City gerði fjórar tilraunir til að fá Kane Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. febrúar 2022 11:46 Manchester City reyndi ítrekað að fá Harry Kane í sínar raðir í sumar. Shaun Botterill/Getty Images Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að félagið hafi gert fjórar tilraunir til að fá enska landsliðsfyrirliðann Harry Kane frá Tottenham í sumar. Guardiola viðurkennir einnig að hann hafi haft áhyggjur af því að tímabilið gæti verið í hættu þar sem liðinu vantar framherja. Þegar við skoðum stigatöfluna í ensku úrvalsdeildinni í dag sjáum við hins vegar að þær áhyggjur voru líklega óþarfar. City trónir á toppi deildarinnar með níu stiga forskot. Manchester City tekur á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag, en þetta verður í fyrsta skipti sem Harry Kane mætir City eftir að liðið reyndi til hins ítrasta að kaupa hann í sumar. Kane var ekki í leikmannahóp Tottenham þegar liðið tók á móti City í upphafi tímabils. Guardiola sagði frá því á dögunum að City hefði ítrekað reynt að fá Kane í sínar raðir, en forráðamenn Tottenham hafi staðið fastir á sínu. „Ég hef aldrei, á mínum ellefu eða tólf ára þjálfaraferli, orðið vonsvikinn yfir því að félagið geti ekki gert eitthvað á leikmannamarkaðinumm,“ sagði Spánverjinn. „Ég hef aldrei reynt að búa til eitthvað vandamál af því að ég stend fyrir félagið og félagið er alltaf hærra sett en ég sjálfur.“ „Við reyndum [að kaupa Kane] en þau kaup voru langt frá því að ganga í gegn af því að Tottenham stóð fast á sínu. Þegar það gerist, tvisvar, þrisvar og jafnvel fjórum sinnum, þá er þetta búið.“ Eins og áður segir hefur gengi City í ensku úrvalsdeildinni verið gott á tímabilinu, en Guardiola segir að hann hafi ekki getað vitað það fyrirfram. „Við getum talað um það núna að allt gangi vel hjá okkur þrátt fyrir það að Kane hafi ekki komið. En á þeim tíma gátum við ekki vitað það. Við töpuðum á móti Leicester í Samfélagsskildinum og svo Tottenham í fyrstu umferð þannig að á þeim tímapunkti gat ég ekki vitað hvað myndi gerast á næstu vikum,“ sagði Guardiola að lokum. Manchester City og Tottenham mætast í seinasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn er mikilvægur fyrir bæði lið, en City er eins og áður segir í baráttu um Englandsmeistaratitilinn á meðan Tottenham þarf sárlega á stigum að halda í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Sjá meira
Guardiola viðurkennir einnig að hann hafi haft áhyggjur af því að tímabilið gæti verið í hættu þar sem liðinu vantar framherja. Þegar við skoðum stigatöfluna í ensku úrvalsdeildinni í dag sjáum við hins vegar að þær áhyggjur voru líklega óþarfar. City trónir á toppi deildarinnar með níu stiga forskot. Manchester City tekur á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag, en þetta verður í fyrsta skipti sem Harry Kane mætir City eftir að liðið reyndi til hins ítrasta að kaupa hann í sumar. Kane var ekki í leikmannahóp Tottenham þegar liðið tók á móti City í upphafi tímabils. Guardiola sagði frá því á dögunum að City hefði ítrekað reynt að fá Kane í sínar raðir, en forráðamenn Tottenham hafi staðið fastir á sínu. „Ég hef aldrei, á mínum ellefu eða tólf ára þjálfaraferli, orðið vonsvikinn yfir því að félagið geti ekki gert eitthvað á leikmannamarkaðinumm,“ sagði Spánverjinn. „Ég hef aldrei reynt að búa til eitthvað vandamál af því að ég stend fyrir félagið og félagið er alltaf hærra sett en ég sjálfur.“ „Við reyndum [að kaupa Kane] en þau kaup voru langt frá því að ganga í gegn af því að Tottenham stóð fast á sínu. Þegar það gerist, tvisvar, þrisvar og jafnvel fjórum sinnum, þá er þetta búið.“ Eins og áður segir hefur gengi City í ensku úrvalsdeildinni verið gott á tímabilinu, en Guardiola segir að hann hafi ekki getað vitað það fyrirfram. „Við getum talað um það núna að allt gangi vel hjá okkur þrátt fyrir það að Kane hafi ekki komið. En á þeim tíma gátum við ekki vitað það. Við töpuðum á móti Leicester í Samfélagsskildinum og svo Tottenham í fyrstu umferð þannig að á þeim tímapunkti gat ég ekki vitað hvað myndi gerast á næstu vikum,“ sagði Guardiola að lokum. Manchester City og Tottenham mætast í seinasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn er mikilvægur fyrir bæði lið, en City er eins og áður segir í baráttu um Englandsmeistaratitilinn á meðan Tottenham þarf sárlega á stigum að halda í baráttunni um Meistaradeildarsæti.
Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Sjá meira