Yfir hundrað þúsund hafa nú greinst smitaðir á Íslandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. febrúar 2022 10:06 Yfir hundrað þúsund hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni hér á landi frá upphafi faraldursins. Vísir/Vilhelm Hundrað þúsund smita múrinn var brotinn í gær hérna á Íslandi. Nú hafa yfir hundrað þúsund greinst smitaðir af kórónuveirunni frá upphafi faraldurs, eða um fjórðungur þjóðarinnar. Í gær greindust 2.317 smitaðir af kórónuveirunni. Um er að ræða 500 færri tilfelli heldur en í fyrradag, þegar met var slegið. Alls hafa nú 103.086 greinst smitaðir af veirunni frá upphafi. Rúmlega 4.721 sýni voru tekin til greiningar innanlands í gær og var því hlutfall jákvæðra sýna því um 50 prósent. 885 sýni voru tekin á landamærunum og greindust þar 92 smitaðir. Alls eru nú 11.880 í einangrun með virkt smit, og fjölgar þeim um fjögur hundruð milli daga. Nýgengi smita innanlands er nú 7.469 en var í gær 7.170 og á landamærunum er nýgengið nú 249 en var 234 í gær. Inniliggjandi á spítala eru nú 52 manns, þar af 45 á Landspítala. Fjórir eru á gjörgæslu og einn í öndunarvél. Tæp tvö ár liðin frá fyrsta innanlandssmitinu Í dag eru tæplega tvö ár síðan fyrsti Íslendingurinn greindist smitaður af kórónuveirunni innanlands. Sá greindist þann 28. febrúar 2020 en nú, rétt tæpum tveimur árum síðan, hafa hundrað þúsund greinst smitaðir af veirunni hér á landi. Niðurstöður mótefnarannsóknar Íslenskrar erfðagreiningar, sem birtar voru í lok janúar, benda til að tvisvar til þrisvar sinnum fleiri hafi sýkst af veirunni en hafi greinst smitaðir af henni. Því er ekki ólíklegt að rauntala þeirra sem smitast hafi hér á landi af kórónuveirunni sé nær 200 þúsund, þó opinberar tölur segi annað. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sögðu báðir 24. janúar að þeir teldu að hjarðónæmi verði náð fyrir páska og við laus við faraldurinn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Í gær greindust 2.317 smitaðir af kórónuveirunni. Um er að ræða 500 færri tilfelli heldur en í fyrradag, þegar met var slegið. Alls hafa nú 103.086 greinst smitaðir af veirunni frá upphafi. Rúmlega 4.721 sýni voru tekin til greiningar innanlands í gær og var því hlutfall jákvæðra sýna því um 50 prósent. 885 sýni voru tekin á landamærunum og greindust þar 92 smitaðir. Alls eru nú 11.880 í einangrun með virkt smit, og fjölgar þeim um fjögur hundruð milli daga. Nýgengi smita innanlands er nú 7.469 en var í gær 7.170 og á landamærunum er nýgengið nú 249 en var 234 í gær. Inniliggjandi á spítala eru nú 52 manns, þar af 45 á Landspítala. Fjórir eru á gjörgæslu og einn í öndunarvél. Tæp tvö ár liðin frá fyrsta innanlandssmitinu Í dag eru tæplega tvö ár síðan fyrsti Íslendingurinn greindist smitaður af kórónuveirunni innanlands. Sá greindist þann 28. febrúar 2020 en nú, rétt tæpum tveimur árum síðan, hafa hundrað þúsund greinst smitaðir af veirunni hér á landi. Niðurstöður mótefnarannsóknar Íslenskrar erfðagreiningar, sem birtar voru í lok janúar, benda til að tvisvar til þrisvar sinnum fleiri hafi sýkst af veirunni en hafi greinst smitaðir af henni. Því er ekki ólíklegt að rauntala þeirra sem smitast hafi hér á landi af kórónuveirunni sé nær 200 þúsund, þó opinberar tölur segi annað. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sögðu báðir 24. janúar að þeir teldu að hjarðónæmi verði náð fyrir páska og við laus við faraldurinn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira