Lagðist sáttur á koddann eftir 70 kílómetra akstur á vélsleða Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 16. febrúar 2022 22:39 Neyðarkall frá neyðarsendi barst björgunaraðilum í gær og var fjölmennt lið björgunarsveita kallað út til að halda á jökulinn. Björgunarfélag Hornafjarðar Kristinn Ólafsson framkvæmdastjóri Grænna skáta tók þátt í björgun tveggja ferðamanna á Vatnajökli í gær. Björgunin gekk eins og í sögu og Kristinn segist hafa farið sáttur að sofa eftir langan og krefjandi dag. Kristinn hrósar samstarfsfólki og björgunarsveitarmönnum í hástert í færslu á Facebook síðu sinni. Hann segir samstarf björgunaraðila hafa gengið eins og smurð vél enda þurfi allt að ganga eftir í jafnerfiðum aðstæðum og um ræddi. Hér að neðan má sjá myndband af aðstæðum á vettvangi. Óskað var eftir snjóbíl frá Hjálparsveit skáta í Reykjavík og sleðamenn frá Björgunarfélagi Hornafjarðar tóku þátt í aðgerðunum auk snjóbíls frá Árborg. Brjálað var á svæðinu og vindhraði um þrjátíu metrar á sekúndu. „Vel gekk að finna ferðamennina og var ástand þeirra gott miðað við aðstæður. Við gáfum þeim heitt að drekka og reyndum að tryggja ástand þeirra þar til snjóbílinn kæmi. Félagar okkar frá Höfn bættust fljótlega í hópinn og hjálpuðu til á vettvangi.“ Kristinn segir heimferðina hafa gengið vel þrátt fyrir ekkert skyggni og mikinn snjóþunga. Blessunarlega hafi allir komist heilir niður af jöklinum: „Innan björgunarsveita landsins eru miklir fagmenn á öllum sviðum og það koma margir að svona aðgerð. Allt samstarf þarf að ganga eins og smurð vél. Þannig var þetta í gær.“ „Ég var sáttur þegar ég lagðist á koddann í gær eftir 740 km akstur í bíl og 70 km akstur á vélsleða á Vatnajökli í engu skyggni og ekki síst góða niðurstöðu. Ferðamennirnir sem við sóttum brugðust rétt við aðstæðum og sleppa því heilir frá þessu ævintýri.“ Hér að neðan má sjá myndband sem Kristinn setti saman af björguninni. Björgunarsveitir Fjallamennska Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Vatnajökulsþjóðgarður Tengdar fréttir Tékkarnir kaldir en í lagi með þá Björgunarsveitarmenn eru komnir að fjallgöngumönnunum tveimur sem höfðu grafið sig í fönn á Vatnajökli við Hermannaskarð og sent út neyðarkall í nótt. Ferðalangarnir verða fluttir á Höfn í Hornafirði. 15. febrúar 2022 14:50 Aðeins snjóbílar ráða við aðstæður í kolvitlausu veðri á Vatnajökli Björgunarsveitarmenn á tveimur öflugum snjóbílum eru nú á leið að þeim stað þar sem talið er að tveir erlendir fjallgöngumenn hafi grafið sig í fönn á Vatnajökli, við Hermannaskarð. Um er að ræða vana gönguskíðamenn frá Tékklandi sem hafa þverað Ísland að vetri til áður en þó aldrei farið yfir jökul. 15. febrúar 2022 13:04 Tugir leita erlends gönguskíðafólks á Vatnajökli Fimmtíu björgunarsveitarmenn frá níu björgunarsveitum eru á leið upp á Vatnajökul vegna neyðarkalls sem barst frá neyðarsendi í gærkvöldi eða nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. 15. febrúar 2022 11:17 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Sjá meira
Kristinn hrósar samstarfsfólki og björgunarsveitarmönnum í hástert í færslu á Facebook síðu sinni. Hann segir samstarf björgunaraðila hafa gengið eins og smurð vél enda þurfi allt að ganga eftir í jafnerfiðum aðstæðum og um ræddi. Hér að neðan má sjá myndband af aðstæðum á vettvangi. Óskað var eftir snjóbíl frá Hjálparsveit skáta í Reykjavík og sleðamenn frá Björgunarfélagi Hornafjarðar tóku þátt í aðgerðunum auk snjóbíls frá Árborg. Brjálað var á svæðinu og vindhraði um þrjátíu metrar á sekúndu. „Vel gekk að finna ferðamennina og var ástand þeirra gott miðað við aðstæður. Við gáfum þeim heitt að drekka og reyndum að tryggja ástand þeirra þar til snjóbílinn kæmi. Félagar okkar frá Höfn bættust fljótlega í hópinn og hjálpuðu til á vettvangi.“ Kristinn segir heimferðina hafa gengið vel þrátt fyrir ekkert skyggni og mikinn snjóþunga. Blessunarlega hafi allir komist heilir niður af jöklinum: „Innan björgunarsveita landsins eru miklir fagmenn á öllum sviðum og það koma margir að svona aðgerð. Allt samstarf þarf að ganga eins og smurð vél. Þannig var þetta í gær.“ „Ég var sáttur þegar ég lagðist á koddann í gær eftir 740 km akstur í bíl og 70 km akstur á vélsleða á Vatnajökli í engu skyggni og ekki síst góða niðurstöðu. Ferðamennirnir sem við sóttum brugðust rétt við aðstæðum og sleppa því heilir frá þessu ævintýri.“ Hér að neðan má sjá myndband sem Kristinn setti saman af björguninni.
Björgunarsveitir Fjallamennska Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Vatnajökulsþjóðgarður Tengdar fréttir Tékkarnir kaldir en í lagi með þá Björgunarsveitarmenn eru komnir að fjallgöngumönnunum tveimur sem höfðu grafið sig í fönn á Vatnajökli við Hermannaskarð og sent út neyðarkall í nótt. Ferðalangarnir verða fluttir á Höfn í Hornafirði. 15. febrúar 2022 14:50 Aðeins snjóbílar ráða við aðstæður í kolvitlausu veðri á Vatnajökli Björgunarsveitarmenn á tveimur öflugum snjóbílum eru nú á leið að þeim stað þar sem talið er að tveir erlendir fjallgöngumenn hafi grafið sig í fönn á Vatnajökli, við Hermannaskarð. Um er að ræða vana gönguskíðamenn frá Tékklandi sem hafa þverað Ísland að vetri til áður en þó aldrei farið yfir jökul. 15. febrúar 2022 13:04 Tugir leita erlends gönguskíðafólks á Vatnajökli Fimmtíu björgunarsveitarmenn frá níu björgunarsveitum eru á leið upp á Vatnajökul vegna neyðarkalls sem barst frá neyðarsendi í gærkvöldi eða nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. 15. febrúar 2022 11:17 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Sjá meira
Tékkarnir kaldir en í lagi með þá Björgunarsveitarmenn eru komnir að fjallgöngumönnunum tveimur sem höfðu grafið sig í fönn á Vatnajökli við Hermannaskarð og sent út neyðarkall í nótt. Ferðalangarnir verða fluttir á Höfn í Hornafirði. 15. febrúar 2022 14:50
Aðeins snjóbílar ráða við aðstæður í kolvitlausu veðri á Vatnajökli Björgunarsveitarmenn á tveimur öflugum snjóbílum eru nú á leið að þeim stað þar sem talið er að tveir erlendir fjallgöngumenn hafi grafið sig í fönn á Vatnajökli, við Hermannaskarð. Um er að ræða vana gönguskíðamenn frá Tékklandi sem hafa þverað Ísland að vetri til áður en þó aldrei farið yfir jökul. 15. febrúar 2022 13:04
Tugir leita erlends gönguskíðafólks á Vatnajökli Fimmtíu björgunarsveitarmenn frá níu björgunarsveitum eru á leið upp á Vatnajökul vegna neyðarkalls sem barst frá neyðarsendi í gærkvöldi eða nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. 15. febrúar 2022 11:17