Ekkert sé til í því að fyrirtæki maki krókinn með styrkjum Árni Sæberg skrifar 18. febrúar 2022 22:12 Halldór Benjamín, sem er framkvæmdastjóri SA, segir að ef ekki hefði verið brugðist við beiðni samtakanna hefði verið dagaspursmál hvenær starfsemi margra fyrirtækja myndi stöðvast. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ekkert benda til þess að fullyrðing Alþýðusambandsins, um að mörg fyrirtæki hafi makað krókinn á ríkisstyrkjum, eigi við rök að styðjast. Hann fagnar því þó að ASÍ kalli eftir ábyrgð í ríkisfjármálum. Alþýðusambandið telur víst að mörg fyrirtæki hafi makað krókinn á ríkisstyrkjum og krefst þess að rannsókn fari fram á því hvert ríkisfjármunir fóru í faraldrinum. Eðlilegt sé að þau fyrirtæki sem hafi greitt sér út arð þrátt fyrir að hafa þegið ríkisstyrki verði látin endurgreiða þá. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, gefur ekki mikið fyrir þessar fullyrðingar. „Það er ekkert sem bendir til þess að þessar áhyggjur Alþýðusambandsins eigi við rök að styðjast, ég þekki í raun ekkert dæmi þess efnis. Hins vegar hlýt ég að fagna því að Alþýðusambandið ætlar að leggjast á sveif með Samtökum atvinnulífsins og kalla eftir vandaðri ráðstöfun opinbers fjár. Þar eiga þau öflugan bandamann í Samtökum atvinnulífsins,“ sagði Halldór Benjamín í Reykjavík síðdegis í dag. Honum finnst yfirlýsing ASÍ samt sem áður bera merki einhvers konar pólitísks yfirklórs og vera ósmekklega orðuð. Eðlilegt að fyrirtæki greiði út arð þrátt fyrir styrki Halldór Benjamín segir ekkert óeðlilegt við það að fyrirtæki greiði út arð þrátt fyrir að hafa þegið ríkisstyrki vegna heimsfaraldurs Covid-19. Hann segir að sumum styrkjum hafi fylgt skilyrði um arðgreiðslur og þess háttar en ekki öllum. Því þurfi Alþýðusambandið, sem og SA, að lúta vilja löggjafans og geti ekki krafist þess að fyrirtæki sem greiða arð endurgreiði styrki. Bæði sérfræðingar ASÍ og SA hafi komið fyrir þingnefndir og komið sínum sjónarmiðum á framfæri við lagasetninguna. „Því miður virðist í þessu dæmi að Alþýðusambandið sé að fetta fingur út í það að ekki hafi verið hlustað tillögur þeirra í öllum efnum,“ segir hann. Heyra má viðtal við Halldór Benjamín í Reykjavík síðdegis hér að neðan: Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stéttarfélög Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Alþýðusambandið telur víst að mörg fyrirtæki hafi makað krókinn á ríkisstyrkjum og krefst þess að rannsókn fari fram á því hvert ríkisfjármunir fóru í faraldrinum. Eðlilegt sé að þau fyrirtæki sem hafi greitt sér út arð þrátt fyrir að hafa þegið ríkisstyrki verði látin endurgreiða þá. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, gefur ekki mikið fyrir þessar fullyrðingar. „Það er ekkert sem bendir til þess að þessar áhyggjur Alþýðusambandsins eigi við rök að styðjast, ég þekki í raun ekkert dæmi þess efnis. Hins vegar hlýt ég að fagna því að Alþýðusambandið ætlar að leggjast á sveif með Samtökum atvinnulífsins og kalla eftir vandaðri ráðstöfun opinbers fjár. Þar eiga þau öflugan bandamann í Samtökum atvinnulífsins,“ sagði Halldór Benjamín í Reykjavík síðdegis í dag. Honum finnst yfirlýsing ASÍ samt sem áður bera merki einhvers konar pólitísks yfirklórs og vera ósmekklega orðuð. Eðlilegt að fyrirtæki greiði út arð þrátt fyrir styrki Halldór Benjamín segir ekkert óeðlilegt við það að fyrirtæki greiði út arð þrátt fyrir að hafa þegið ríkisstyrki vegna heimsfaraldurs Covid-19. Hann segir að sumum styrkjum hafi fylgt skilyrði um arðgreiðslur og þess háttar en ekki öllum. Því þurfi Alþýðusambandið, sem og SA, að lúta vilja löggjafans og geti ekki krafist þess að fyrirtæki sem greiða arð endurgreiði styrki. Bæði sérfræðingar ASÍ og SA hafi komið fyrir þingnefndir og komið sínum sjónarmiðum á framfæri við lagasetninguna. „Því miður virðist í þessu dæmi að Alþýðusambandið sé að fetta fingur út í það að ekki hafi verið hlustað tillögur þeirra í öllum efnum,“ segir hann. Heyra má viðtal við Halldór Benjamín í Reykjavík síðdegis hér að neðan:
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stéttarfélög Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira