„Menn eru komnir í harðsvíraðan fjárhættuspilarekstur“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. febrúar 2022 15:26 Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, segir að Háskóla Íslands sé ekki stætt á að halda áfram á sömu braut. Menn séu komnir langt út fyrir það sem upphaflega stóð til. VÍSIR/ARNAR Ámælisvert er að beita ekki öllum ráðum til að tryggja ábyrga spilun í spilakössum. Þetta er niðurstaða starfshóps um tekjuöflun Happdrættis Háskóla Íslands. Starfshópurinn réðst í verkefnið að frumkvæði Jóns Atla Benediktssonar rektors Háskóla Íslands. Skýrslan kom út í júní í fyrra en ekki gerð opinber fyrr en nú. Starfshópurinn telur að hvorki samkeppnissjónarmið né mögulegt tekjutap dugi til að slá því á frest að grípa til aðgerða sem tryggja ábyrga spilun. Happdrætti Háskóla Íslands beri að leggja sérstaka áherslu á skaðaminnkandi aðgerðir. „Niðurstöður innlendra og erlendra rannsókna sýna einnig fram á skýr tengsl milli spilavanda og notkunar spilakassa.“ Alma Hafsteinsdóttir er formaður samtaka áhugafólks um spilafíkn. Hún furðar sig á því að skýrslan sé fyrst gerð opinber núna. „Við gerum alvarlegar athugasemdir við það að rektor Háskóla Íslands hafi verið ljóst í júní að fjármagnið sem er að koma í gegnum þessa spilakassa sé að koma frá spilafíklum. Við höfum vissulega talað um að háskólanum sé ekki stætt á að standa í þessum rekstri en það hefur ekki verið tekið mark á okkur.“ Jón Atli segir að ákvörðun hafi verið tekin um að slá birtingu skýrslunnar á frest vegna alþingiskosninga og ráðherraskipta. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.Vísir/Egill Jóni Atla hafi þótt eðlilegt að Jón Gunnarsson nýr dómsmálaráðherra fengi að mynda sér skoðun á málinu í ljósi þess að þetta sé sá rammi sem Alþingi hafi skapað skólanum. Hann segist taka málið alvarlega og leggja áherslu á skaðaminnkandi aðgerðir. „Það er nauðsynlegt að horfa á málið heildstætt eins og kemur fram í skýrslunni. Þetta er sú leið sem valin hefur verið til þess að Háskóli Íslands fjármagni sínar byggingar og viðhald; það er í gegnum Happdrættið svo að við þurfum bara að fara yfir þetta með stjórnvöldum. Við getum ekki tekið neinar einhliða ákvarðanir um að fara út úr þessu vegna þess að það myndi hafa mjög alvarleg áhrif á okkar stöðu en með því að fara í þessa vinnu með þessari skýrslu og þá vinnu sem Happdrættið hefur farið í erum við að beita okkur fyrir því að það verði meiri ábyrgð sem búi þarna að baki. Þessi starfshópur sem skilaði niðurstöðum þarna, hann var skipaður af mér til þess að fara yfir málið vegna þess að við tökum þetta mjög alvarlega,“ sagði Jón Atli. Jón Atli og formaður nefndarinnar hittu dómsmálaráðherra í janúar og ræddu um niðurstöður starfshópsins. „Stjórnvöld hafa skapað okkur þennan ramma. Þetta er samkvæmt lögum sem við vinnum; lögum um Happdrætti Háskólans og þessa fjármögnun.“ Nú þegar það liggur fyrir að það eru meira og minna spilafíklar sem halda uppi rekstrinum, er ekki óhætt að segja að tíminn sé á þrotum og að hver einasta vika skipti þá máli með núverandi fyrirkomulag? „Ég get bara ekki tjáð mig um það en við höfum bara nálgast þetta mál þannig að við höfum beitt okkur fyrir skaðaminnkun með Happdrættinu sem hefur verið leiðandi hvað það varðar.“ Dómsmálaráðherra segir í samtali við fréttastofu að hann muni ekki tjá sig um málið fyrr en starfshópur á vegum dómsmálaráðuneytisins muni skila af sér skýrslu um sama málefni. Alma er ein þeirra sem situr í nefndinni. Hún segir að nefndin hafi ekki komið saman síðan á fundi í nóvember og að niðurstöðu sé ekki að vænta í bráð. Starfshópurinn segir að bæði innlendar og erlendar rannsóknir sýni að fram á skýr tengsl á milli spilavanda og notkunar spilakassa.Vísir/Vilhelm Fréttastofa greindi frá því á dögunum að fyrirtækið Háspenna, sem er rekstraraðili spilakassa á vegum HHÍ hafi fengið 17 milljónir í lokunarstyrk árið 2020 vegna faraldursins en greitt eigendum sínum út 12 milljónir í arð það sama ár. Alma segir að menn séu komnir langt út fyrir það sem upphaflega stóð til. „Við höfum lengi gagnrýnt þetta. Menn eru komnir langt út fyrir það sem upphaflega stóð til. Upphaflega átti þetta að vera fjáröflunarverkefni og einhver fjáröflunarleið fyrir Háskóla Íslands, Rauða Krossinn og Landsbjörg en reyndar var SÁÁ inn í þessu en dró sig úr. Menn eru komnir í harðsvíraðan fjárhættuspilarekstur og það eru einkaaðilar hér í samfélaginu sem hafa verulega hagsmuni af þessum rekstri og það er eitthvað sem stóð aldrei til. Spilafíklar standa undir hagnaði fyrirtækja og þetta er kannski svona það ljótasta sem við höfum séð.“ Hér má nálgast skýrslu starfshópsins. Fjallað var um spilafíkn í Kompás fyrir tæpum tveimur árum. Þáttinn má sjá hér að neðan. Háskólar Fíkn Fjárhættuspil Tengdar fréttir Mögulegt tekjutap ekki næg rök til að slá aðgerðum á frest Háskóla Íslands ber að leggja áherslu á skaðaminnkandi aðgerðir í tengslum við rekstur spilakassa með því að hvetja Happdrætti Háskóla Íslands til að taka sem fyrst nauðsynleg skref til innleiðingar spilakorta. 17. febrúar 2022 08:57 Segir spilafíkla fjármagna kaup HÍ á Hótel Sögu „Spilafíklar kaupa Bændahöllina“ segir Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, í skoðanapistli sem birtist í helgarblaði Morgunblaðsins. Hann kallar eftir því að Háskóli Íslands og aðrir hagsmunaaðilar hætti rekstri spilakassa. 20. desember 2021 12:29 Kæra Happdrætti háskólans og Háspennu til lögreglu Samtök áhugafólks um spilafíkn (SÁS) hafa kært Happdrætti Háskóla Íslands og Háspennu ehf. til lögreglu. Samtökin segja þær undanþágur sem HHÍ nýtur frá lögum um fjárhættuspil ekki fela í sér heimildir til að útvista rekstri spilakassa til annarra. 22. september 2021 07:06 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Starfshópurinn telur að hvorki samkeppnissjónarmið né mögulegt tekjutap dugi til að slá því á frest að grípa til aðgerða sem tryggja ábyrga spilun. Happdrætti Háskóla Íslands beri að leggja sérstaka áherslu á skaðaminnkandi aðgerðir. „Niðurstöður innlendra og erlendra rannsókna sýna einnig fram á skýr tengsl milli spilavanda og notkunar spilakassa.“ Alma Hafsteinsdóttir er formaður samtaka áhugafólks um spilafíkn. Hún furðar sig á því að skýrslan sé fyrst gerð opinber núna. „Við gerum alvarlegar athugasemdir við það að rektor Háskóla Íslands hafi verið ljóst í júní að fjármagnið sem er að koma í gegnum þessa spilakassa sé að koma frá spilafíklum. Við höfum vissulega talað um að háskólanum sé ekki stætt á að standa í þessum rekstri en það hefur ekki verið tekið mark á okkur.“ Jón Atli segir að ákvörðun hafi verið tekin um að slá birtingu skýrslunnar á frest vegna alþingiskosninga og ráðherraskipta. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.Vísir/Egill Jóni Atla hafi þótt eðlilegt að Jón Gunnarsson nýr dómsmálaráðherra fengi að mynda sér skoðun á málinu í ljósi þess að þetta sé sá rammi sem Alþingi hafi skapað skólanum. Hann segist taka málið alvarlega og leggja áherslu á skaðaminnkandi aðgerðir. „Það er nauðsynlegt að horfa á málið heildstætt eins og kemur fram í skýrslunni. Þetta er sú leið sem valin hefur verið til þess að Háskóli Íslands fjármagni sínar byggingar og viðhald; það er í gegnum Happdrættið svo að við þurfum bara að fara yfir þetta með stjórnvöldum. Við getum ekki tekið neinar einhliða ákvarðanir um að fara út úr þessu vegna þess að það myndi hafa mjög alvarleg áhrif á okkar stöðu en með því að fara í þessa vinnu með þessari skýrslu og þá vinnu sem Happdrættið hefur farið í erum við að beita okkur fyrir því að það verði meiri ábyrgð sem búi þarna að baki. Þessi starfshópur sem skilaði niðurstöðum þarna, hann var skipaður af mér til þess að fara yfir málið vegna þess að við tökum þetta mjög alvarlega,“ sagði Jón Atli. Jón Atli og formaður nefndarinnar hittu dómsmálaráðherra í janúar og ræddu um niðurstöður starfshópsins. „Stjórnvöld hafa skapað okkur þennan ramma. Þetta er samkvæmt lögum sem við vinnum; lögum um Happdrætti Háskólans og þessa fjármögnun.“ Nú þegar það liggur fyrir að það eru meira og minna spilafíklar sem halda uppi rekstrinum, er ekki óhætt að segja að tíminn sé á þrotum og að hver einasta vika skipti þá máli með núverandi fyrirkomulag? „Ég get bara ekki tjáð mig um það en við höfum bara nálgast þetta mál þannig að við höfum beitt okkur fyrir skaðaminnkun með Happdrættinu sem hefur verið leiðandi hvað það varðar.“ Dómsmálaráðherra segir í samtali við fréttastofu að hann muni ekki tjá sig um málið fyrr en starfshópur á vegum dómsmálaráðuneytisins muni skila af sér skýrslu um sama málefni. Alma er ein þeirra sem situr í nefndinni. Hún segir að nefndin hafi ekki komið saman síðan á fundi í nóvember og að niðurstöðu sé ekki að vænta í bráð. Starfshópurinn segir að bæði innlendar og erlendar rannsóknir sýni að fram á skýr tengsl á milli spilavanda og notkunar spilakassa.Vísir/Vilhelm Fréttastofa greindi frá því á dögunum að fyrirtækið Háspenna, sem er rekstraraðili spilakassa á vegum HHÍ hafi fengið 17 milljónir í lokunarstyrk árið 2020 vegna faraldursins en greitt eigendum sínum út 12 milljónir í arð það sama ár. Alma segir að menn séu komnir langt út fyrir það sem upphaflega stóð til. „Við höfum lengi gagnrýnt þetta. Menn eru komnir langt út fyrir það sem upphaflega stóð til. Upphaflega átti þetta að vera fjáröflunarverkefni og einhver fjáröflunarleið fyrir Háskóla Íslands, Rauða Krossinn og Landsbjörg en reyndar var SÁÁ inn í þessu en dró sig úr. Menn eru komnir í harðsvíraðan fjárhættuspilarekstur og það eru einkaaðilar hér í samfélaginu sem hafa verulega hagsmuni af þessum rekstri og það er eitthvað sem stóð aldrei til. Spilafíklar standa undir hagnaði fyrirtækja og þetta er kannski svona það ljótasta sem við höfum séð.“ Hér má nálgast skýrslu starfshópsins. Fjallað var um spilafíkn í Kompás fyrir tæpum tveimur árum. Þáttinn má sjá hér að neðan.
Háskólar Fíkn Fjárhættuspil Tengdar fréttir Mögulegt tekjutap ekki næg rök til að slá aðgerðum á frest Háskóla Íslands ber að leggja áherslu á skaðaminnkandi aðgerðir í tengslum við rekstur spilakassa með því að hvetja Happdrætti Háskóla Íslands til að taka sem fyrst nauðsynleg skref til innleiðingar spilakorta. 17. febrúar 2022 08:57 Segir spilafíkla fjármagna kaup HÍ á Hótel Sögu „Spilafíklar kaupa Bændahöllina“ segir Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, í skoðanapistli sem birtist í helgarblaði Morgunblaðsins. Hann kallar eftir því að Háskóli Íslands og aðrir hagsmunaaðilar hætti rekstri spilakassa. 20. desember 2021 12:29 Kæra Happdrætti háskólans og Háspennu til lögreglu Samtök áhugafólks um spilafíkn (SÁS) hafa kært Happdrætti Háskóla Íslands og Háspennu ehf. til lögreglu. Samtökin segja þær undanþágur sem HHÍ nýtur frá lögum um fjárhættuspil ekki fela í sér heimildir til að útvista rekstri spilakassa til annarra. 22. september 2021 07:06 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Mögulegt tekjutap ekki næg rök til að slá aðgerðum á frest Háskóla Íslands ber að leggja áherslu á skaðaminnkandi aðgerðir í tengslum við rekstur spilakassa með því að hvetja Happdrætti Háskóla Íslands til að taka sem fyrst nauðsynleg skref til innleiðingar spilakorta. 17. febrúar 2022 08:57
Segir spilafíkla fjármagna kaup HÍ á Hótel Sögu „Spilafíklar kaupa Bændahöllina“ segir Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, í skoðanapistli sem birtist í helgarblaði Morgunblaðsins. Hann kallar eftir því að Háskóli Íslands og aðrir hagsmunaaðilar hætti rekstri spilakassa. 20. desember 2021 12:29
Kæra Happdrætti háskólans og Háspennu til lögreglu Samtök áhugafólks um spilafíkn (SÁS) hafa kært Happdrætti Háskóla Íslands og Háspennu ehf. til lögreglu. Samtökin segja þær undanþágur sem HHÍ nýtur frá lögum um fjárhættuspil ekki fela í sér heimildir til að útvista rekstri spilakassa til annarra. 22. september 2021 07:06
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent