Torres tryggði Börsungum jafntefli Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. febrúar 2022 19:45 Ferran Torres skoraði jöfnunarmark Börsunga í kvöld. David S. Bustamante/Soccrates/Getty Images Ferran Torres skoraði jöfnunarmark Börsunga af vítapunktinum er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Napoli í stórleik kvöldsins í Evrópudeildinni í fótbolta. Það voru gestirnir frá Napoli sem voru fyrri til að brjóta ísinn, en þar var að verki Piotr Zielinski eftir tæplega hálftíma leik. Ekki urðu mörkin fleiri í fyrri hálfleik og staðan var því 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Aftur dró til tíðinda á 59. mínútu þegar Börsungar fengu vítaspynu. Ferran Torres fór á punktinn fyrir heimamenn og setti boltann í netið fram hjá Alex Meret í marki Napoli. Heimamenn voru sterkari aðilinn það sem eftir lifði leiks, en ekki tókst þeim að finna sigurmarkið og niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli. Liðin mætast á ný að viku liðinni á Ítalíu í leik þar sem allt er undir. Liðið sem ber sigur úr býtum í þeim leik tryggir sér sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar, en það lið sem tapar situr eftir með sárt ennið. Evrópudeild UEFA
Ferran Torres skoraði jöfnunarmark Börsunga af vítapunktinum er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Napoli í stórleik kvöldsins í Evrópudeildinni í fótbolta. Það voru gestirnir frá Napoli sem voru fyrri til að brjóta ísinn, en þar var að verki Piotr Zielinski eftir tæplega hálftíma leik. Ekki urðu mörkin fleiri í fyrri hálfleik og staðan var því 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Aftur dró til tíðinda á 59. mínútu þegar Börsungar fengu vítaspynu. Ferran Torres fór á punktinn fyrir heimamenn og setti boltann í netið fram hjá Alex Meret í marki Napoli. Heimamenn voru sterkari aðilinn það sem eftir lifði leiks, en ekki tókst þeim að finna sigurmarkið og niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli. Liðin mætast á ný að viku liðinni á Ítalíu í leik þar sem allt er undir. Liðið sem ber sigur úr býtum í þeim leik tryggir sér sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar, en það lið sem tapar situr eftir með sárt ennið.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti