Blinken segir Vesturlönd standa saman hvað sem Putin geri Heimir Már Pétursson skrifar 18. febrúar 2022 19:20 Íbúar í Donetsk héraði urðu margir við ákalli leiðtoga uppreisnarmanna í héraðinu um að flýja yfir til Rússlands. Getty/Nikolai Trishin Stjórnvöld í Rússlandi hvetja rússneskumælandi Úkraínumenn til að flýja austurhéruð landsins yfir til Rússlands og heita þeim stuðningi. Sendiherra Rússlands er vonsvikinn yfir því sem hann kallar einhliða stuðning forseta Íslands og utanríkisráðherra við málstað Úkraínu. Loftvarnaflautur hljómuðu í bæjum og borgum í Donetskhéraði í austuhluta Úkraínu í dag þegar leiðtogar rússneskumælandi uppreisnarmanna gáfu íbúum merki um að flýja héraðið og halda yfir landamærin til Rússlands. En þeir hafa einhliða lýst yfir sjálfstæði héraðsins. Stjórnvöld í Rússlandi hvöttu til flóttans og ætla að greiða hverjum flóttamanni tíu þúsund rúblur til framfærslu sem samsvarar um sextán þúsund krónum. Skipulagður flótti að frumkvæði rússneskra stjórnvalda átti sér einnig stað skömmu áður en Rússar réðust inn í suður Ossetíu í Georgíu árið 2008. Denis Pushilin leiðtogi uppreisnarmanna ávarpaði héraðsbúa í sjónvarpi og sagði tímabundinn flutning þeirra til Rússlands vera til að bjarga lífi íbúanna og heilsu. „Vopnaðar sveitir Úkraínumanna valda vísvitandi ótta og glundroða meðal borgara lýðveldis okkar með því að miða stórskotabyssum sínum á mikilvæga innviði okkar,“ sagði Pushilin í dag. Vestrænir leiðtogar komu saman á öryggisráðstefnu í Muchen í dag. Þeir hafa varað við yfirvofandi innrás Rússa í Úkraínu undanfarna daga. Annalena Baerbock utanríkisráðherra Þýskalands hvatti Putin til að kalla rúmlega hundrað þúsund manna herlið sitt til baka frá landamærunum að Úkraínu. „Úkraínumenn hafa ekki skapað þetta hættuástand heldur Rússar. Við hvetjum því Rússa til að draga herlið sitt nú þegar til baka,“ sagði Baerbock. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Annalena Baerbock utanríkisráðherra Þýskalands ræða saman á Öryggisráðstefnunni í Munchen í dag.Gertty/Alexandra Beier Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna hvatti Rússa til að velja samningaleiðina sem enn væri opin. Samstaða Vesturlanda innan NATO og Evrópusambandsins hafi komið Putin Rússlandsforseta á óvart. „Á meðan við höldum þeirri samstöðu, sama hvora leiðina sem Putin velur, verðum við reiðubúin til að bregðast við,“ sagði Blinken. Sendiherra Rússlands í Reykjavík lýsti því yfir í gær að hann væri vonsvikinn með einhliða og hlutlæga túlkun Íslendinga á stöðunni í Úkraínu í tístum forseta Íslands og utanríkisráðherra. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra er á öryggismálaráðstefnunni í Munchen og segir yfirlýsingar hennar í samræmi við utanríkisstefnu landsins. „Þessi gagnrýni kom kannski ekki á óvart. En afstaða okkar og viðleitni til að tryggja frið og halda uppi vörnum fyrir þau gildi sem við stöndum fyrir og höfum byggt okkar samfélag á ætti ekki að koma neinum á óvart,“ segir Þórdís Kolbrún. Úkraína NATO Rússland Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Leiðtogar aðskilnaðarsinna skipa borgurum að flýja til Rússlands Denisi Pushilin, leiðtogi aðskilnaðarsinna Donetsk í austurhluta Úkraínu, tilkynnti í dag að almennir borgarar héraðsins yrðu fluttir til Rússlands. Leiðtogar Lunhansk, hins héraðsins þar sem aðskilnaðarsinnar sem studdir eru af Rússum stjórna, hafa einnig tilkynnt að flytja eigi íbúa á brott. 18. febrúar 2022 15:35 Rússar gagnrýna stuðningsyfirlýsingu Guðna forseta Rússneska sendiráðið á Íslandi segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með stuðningsyfirlýsingu forseta Íslands. Forseti lýsti yfir stuðningi við Úkraínu í gær og bað Rússa um að draga úr viðbúnaði við landamæri landsins. 17. febrúar 2022 18:06 Segja engin merki um að Rússar séu að draga sig til baka Háttsettur bandarískur embættismaður segir að fullyrðingar Rússa um að þeir hafi fækkað í herliði sínu við landamærin að Úkraínu séu rangar. 17. febrúar 2022 07:25 Kalla eftir fundi með Rússum Mikil ólga er enn á landamærum Rússlands og Úkraínu en yfirvöld í Úkraínu hafa óskað eftir fundi með Rússum vegna stöðu mála. Óttast er að innrás sé yfirvofandi en forseti Úkraínu segist ekki hafa neinar sannanir fyrir því. 14. febrúar 2022 00:05 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Loftvarnaflautur hljómuðu í bæjum og borgum í Donetskhéraði í austuhluta Úkraínu í dag þegar leiðtogar rússneskumælandi uppreisnarmanna gáfu íbúum merki um að flýja héraðið og halda yfir landamærin til Rússlands. En þeir hafa einhliða lýst yfir sjálfstæði héraðsins. Stjórnvöld í Rússlandi hvöttu til flóttans og ætla að greiða hverjum flóttamanni tíu þúsund rúblur til framfærslu sem samsvarar um sextán þúsund krónum. Skipulagður flótti að frumkvæði rússneskra stjórnvalda átti sér einnig stað skömmu áður en Rússar réðust inn í suður Ossetíu í Georgíu árið 2008. Denis Pushilin leiðtogi uppreisnarmanna ávarpaði héraðsbúa í sjónvarpi og sagði tímabundinn flutning þeirra til Rússlands vera til að bjarga lífi íbúanna og heilsu. „Vopnaðar sveitir Úkraínumanna valda vísvitandi ótta og glundroða meðal borgara lýðveldis okkar með því að miða stórskotabyssum sínum á mikilvæga innviði okkar,“ sagði Pushilin í dag. Vestrænir leiðtogar komu saman á öryggisráðstefnu í Muchen í dag. Þeir hafa varað við yfirvofandi innrás Rússa í Úkraínu undanfarna daga. Annalena Baerbock utanríkisráðherra Þýskalands hvatti Putin til að kalla rúmlega hundrað þúsund manna herlið sitt til baka frá landamærunum að Úkraínu. „Úkraínumenn hafa ekki skapað þetta hættuástand heldur Rússar. Við hvetjum því Rússa til að draga herlið sitt nú þegar til baka,“ sagði Baerbock. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Annalena Baerbock utanríkisráðherra Þýskalands ræða saman á Öryggisráðstefnunni í Munchen í dag.Gertty/Alexandra Beier Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna hvatti Rússa til að velja samningaleiðina sem enn væri opin. Samstaða Vesturlanda innan NATO og Evrópusambandsins hafi komið Putin Rússlandsforseta á óvart. „Á meðan við höldum þeirri samstöðu, sama hvora leiðina sem Putin velur, verðum við reiðubúin til að bregðast við,“ sagði Blinken. Sendiherra Rússlands í Reykjavík lýsti því yfir í gær að hann væri vonsvikinn með einhliða og hlutlæga túlkun Íslendinga á stöðunni í Úkraínu í tístum forseta Íslands og utanríkisráðherra. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra er á öryggismálaráðstefnunni í Munchen og segir yfirlýsingar hennar í samræmi við utanríkisstefnu landsins. „Þessi gagnrýni kom kannski ekki á óvart. En afstaða okkar og viðleitni til að tryggja frið og halda uppi vörnum fyrir þau gildi sem við stöndum fyrir og höfum byggt okkar samfélag á ætti ekki að koma neinum á óvart,“ segir Þórdís Kolbrún.
Úkraína NATO Rússland Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Leiðtogar aðskilnaðarsinna skipa borgurum að flýja til Rússlands Denisi Pushilin, leiðtogi aðskilnaðarsinna Donetsk í austurhluta Úkraínu, tilkynnti í dag að almennir borgarar héraðsins yrðu fluttir til Rússlands. Leiðtogar Lunhansk, hins héraðsins þar sem aðskilnaðarsinnar sem studdir eru af Rússum stjórna, hafa einnig tilkynnt að flytja eigi íbúa á brott. 18. febrúar 2022 15:35 Rússar gagnrýna stuðningsyfirlýsingu Guðna forseta Rússneska sendiráðið á Íslandi segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með stuðningsyfirlýsingu forseta Íslands. Forseti lýsti yfir stuðningi við Úkraínu í gær og bað Rússa um að draga úr viðbúnaði við landamæri landsins. 17. febrúar 2022 18:06 Segja engin merki um að Rússar séu að draga sig til baka Háttsettur bandarískur embættismaður segir að fullyrðingar Rússa um að þeir hafi fækkað í herliði sínu við landamærin að Úkraínu séu rangar. 17. febrúar 2022 07:25 Kalla eftir fundi með Rússum Mikil ólga er enn á landamærum Rússlands og Úkraínu en yfirvöld í Úkraínu hafa óskað eftir fundi með Rússum vegna stöðu mála. Óttast er að innrás sé yfirvofandi en forseti Úkraínu segist ekki hafa neinar sannanir fyrir því. 14. febrúar 2022 00:05 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Leiðtogar aðskilnaðarsinna skipa borgurum að flýja til Rússlands Denisi Pushilin, leiðtogi aðskilnaðarsinna Donetsk í austurhluta Úkraínu, tilkynnti í dag að almennir borgarar héraðsins yrðu fluttir til Rússlands. Leiðtogar Lunhansk, hins héraðsins þar sem aðskilnaðarsinnar sem studdir eru af Rússum stjórna, hafa einnig tilkynnt að flytja eigi íbúa á brott. 18. febrúar 2022 15:35
Rússar gagnrýna stuðningsyfirlýsingu Guðna forseta Rússneska sendiráðið á Íslandi segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með stuðningsyfirlýsingu forseta Íslands. Forseti lýsti yfir stuðningi við Úkraínu í gær og bað Rússa um að draga úr viðbúnaði við landamæri landsins. 17. febrúar 2022 18:06
Segja engin merki um að Rússar séu að draga sig til baka Háttsettur bandarískur embættismaður segir að fullyrðingar Rússa um að þeir hafi fækkað í herliði sínu við landamærin að Úkraínu séu rangar. 17. febrúar 2022 07:25
Kalla eftir fundi með Rússum Mikil ólga er enn á landamærum Rússlands og Úkraínu en yfirvöld í Úkraínu hafa óskað eftir fundi með Rússum vegna stöðu mála. Óttast er að innrás sé yfirvofandi en forseti Úkraínu segist ekki hafa neinar sannanir fyrir því. 14. febrúar 2022 00:05