Vann gullið en enginn að tala um hana: „Er tóm að innan“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. febrúar 2022 13:31 Anna Shcherbakova vann sitt fyrsta Ólympíugull í gær. getty/Jean Catuffe Anna Shcherbakova, sem vann gullverðlaun í einstaklingskeppninni í listdansi á skautum, segist eiga erfitt með að njóta sigursins því athyglin hefur svo sannarlega ekki verið á henni heldur tveimur öðrum rússneskum skautakonum. Undanfarna daga hefur kastljósið beinst að hinni fimmtán ára Kamilu Valievu sem fékk að keppa í einstaklingskeppninni þrátt fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi. Hún var langsigurstranglegust og efst eftir skylduæfingarnar. En Valieva sýndi ekki sitt rétta andlit í frjálsu æfingunum og endaði í 4. sæti. Eftir frjálsu æfingarnar stal silfurverðlaunahafinn Alexandra Trusova svo senunni. Hún var greinilega ósátt með að hafa ekki unnið og öskraði á þjálfarann sinn. „Allir fá gullverðlaun, allir nema ég. Ég hata skauta. Ég hata alla. Ég hata þessa íþrótt, Ég mun aldrei skauta aftur. Aldrei. Þetta er ömurlegt. Svona á þetta ekki að vera,“ sagði Trusova sem virtist líka gefa þjálfaranum fingurinn. Athyglin var því alls ekki á sigurvegaranum Shcherbakovu sem sýndi frábæra takta á skautasvellinu. Hún varð í 2. sæti í bæði skylduæfingunum og frjálsu æfingunum og samanlögð einkunn hennar var 255,95. „Ég næ ekki enn utan um það sem gerðist. Ég er ánægð en er samt tóm að innan. Mér líður eins og það sé ekki verið að tala um mig,“ sagði hin sautján ára Shcherbakova. Hún gat tekið við gullmedalíunni sinni en enginn verðlaunaafhending hefði orðið ef Valieva hefði verið í einu af þremur efstu sætunum. „Ég er ánægð að það verði verðlaunaafhending og við fáum medalíurnar okkar. Auðvitað verður afar ánægjulegt að veita medalíunni viðtöku,“ sagði Shcherbakova. Hún sagðist finna til með Valievu. „Ég horfði á Kamilu og frammistöðu hennar. Frá fyrsta stökki sá ég hversu erfitt þetta var fyrir hana og ég skil hvernig henni líður. Það er meira en erfitt að halda áfram þegar eitthvað svona gerist,“ sagði Shcherbakova og vísaði til þess að Valieva datt nokkrum sinnum í æfingum sínum. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skautaíþróttir Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Sjá meira
Undanfarna daga hefur kastljósið beinst að hinni fimmtán ára Kamilu Valievu sem fékk að keppa í einstaklingskeppninni þrátt fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi. Hún var langsigurstranglegust og efst eftir skylduæfingarnar. En Valieva sýndi ekki sitt rétta andlit í frjálsu æfingunum og endaði í 4. sæti. Eftir frjálsu æfingarnar stal silfurverðlaunahafinn Alexandra Trusova svo senunni. Hún var greinilega ósátt með að hafa ekki unnið og öskraði á þjálfarann sinn. „Allir fá gullverðlaun, allir nema ég. Ég hata skauta. Ég hata alla. Ég hata þessa íþrótt, Ég mun aldrei skauta aftur. Aldrei. Þetta er ömurlegt. Svona á þetta ekki að vera,“ sagði Trusova sem virtist líka gefa þjálfaranum fingurinn. Athyglin var því alls ekki á sigurvegaranum Shcherbakovu sem sýndi frábæra takta á skautasvellinu. Hún varð í 2. sæti í bæði skylduæfingunum og frjálsu æfingunum og samanlögð einkunn hennar var 255,95. „Ég næ ekki enn utan um það sem gerðist. Ég er ánægð en er samt tóm að innan. Mér líður eins og það sé ekki verið að tala um mig,“ sagði hin sautján ára Shcherbakova. Hún gat tekið við gullmedalíunni sinni en enginn verðlaunaafhending hefði orðið ef Valieva hefði verið í einu af þremur efstu sætunum. „Ég er ánægð að það verði verðlaunaafhending og við fáum medalíurnar okkar. Auðvitað verður afar ánægjulegt að veita medalíunni viðtöku,“ sagði Shcherbakova. Hún sagðist finna til með Valievu. „Ég horfði á Kamilu og frammistöðu hennar. Frá fyrsta stökki sá ég hversu erfitt þetta var fyrir hana og ég skil hvernig henni líður. Það er meira en erfitt að halda áfram þegar eitthvað svona gerist,“ sagði Shcherbakova og vísaði til þess að Valieva datt nokkrum sinnum í æfingum sínum.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skautaíþróttir Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Sjá meira