Telur einkvæni vera óheilbrigt Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 17. febrúar 2022 17:01 Bandaríski þáttastjórnandinn Nick Cannon lýsti því yfir í hlaðvarpi í gær að honum þætti einkvæni jaðra við sjálfselsku og eignarhald. Getty/ Bruce Glikas Bandaríski þáttastjórnandinn Nick Cannon opnaði sig um ástarlíf sitt í hlaðvarpi í gær. Þar lýsti hann því meðal annars yfir að hann tengdi einkvæni við sjálfselsku og eignarhald. Sambandsráðgjafinn Dr. Laura Berman ræddi við Cannon í hlaðvarpinu The Language of Love. Í þættinum svaraði Cannon meðal annars þeirri spurningu hvort öll börnin hans átta hefðu verið plönuð, en hann á börnin með fimm konum. „Ég tek fulla ábyrgð. Ef ég stunda óvarið kynlíf með konu þá er mögulegt að við munum eignast barn. Ég ber það mikla virðingu fyrir sjálfum mér að ef ég er kominn á þann stað með konu að taka af mér smokkinn, þá er það af því ég hef hugsað með mér að hún geti orðið barnsmóðir mín,“ segir Cannon. Cannon var giftur söngkonunni Mariuh Carey í átta ár. Þau eignuðust tvíburana Moroccan og Monroe árið 2011. Hann eignaðist svo Golden Sagon árið 2017 og Powerful Queen árið 2020 með fegurðardrottningunni Brittany Bell, en þau áttu í nokkurra ára slitróttu ástarsambandi. View this post on Instagram A post shared by NICK CANNON (@nickcannon) Fimm börn undir tveggja ára Mánuði eftir fæðingu Powerful Queen bárust þær fregnir að Cannon ætti von á öðru barni eða réttara sagt þremur börnum. Hann eignaðist tvíburana Zion Mixolydian og Zillion Heir með plötusnúðnum Abby De La Rosa þann 14. júní á síðasta ári. Aðeins níu dögum síðar eignaðist hann soninn Zen með fegurðardrottningunni Alyssu Scott, en hann var fljótt greindur með heilaæxli og lést hann í desember sama ár. Sjá einnig: Sjöunda barn Nick Cannon lést á sunnudag Aðeins mánuði eftir andlát Zen tilkynnti Cannon að hann ætti von á áttunda barninu með fyrirsætunni Bre Tiesi. Það mun þá vera hans fimmta barn á tæplega tveimur árum. View this post on Instagram A post shared by NICK CANNON (@nickcannon) Stundar ekki óvarið kynlíf með hvaða konu sem er vegna sýklafóbíu „Mér finnst allar konur sem ég hef eignast barn með vera frábærar mæður og ég hef alveg hugsað: Vá hvað hún verður góð móðir, hún þráir að eignast börn. Ég get ekki beðið eftir því að sjá hana í móðurhlutverkinu. Að því leyti voru börnin plönuð,“ segir Cannon. Hann segist alls ekki stunda óvarið kynlíf með hvaða konu sem er þar sem hann sé með sýklafóbíu á háu stigi. Þrátt fyrir að hafa verið giftur söngkonunni Mariuh Carey virðist Cannon ekki hafa mikið álit á hjónabandi, með hjónabandi séu tveir aðilar að lýsa því yfir að þeir séu ekki einhleypir. „Tvær manneskjur ákveða bara að þær meti samband sitt svo mikils að þær vilji ekki leyfa öðrum að vera hluti af því sambandi og þeirri orku sem þær eiga sín á milli. Mér finnst einkvæni ekki vera heilbrigt. Mér finnst það jaðra við sjálfselsku og eignarhald.“ Hollywood Ástin og lífið Tengdar fréttir Sjöunda barn Nick Cannon lést á sunnudag Bandaríski þáttastjórnandinn Nick Cannon greindi frá því í þætti sínum að Zen, sonur hans og fyrirsætunnar Alyssu Scott, lést á sunnudag. Drengurinn greindist tveggja mánaða með heilaæxli og ástandið versnaði svo mikið yfir Þakkargjörðarhátíðina. 8. desember 2021 11:15 Mest lesið Nýju fötin forsetans Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Fleiri fréttir Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Sjá meira
Sambandsráðgjafinn Dr. Laura Berman ræddi við Cannon í hlaðvarpinu The Language of Love. Í þættinum svaraði Cannon meðal annars þeirri spurningu hvort öll börnin hans átta hefðu verið plönuð, en hann á börnin með fimm konum. „Ég tek fulla ábyrgð. Ef ég stunda óvarið kynlíf með konu þá er mögulegt að við munum eignast barn. Ég ber það mikla virðingu fyrir sjálfum mér að ef ég er kominn á þann stað með konu að taka af mér smokkinn, þá er það af því ég hef hugsað með mér að hún geti orðið barnsmóðir mín,“ segir Cannon. Cannon var giftur söngkonunni Mariuh Carey í átta ár. Þau eignuðust tvíburana Moroccan og Monroe árið 2011. Hann eignaðist svo Golden Sagon árið 2017 og Powerful Queen árið 2020 með fegurðardrottningunni Brittany Bell, en þau áttu í nokkurra ára slitróttu ástarsambandi. View this post on Instagram A post shared by NICK CANNON (@nickcannon) Fimm börn undir tveggja ára Mánuði eftir fæðingu Powerful Queen bárust þær fregnir að Cannon ætti von á öðru barni eða réttara sagt þremur börnum. Hann eignaðist tvíburana Zion Mixolydian og Zillion Heir með plötusnúðnum Abby De La Rosa þann 14. júní á síðasta ári. Aðeins níu dögum síðar eignaðist hann soninn Zen með fegurðardrottningunni Alyssu Scott, en hann var fljótt greindur með heilaæxli og lést hann í desember sama ár. Sjá einnig: Sjöunda barn Nick Cannon lést á sunnudag Aðeins mánuði eftir andlát Zen tilkynnti Cannon að hann ætti von á áttunda barninu með fyrirsætunni Bre Tiesi. Það mun þá vera hans fimmta barn á tæplega tveimur árum. View this post on Instagram A post shared by NICK CANNON (@nickcannon) Stundar ekki óvarið kynlíf með hvaða konu sem er vegna sýklafóbíu „Mér finnst allar konur sem ég hef eignast barn með vera frábærar mæður og ég hef alveg hugsað: Vá hvað hún verður góð móðir, hún þráir að eignast börn. Ég get ekki beðið eftir því að sjá hana í móðurhlutverkinu. Að því leyti voru börnin plönuð,“ segir Cannon. Hann segist alls ekki stunda óvarið kynlíf með hvaða konu sem er þar sem hann sé með sýklafóbíu á háu stigi. Þrátt fyrir að hafa verið giftur söngkonunni Mariuh Carey virðist Cannon ekki hafa mikið álit á hjónabandi, með hjónabandi séu tveir aðilar að lýsa því yfir að þeir séu ekki einhleypir. „Tvær manneskjur ákveða bara að þær meti samband sitt svo mikils að þær vilji ekki leyfa öðrum að vera hluti af því sambandi og þeirri orku sem þær eiga sín á milli. Mér finnst einkvæni ekki vera heilbrigt. Mér finnst það jaðra við sjálfselsku og eignarhald.“
Hollywood Ástin og lífið Tengdar fréttir Sjöunda barn Nick Cannon lést á sunnudag Bandaríski þáttastjórnandinn Nick Cannon greindi frá því í þætti sínum að Zen, sonur hans og fyrirsætunnar Alyssu Scott, lést á sunnudag. Drengurinn greindist tveggja mánaða með heilaæxli og ástandið versnaði svo mikið yfir Þakkargjörðarhátíðina. 8. desember 2021 11:15 Mest lesið Nýju fötin forsetans Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Fleiri fréttir Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Sjá meira
Sjöunda barn Nick Cannon lést á sunnudag Bandaríski þáttastjórnandinn Nick Cannon greindi frá því í þætti sínum að Zen, sonur hans og fyrirsætunnar Alyssu Scott, lést á sunnudag. Drengurinn greindist tveggja mánaða með heilaæxli og ástandið versnaði svo mikið yfir Þakkargjörðarhátíðina. 8. desember 2021 11:15
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning