Samfylking og Píratar kjósa í forystusæti í Kópavogi og Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 18. febrúar 2022 20:29 Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata í Reykjavík sækist eftir því að leiða lista flokksins í borginni áfram. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Tvennt sækist eftir að leiða lista í forvali Samfylkingarinnar í Kópavogi. Tveir borgarfulltrúar Pírata sækjast eftir endurkjöri í Reykjavík og oddviti flokksins í Kópavogi vill leiða flokkinn áfram en tekist er á um annað sætið. Flokksval Samfylkingarinnar í Kópavogi hefst í dag og líkur á morgun. Prófkjör Pírata í Kópavogi og Reykjavík hefjast hins vegar á morgun og standa yfir í viku. Samfylkingin er með tvo fulltrúa í minnihluta bæjarstjórnar Kópavogs þar sem Sálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur skipa meirihlutan. Bergljót Kristinsdóttir sem skipaði annað sæti flokksins í kosningunum 2018 sækist nú eftir að leiða listann ásamt Hákoni Gunnarssyni sem sækist eftir fyrsta til öðru sæti. Pétur Hrafn Sigurðsson núverandi oddviti flokksins sækist ekki eftir endurkjöri. Lilja Hrönn Ö Hrannardóttir og Erlendur Geirdal sækjast eftir öðru til þriðja sæti en aðrir frambjóðendur tiltaka ekki sæti. Prófkjöri Samfylkingarinnar í Kópavogi lýkur klukkan 16 á morgun og ættu úrslit að liggja fyrir fljótlega eftir það. En Píratar slá tvær flugur í einu höggi og verða með prófkjör samtímis bæði í Kópavogi og Reykjavík. Samkvæmt nýlegri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna tvöfalda Píratar fylgi sitt í borginni. Dóra Björt Guðjónsdóttir og Alexandra Briem sitja nú í borgarstjórn fyrir Pírata. En samkvæmt könnun Maskínu fengju Píratar fjóra fulltrúa kjörna í borginni.Píratar hefja rafrænt prófkjör sitt í Reykjavík og Kópavogi á morgun. Elsa Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Pírata segir prófkjör flokksins hefjast rafrænt á morgun. „Kosningu lýkur laugardaginn eftir viku klukkan þrjú. Fljótlega upp úr því birtast niðurstöður á X punktur Píratar punktur is,“ segir Elsa. Dóra Björt og Alexandra sækjast báðar eftir endurkjöri í fyrsta og annað sæti. Rannveig Ernudóttir, Atli Stefán Yngvason og Unnar Þór Sæmundsson sækjast síðan eftir fyrsta til þriðja sæti og Magnús Davíð Norðdahl eftir öðru til fjórða sæti. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir eini bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi sækist eftir endurkjöri. Sex aðrir frambjóðendur eru í boði þar sem Eva Sjöfn Helgadóttir og Indriði Ingi Stefánsson sækjast bæði eftir öðru sæti á listanum. „Það er mikil spenna. Það er mikil gleði í þessu og greinilega margir sem vilja koma og taka þátt og leggja málefnum okkar lið. Við vonum bara að kosning gangi vel og það verði mikil þátttaka þar líka,“ segir Elsa Kristjánsdóttir. Farið var yfir prófkjör helgarinnar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Samfylkingin Píratar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Kópavogur Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Erlent Fleiri fréttir „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Sjá meira
Flokksval Samfylkingarinnar í Kópavogi hefst í dag og líkur á morgun. Prófkjör Pírata í Kópavogi og Reykjavík hefjast hins vegar á morgun og standa yfir í viku. Samfylkingin er með tvo fulltrúa í minnihluta bæjarstjórnar Kópavogs þar sem Sálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur skipa meirihlutan. Bergljót Kristinsdóttir sem skipaði annað sæti flokksins í kosningunum 2018 sækist nú eftir að leiða listann ásamt Hákoni Gunnarssyni sem sækist eftir fyrsta til öðru sæti. Pétur Hrafn Sigurðsson núverandi oddviti flokksins sækist ekki eftir endurkjöri. Lilja Hrönn Ö Hrannardóttir og Erlendur Geirdal sækjast eftir öðru til þriðja sæti en aðrir frambjóðendur tiltaka ekki sæti. Prófkjöri Samfylkingarinnar í Kópavogi lýkur klukkan 16 á morgun og ættu úrslit að liggja fyrir fljótlega eftir það. En Píratar slá tvær flugur í einu höggi og verða með prófkjör samtímis bæði í Kópavogi og Reykjavík. Samkvæmt nýlegri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna tvöfalda Píratar fylgi sitt í borginni. Dóra Björt Guðjónsdóttir og Alexandra Briem sitja nú í borgarstjórn fyrir Pírata. En samkvæmt könnun Maskínu fengju Píratar fjóra fulltrúa kjörna í borginni.Píratar hefja rafrænt prófkjör sitt í Reykjavík og Kópavogi á morgun. Elsa Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Pírata segir prófkjör flokksins hefjast rafrænt á morgun. „Kosningu lýkur laugardaginn eftir viku klukkan þrjú. Fljótlega upp úr því birtast niðurstöður á X punktur Píratar punktur is,“ segir Elsa. Dóra Björt og Alexandra sækjast báðar eftir endurkjöri í fyrsta og annað sæti. Rannveig Ernudóttir, Atli Stefán Yngvason og Unnar Þór Sæmundsson sækjast síðan eftir fyrsta til þriðja sæti og Magnús Davíð Norðdahl eftir öðru til fjórða sæti. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir eini bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi sækist eftir endurkjöri. Sex aðrir frambjóðendur eru í boði þar sem Eva Sjöfn Helgadóttir og Indriði Ingi Stefánsson sækjast bæði eftir öðru sæti á listanum. „Það er mikil spenna. Það er mikil gleði í þessu og greinilega margir sem vilja koma og taka þátt og leggja málefnum okkar lið. Við vonum bara að kosning gangi vel og það verði mikil þátttaka þar líka,“ segir Elsa Kristjánsdóttir. Farið var yfir prófkjör helgarinnar í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Samfylkingin Píratar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Kópavogur Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Erlent Fleiri fréttir „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Sjá meira