„Ef fólk er veikt þá er það veikt og verður heima - annað er bara út í Hróa Hött“ Elísabet Inga Sigurðardóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 16. febrúar 2022 21:12 Vísir/Egill Forstjóri Hrafnistu segir að nauðsynlegt geti verið að kalla Covid smitað, einkennalaust heilbrigðisstarfsfólk til vinnu vegna mönnunvarvanda. Forstjórinn leggur áherslu á að veikir starfsmenn verði að sjálfsögðu ekki kallað til vinnu enda veikindaréttur starfsfólks tryggður. María Fjóla Harðardóttir forstjóri hjúkrunarheimila Hrafnistu segist vel finna fyrir ástandinu. Smitaðir heimilismenn beri sig blessunarlega almennt vel en mönnunarvandi setji strik í reikninginn. „Við finnum fyrir því að róðurinn er að þyngjast dag frá degi og frekar hratt. Heimilin okkar eru að missa mikið út starfsfólk í veikindi og íbúar eru að veikjast – eða smitast, þeir eru ekki mikið að veikjast sem betur fer og sama gildir um starfsfólkið þó það sé að smitast af Covid,“ segir María Fjóla. „Þetta er rosalega þéttur hópur sem þjappar sér saman þegar á reynir og hefur sýnt það síðastliðin tvö ár þrátt fyrir mikið álag. Það er ástæða fyrir árangri hjúkrunarheimila sem þau hafa sýnt í þessum heimsfaraldri; það er starfsfólkið og stjórnendur.“ María Fjóla segir nauðsynlegt að geta gripið til úrræðisins þegar þau sjái fram á að ná jafnvel ekki að manna hjúkrunarheimilin. „Eins og áður höfum við staðið frammi fyrir því að vera að velja á milli tveggja niðurstaðna eða tveggja valmöguleika: annars vegar að hafa heimilið ómannað eða hafa það mannað. Og þá að sjálfsögðu er þá betra að hafa það mannað en geta tryggt öryggi með sóttvörnum og öðru,“ segir María Fjóla. Aðspurð tekur hún undir áhyggjur Guðbjargar Pálsdóttur, formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, og ítrekar að veikindaréttur heilbrigðisstarfsfólks verði ekki brotinn. Við sé átt að fólk mæti einkennalaust í vinnu en þeir sem veikir séu fái sinn lögbundna rétt. „Að sjálfsögðu virðum við veikindaréttinn, þetta er mikilvægur réttur, og við virðum hann. Við virðum líka siðareglur hjúkrunarfræðinga en við erum að tala um að kalla inn mögulega einstaklinga sem ekki eru veikir. Ef fólk er veikt, þá er það veikt og verður heima. Annað er bara út í Hróa Hött,“ segir María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjúkrunarheimili Heilbrigðismál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Sjá meira
María Fjóla Harðardóttir forstjóri hjúkrunarheimila Hrafnistu segist vel finna fyrir ástandinu. Smitaðir heimilismenn beri sig blessunarlega almennt vel en mönnunarvandi setji strik í reikninginn. „Við finnum fyrir því að róðurinn er að þyngjast dag frá degi og frekar hratt. Heimilin okkar eru að missa mikið út starfsfólk í veikindi og íbúar eru að veikjast – eða smitast, þeir eru ekki mikið að veikjast sem betur fer og sama gildir um starfsfólkið þó það sé að smitast af Covid,“ segir María Fjóla. „Þetta er rosalega þéttur hópur sem þjappar sér saman þegar á reynir og hefur sýnt það síðastliðin tvö ár þrátt fyrir mikið álag. Það er ástæða fyrir árangri hjúkrunarheimila sem þau hafa sýnt í þessum heimsfaraldri; það er starfsfólkið og stjórnendur.“ María Fjóla segir nauðsynlegt að geta gripið til úrræðisins þegar þau sjái fram á að ná jafnvel ekki að manna hjúkrunarheimilin. „Eins og áður höfum við staðið frammi fyrir því að vera að velja á milli tveggja niðurstaðna eða tveggja valmöguleika: annars vegar að hafa heimilið ómannað eða hafa það mannað. Og þá að sjálfsögðu er þá betra að hafa það mannað en geta tryggt öryggi með sóttvörnum og öðru,“ segir María Fjóla. Aðspurð tekur hún undir áhyggjur Guðbjargar Pálsdóttur, formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, og ítrekar að veikindaréttur heilbrigðisstarfsfólks verði ekki brotinn. Við sé átt að fólk mæti einkennalaust í vinnu en þeir sem veikir séu fái sinn lögbundna rétt. „Að sjálfsögðu virðum við veikindaréttinn, þetta er mikilvægur réttur, og við virðum hann. Við virðum líka siðareglur hjúkrunarfræðinga en við erum að tala um að kalla inn mögulega einstaklinga sem ekki eru veikir. Ef fólk er veikt, þá er það veikt og verður heima. Annað er bara út í Hróa Hött,“ segir María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjúkrunarheimili Heilbrigðismál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Sjá meira