllum líkindum lokast í þessari viku en Rússar muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tapa ekki stöðu sinni. 16. febrúar 2022 07:00 Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Rússlands eygja enn von á lausn Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Rússlands segjast nú vongóðir um að hægt verði að leysa Úkraínudeiluna svokölluðu á diplómatískum grundvelli. 15. febrúar 2022 07:06 Kalla eftir fundi með Rússum Mikil ólga er enn á landamærum Rússlands og Úkraínu en yfirvöld í Úkraínu hafa óskað eftir fundi með Rússum vegna stöðu mála. Óttast er að innrás sé yfirvofandi en forseti Úkraínu segist ekki hafa neinar sannanir fyrir því. 14. febrúar 2022 00:05 Tjáði Pútín að Vesturveldin myndu bregðast við af hörku ef til innrásar kæmi Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddi símleiðis við Vladímír Pútín Rússlandsforseta fyrr í dag vegna stöðunnar í Úkraínu en Rússar hafa undanfarið aukið viðbúnað sinn á landamærum Úkraínu og er óttast að þeir hyggi á innrás á næstunni. 12. febrúar 2022 23:12 Ósammála um hvað Pútín sagði Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, virðast ósammála um hvað kom fram á rúmlega fimm klukkustunda fundi þeirra í Moskvu í gær. Macron segir Pútín hafa sagt sér að Rússar myndu ekki bæta á spennuna í kringum Úkraínu. Talsmaður Pútíns segir það þó ekki rétt, 8. febrúar 2022 18:47 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Rússar hafa safnað um 150 þúsund hermönnum við landamæri Úkraínu á undanförnum vikum og hafa margir óttast að Rússar hafi ætlað að gera aðra innrás í landið. Varnarmálaráðuneyti Rússlands birti í morgun myndband sem á að sýna brottflutning hermanna frá Krímskaga og var það í kjölfar yfirlýsinga um fækkun hermanna á svæðinu í gær. Sjá einnig: Rússar segjast flytja hluta hermanna sinna frá landamærunum Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sagði þó í morgun að engin ummerki um fækkun hermanna við landamæri Úkraínu hefðu sést. Hann sagði að þvert á móti virtist sem enn fleiri hermenn væru á leið til landamæranna, samkvæmt frétt Reuters. Ráðamenn í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa tekið undir það. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins.Ap/Olivier Matthys Þá segja Úkraínumenn að umfangsmikil tölvuárás hafi verið gerð á heimasíður Varnarmálaráðuneytis landsins, banka, og annarra stofnana og að hún sé enn yfirstandandi. Úkraínumenn hafa gefið í skyn að Rússar séu að gera þessa árás en því neita ráðamenn í Kreml. Rússland gerði innrás í Úkraínu árið 2014 og innlimaði Krímskaga af ríkinu. Þá hafa aðskilnaðarsinnar, sem studdir eru af Rússlandi, lagt undir sig svæði í austurhluta landsins. Dúman, neðri deild rússneska þingsins, samþykkti í gær ályktun um að Pútín viðurkenndi sjálfstæði þessara svæða í Úkraínu en á undanförnum mánuðum hafa yfirvöld í Rússlandi afhent íbúum þar rússnesk vegabréf. Rússar hafa í stuttu máli sagt krafist þess að Úkraínu verði meinaður aðgangur að Atlantshafsbandalaginu og að aðildarlöndum í Austur-Evrópu verði vísað úr bandalaginu. Þeim kröfum var fljótt hafnað. Vesturveldin svokölluðu hafa þó sagst tilbúin til viðræðna við Rússa um vopn og viðbúnað í Evrópu. Pútín sagði frá því í gær, eftir fund með Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, að sá síðarnefndi hefði sagt vestrið opið fyrir viðræðum um eldflaugar í Evrópu, takmarkanir á heræfingum og aðrar öryggisráðstafanir. Pútín sagðist tilbúin til að ræða þessi málefni en það þyrfti einnig að ræða helstu kröfur Rússlands. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar ítrekaði Scholz þá að aðild og möguleg aðild ríkja Austur-Evrópu væri ekki til umræðu. Við það sagðist Pútín að það þyrfti að ræða núna gegnum friðsamlegt ferli.
Úkraína NATO Rússland Hernaður Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Glugginn til innrásar muni líklega lokast í þessari viku Prófessor við Háskóla Íslands segir enn mikla óvissu um stöðu Rússlands og Úkraínu þrátt fyrir nýjustu yfirlýsingar Rússa. Glugginn til innrásar muni að öllum líkindum lokast í þessari viku en Rússar muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tapa ekki stöðu sinni. 16. febrúar 2022 07:00 Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Rússlands eygja enn von á lausn Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Rússlands segjast nú vongóðir um að hægt verði að leysa Úkraínudeiluna svokölluðu á diplómatískum grundvelli. 15. febrúar 2022 07:06 Kalla eftir fundi með Rússum Mikil ólga er enn á landamærum Rússlands og Úkraínu en yfirvöld í Úkraínu hafa óskað eftir fundi með Rússum vegna stöðu mála. Óttast er að innrás sé yfirvofandi en forseti Úkraínu segist ekki hafa neinar sannanir fyrir því. 14. febrúar 2022 00:05 Tjáði Pútín að Vesturveldin myndu bregðast við af hörku ef til innrásar kæmi Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddi símleiðis við Vladímír Pútín Rússlandsforseta fyrr í dag vegna stöðunnar í Úkraínu en Rússar hafa undanfarið aukið viðbúnað sinn á landamærum Úkraínu og er óttast að þeir hyggi á innrás á næstunni. 12. febrúar 2022 23:12 Ósammála um hvað Pútín sagði Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, virðast ósammála um hvað kom fram á rúmlega fimm klukkustunda fundi þeirra í Moskvu í gær. Macron segir Pútín hafa sagt sér að Rússar myndu ekki bæta á spennuna í kringum Úkraínu. Talsmaður Pútíns segir það þó ekki rétt, 8. febrúar 2022 18:47 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Glugginn til innrásar muni líklega lokast í þessari viku Prófessor við Háskóla Íslands segir enn mikla óvissu um stöðu Rússlands og Úkraínu þrátt fyrir nýjustu yfirlýsingar Rússa. Glugginn til innrásar muni að öllum líkindum lokast í þessari viku en Rússar muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tapa ekki stöðu sinni. 16. febrúar 2022 07:00
Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Rússlands eygja enn von á lausn Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Rússlands segjast nú vongóðir um að hægt verði að leysa Úkraínudeiluna svokölluðu á diplómatískum grundvelli. 15. febrúar 2022 07:06
Kalla eftir fundi með Rússum Mikil ólga er enn á landamærum Rússlands og Úkraínu en yfirvöld í Úkraínu hafa óskað eftir fundi með Rússum vegna stöðu mála. Óttast er að innrás sé yfirvofandi en forseti Úkraínu segist ekki hafa neinar sannanir fyrir því. 14. febrúar 2022 00:05
Tjáði Pútín að Vesturveldin myndu bregðast við af hörku ef til innrásar kæmi Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddi símleiðis við Vladímír Pútín Rússlandsforseta fyrr í dag vegna stöðunnar í Úkraínu en Rússar hafa undanfarið aukið viðbúnað sinn á landamærum Úkraínu og er óttast að þeir hyggi á innrás á næstunni. 12. febrúar 2022 23:12
Ósammála um hvað Pútín sagði Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, virðast ósammála um hvað kom fram á rúmlega fimm klukkustunda fundi þeirra í Moskvu í gær. Macron segir Pútín hafa sagt sér að Rússar myndu ekki bæta á spennuna í kringum Úkraínu. Talsmaður Pútíns segir það þó ekki rétt, 8. febrúar 2022 18:47