„Ef fólk er veikt þá er það veikt og verður heima - annað er bara út í Hróa Hött“ Elísabet Inga Sigurðardóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 16. febrúar 2022 21:12 Vísir/Egill Forstjóri Hrafnistu segir að nauðsynlegt geti verið að kalla Covid smitað, einkennalaust heilbrigðisstarfsfólk til vinnu vegna mönnunvarvanda. Forstjórinn leggur áherslu á að veikir starfsmenn verði að sjálfsögðu ekki kallað til vinnu enda veikindaréttur starfsfólks tryggður. María Fjóla Harðardóttir forstjóri hjúkrunarheimila Hrafnistu segist vel finna fyrir ástandinu. Smitaðir heimilismenn beri sig blessunarlega almennt vel en mönnunarvandi setji strik í reikninginn. „Við finnum fyrir því að róðurinn er að þyngjast dag frá degi og frekar hratt. Heimilin okkar eru að missa mikið út starfsfólk í veikindi og íbúar eru að veikjast – eða smitast, þeir eru ekki mikið að veikjast sem betur fer og sama gildir um starfsfólkið þó það sé að smitast af Covid,“ segir María Fjóla. „Þetta er rosalega þéttur hópur sem þjappar sér saman þegar á reynir og hefur sýnt það síðastliðin tvö ár þrátt fyrir mikið álag. Það er ástæða fyrir árangri hjúkrunarheimila sem þau hafa sýnt í þessum heimsfaraldri; það er starfsfólkið og stjórnendur.“ María Fjóla segir nauðsynlegt að geta gripið til úrræðisins þegar þau sjái fram á að ná jafnvel ekki að manna hjúkrunarheimilin. „Eins og áður höfum við staðið frammi fyrir því að vera að velja á milli tveggja niðurstaðna eða tveggja valmöguleika: annars vegar að hafa heimilið ómannað eða hafa það mannað. Og þá að sjálfsögðu er þá betra að hafa það mannað en geta tryggt öryggi með sóttvörnum og öðru,“ segir María Fjóla. Aðspurð tekur hún undir áhyggjur Guðbjargar Pálsdóttur, formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, og ítrekar að veikindaréttur heilbrigðisstarfsfólks verði ekki brotinn. Við sé átt að fólk mæti einkennalaust í vinnu en þeir sem veikir séu fái sinn lögbundna rétt. „Að sjálfsögðu virðum við veikindaréttinn, þetta er mikilvægur réttur, og við virðum hann. Við virðum líka siðareglur hjúkrunarfræðinga en við erum að tala um að kalla inn mögulega einstaklinga sem ekki eru veikir. Ef fólk er veikt, þá er það veikt og verður heima. Annað er bara út í Hróa Hött,“ segir María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjúkrunarheimili Heilbrigðismál Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
María Fjóla Harðardóttir forstjóri hjúkrunarheimila Hrafnistu segist vel finna fyrir ástandinu. Smitaðir heimilismenn beri sig blessunarlega almennt vel en mönnunarvandi setji strik í reikninginn. „Við finnum fyrir því að róðurinn er að þyngjast dag frá degi og frekar hratt. Heimilin okkar eru að missa mikið út starfsfólk í veikindi og íbúar eru að veikjast – eða smitast, þeir eru ekki mikið að veikjast sem betur fer og sama gildir um starfsfólkið þó það sé að smitast af Covid,“ segir María Fjóla. „Þetta er rosalega þéttur hópur sem þjappar sér saman þegar á reynir og hefur sýnt það síðastliðin tvö ár þrátt fyrir mikið álag. Það er ástæða fyrir árangri hjúkrunarheimila sem þau hafa sýnt í þessum heimsfaraldri; það er starfsfólkið og stjórnendur.“ María Fjóla segir nauðsynlegt að geta gripið til úrræðisins þegar þau sjái fram á að ná jafnvel ekki að manna hjúkrunarheimilin. „Eins og áður höfum við staðið frammi fyrir því að vera að velja á milli tveggja niðurstaðna eða tveggja valmöguleika: annars vegar að hafa heimilið ómannað eða hafa það mannað. Og þá að sjálfsögðu er þá betra að hafa það mannað en geta tryggt öryggi með sóttvörnum og öðru,“ segir María Fjóla. Aðspurð tekur hún undir áhyggjur Guðbjargar Pálsdóttur, formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, og ítrekar að veikindaréttur heilbrigðisstarfsfólks verði ekki brotinn. Við sé átt að fólk mæti einkennalaust í vinnu en þeir sem veikir séu fái sinn lögbundna rétt. „Að sjálfsögðu virðum við veikindaréttinn, þetta er mikilvægur réttur, og við virðum hann. Við virðum líka siðareglur hjúkrunarfræðinga en við erum að tala um að kalla inn mögulega einstaklinga sem ekki eru veikir. Ef fólk er veikt, þá er það veikt og verður heima. Annað er bara út í Hróa Hött,“ segir María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjúkrunarheimili Heilbrigðismál Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira