Háskólar

Fréttamynd

Vísinda­rannsóknir og þróun – til um­hugsunar í til­tekt

Íslenskt vísindasamfélag hefur um árabil haft þungar áhyggjur af óviðunandi fjárveitingum til vísinda og rannsókna. Þegar fjárlagafrumvarpið var kynnt undir yfirskriftinni „Tiltekt og umbætur“ (Stjórnarráð 2025, 8. september) vakti það blendnar tilfinningar meðal vísindafólks.

Skoðun
Fréttamynd

Bein út­sending: Opnunar­mál­stofa Mennta­kviku - Kennara­menntun í deiglunni

Menntavísindasvið Háskóla Íslands stendur fyrir opnunarviðburði Menntakviku í Sögu á milli klukkan 14:30 og 16 í dag. Hægt verður að fylgjast með málþinginu í beinu streymi. Þar verður staða og framtíð kennaramenntunar á Íslandi til umræðu og áhersla lögð á grunnskólastigið sem enn sé eina skyldubundna námið á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Kom ráð­herra á ó­vart að við­ræðum hefði verið slitið

Logi Már Einarsson ráðherra háskólamála segir ákvörðun Háskólaráðs Háskólans á Akureyri um að slíta viðræðum um sameiningu við Háskólann á Bifröst hafa komið sér á óvart. Ekkert slíkt hafi verið í farvatninu þegar hann ræddi við rektora skólanna fyrir fáeinum vikum síðan.

Innlent
Fréttamynd

Hætt við sam­einingu HA og Há­skólans á Bif­röst

Háskólaráð Háskólans á Akureyri hefur ákveðið að hætta frekari viðræðum um sameiningu við Háskólann á Bifröst og hefur tilkynnt stjórnendum skólans um ákvörðun sína ásamt menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytinu. Niðurstaðan var samþykkt einróma og gerð að vandlega athuguðu máli.

Innlent
Fréttamynd

Sam­eining sem eflir ís­lenskan land­búnað

Nýverið kom fram að háskólaráðuneytið vinni að því að Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ) verði hluti af háskólasamstæðu Háskóla Íslands. Vafalaust eru talsverð tækifæri fólgin bæði í rannsóknum og kennslu með sameiningu. En í upphafi skal endirinn skoða.

Skoðun
Fréttamynd

„Við viljum bara finna fyrir öryggi“

Íbúi á stúdentagörðum háskólans segist vilja finna fyrir öryggi en ekki ógn eftir ítrekuð innbrot undanfarið. Óboðnir gestir gerðu sig meðal annars heimakomna í kjallara hússins þar sem þeir gerðu þarfir sínar á gólfið.

Innlent
Fréttamynd

Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn

Ekki hafa liðið níu dagar frá byrjun skólaársins án þess að brotist hafi verið inn í Gamla Garð, stúdentaíbúðir við Háskóla Íslands. Íbúarnir settu upp skilti þar sem taldir eru dagarnir síðan síðast var brotist inn en það er aftur komið niður í núll. Innbrotsþjófarnir létu til skarar skríða í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Telja dagana frá síðasta inn­broti

Íbúar Gamla Garðs, stúdentaíbúða á vegum Háskóla Íslands, hafa sett upp skilti þar sem taldir eru dagarnir síðan að síðast var brotist inn í húsið. Óprúttnir aðilar höfðu gert sig heimakomna þar, ítrekað stolið mat íbúanna og haft uppi ógnandi hegðun.

Innlent
Fréttamynd

Að­eins helmingur telur sig við góða heilsu

Einungis helmingur stórs hóps 36 ára Íslendingar sem tekur þátt í gagnasöfnun Heilsuferðalagsins telur sig við góða heilsu. Um helmingur þeirra er einnig í ofþyngd og fimmtungur þeirra á við offitu að stríða.

Innlent
Fréttamynd

Harma á­form stjórn­valda sem heimila hækkun gjalda

Landssamtök íslenskra stúdenta, LÍS, harma ákvörðun stjórnvalda um að heimila opinberum háskólum að innheimta hærri skrásetningargjöld. Í tilkynningu frá samtökunum er þess getið að gjaldið hafi verið úrskurðað ólögmætt árið 2023 og að enn sé beiðið eftir niðurstöðu áfrýjunarnefndar vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Við hvað erum við hrædd?

Það er merkilegt að fylgjast með þeirri spennu sem myndast hefur í kringum fyrirhugaða sameiningu Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst. Ég sat vinnustofu fyrir hönd nemenda þar sem þessi mál voru rædd af alvöru og einlægni. Það sem kom mér mest á óvart var ekki endilega andstaðan sjálf – heldur röksemdirnar (eða skortur á þeim) sem lágu að baki.

Skoðun
Fréttamynd

Laga­nemar bjóða leigj­endum á­fram upp á fría ráð­gjöf

Laganemar við Háskóla Íslands munu áfram bjóða leigjendum upp á ókeypis ráðgjöf eftir að samkomulag náðist um áframhaldandi starfsemi Leigjendalínunnar svokölluðu. Alls leituðu um sjötíu leigjendur aðstoðar hjá Leigjendalínunni á síðasta skólaári og hafa algengustu spurningarnar um riftun leifusamninga og kröfur um tryggingafé.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bar­áttunni lauk með ís­lenskum ríkis­borgara­rétti

Roberto Luigi Pagani, aðjúnkt í íslensku sem annað tungumál við Háskóla Íslands og doktorsefni í íslenskum málvísindum, er orðinn íslenskur ríkisborgari. Hann greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni og birtir bréf sem staðfestir ríkisborgararéttinn.

Innlent
Fréttamynd

Er með hug­mynd að nafni sem gæti vel gengið

Bæjarráð Akureyrar hefur óskað eftir fundi með háskólaráðherra og rektor Háskólans á Akureyri til að óska eftir því að sameinaður háskóli Bifrastar og Akureyrar verði kenndur við Akureyri. Nafnið sé ekki aðeins tilfinningamál heldur hagsmunamál fyrir sveitarfélagið að mati formanns bæjarstjórnar. Hann stingur upp á því að skólinn verði kenndur bæði við Akureyri og Bifröst.

Innlent
Fréttamynd

Enn deilt um sam­einingu: „Í raun sé verið að leggja niður Há­skólann á Akur­eyri“

Bæjarráð Akureyrar hefur óskað eftir fundi með háskólaráðherra og rektor Háskólans á Akureyri vegna fyrirhugaðrar sameiningar skólans og Háskólans á Bifröst. Krafa um að sameinaður háskóli fái nýtt nafn jafngildi því að Háskólinn á Akureyri verði lagður niður sem bæjarráð segir óásættanlegt. Nemendur óttast útibúsvæðingu en deildarstjóri við Háskólann á Bifröst segir sveitarstjórnina standa í vegi stórra tækifæra með þröngsýni sinni.

Innlent
Fréttamynd

Á­kall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauð­syn“

Það er ákall í samfélaginu um að efla kennslu íslensku sem annars máls og mikilvægt að auka samstarf og efla íslensku sem annað mál sem sérstaka faggrein. Íslendingar þurfi í auknum mæli að gefa fólki tækifæri og sýna þolinmæði gagnvart þeim sem eru að læra, eða vilja læra tungumálið. Þetta segir Ingibjörg Sigurðardóttir, aðjúnkt við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri.

Innlent
Fréttamynd

Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga

Stúdentar skilja hvorki upp né niður í ákvörðun ráðherra háskólamála að hækka skráningargjald í opinbera háskóla um þriðjung, á sama tíma og mikil óvissa ríkir um lögmæti þeirra. „Stúdentar eru allir sammála um það að þessi skráningargjöld eru í raun og veru skólagjöld,“ segir forseti SHÍ.

Innlent
Fréttamynd

Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sann­leikann

Logi Einarsson menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra leggur til að skrásetningargjöld í Háskóla Íslands hækki úr 75.000 í 100.000 kr, sem er hófleg hækkun miðað við það sem Silja Bára, rektor HÍ, óskaði eftir eða 180.000 kr. Við í Vöku fögnum ákvörðun Loga að fara ekki svo geyst í hækkunina en höfnun því algjörlega að til hækkunar þurfi eða eigi að koma.

Skoðun
Fréttamynd

Bein út­sending: Borgar sig að van­meta menntun?

„Borgar sig að van­meta menntun?“ er yfirskrift málþings sem BHM hefur boðað til og fer fram í Grósku milli klukkan 15 og 17 í dag. Tilefnið er útgáfa nýrrar skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um virði háskólamenntunar sem unnin var fyrir BHM. Hægt verður að fylgjast með málþinginu í beinu streymi. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Borgar sig að van­meta menntun?

Í dag verður gefin út skýrsla Hagfræðistofnunar HÍ um virði háskólamenntunar. Þetta er í annað sinn sem stofnunin vinnur slíka skýrslu fyrir BHM og bætir nýja skýrslan umtalsvert við þekkingu okkar og dýpkar skilning á þessum mikilvæga þætti í starfsumhverfi háskólamenntaðra stétta.

Skoðun
Fréttamynd

Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur

Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hefur lagt til að skrásetningargjöld í opinbera háskóla á Íslandi geti orðið allt að 100 þúsund krónur fyrir skólaárið. Skrásetningargjöldin eru 75 þúsund krónur í dag og hafa verið óbreytt frá árinu 2014. Samþykki Alþingi tillöguna kæmi hún til framkvæmda á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Gestur Guð­munds­son er látinn

Gestur Guðmundsson lést í gær, 74 ára að aldri. Hann var félagsfræðingur, fræðimaður og rithöfundur sem markaði djúp spor í íslenskt menningar- og fræðasamfélag.

Innlent
Fréttamynd

Há­skólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inn­töku alþjóð­legra nema

Silja Bára Ómarsdóttir rektor Háskóla Íslands segir enga stefnubreytingu hafa orðið innan háskólans og reglur ekki verið hertar hvað varðar alþjóðlega nemendur. Hluti nemenda sem eru enn að bíða eftir dvalarleyfi til náms hefur fengið tilkynningu um að inntaka þeirra hafi verið afturkölluð vegna skorts á dvalarleyfi. Umsóknum fjölgaði um 40 prósent á milli ára.

Innlent