Ziyech reyndist hetja Chelsea 19. febrúar 2022 17:04 Hakim Ziyech skoraði sigurmark Chelsea í dag. Chloe Knott - Danehouse/Getty Images Hakim Ziyech skoraði eina mark leiksins á lokamínútunum þegar Chelsea vann 1-0 sigur gegn Crystal Palace í Lundúnaslag ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. Ekkert var skoraði í fyrri hálfleik og það var ekki fyrr en að um stundarfjórðungur var til leiksloka að það dró loksins til tíðinda. Hakim Ziyech kom boltanum þá í netið fyrir gestina í Chelsea, en eftir skoðun myndbandsdómara kom í ljós að hann var rangstæður og markið því dæmt af. Ziyech var þó aftur á ferðinni á 89. mínútu þegar hann kom boltanum í netið eftir stoðsendingu frá Marcos Alonso og tryggði Chelsea um leið 1-0 útisigur. Chelsea situr nú í þriðja sæti deildarinnar með 50 stig eftir 25 leiki, en liðið er svo gott sem búið að missa af toppliðunum tveim. Crystal Palace situr hins vegar í 13. sæti með 26 stig. Enski boltinn
Hakim Ziyech skoraði eina mark leiksins á lokamínútunum þegar Chelsea vann 1-0 sigur gegn Crystal Palace í Lundúnaslag ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. Ekkert var skoraði í fyrri hálfleik og það var ekki fyrr en að um stundarfjórðungur var til leiksloka að það dró loksins til tíðinda. Hakim Ziyech kom boltanum þá í netið fyrir gestina í Chelsea, en eftir skoðun myndbandsdómara kom í ljós að hann var rangstæður og markið því dæmt af. Ziyech var þó aftur á ferðinni á 89. mínútu þegar hann kom boltanum í netið eftir stoðsendingu frá Marcos Alonso og tryggði Chelsea um leið 1-0 útisigur. Chelsea situr nú í þriðja sæti deildarinnar með 50 stig eftir 25 leiki, en liðið er svo gott sem búið að missa af toppliðunum tveim. Crystal Palace situr hins vegar í 13. sæti með 26 stig.