Kosið um sameiningu sex sveitarfélaga Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. febrúar 2022 14:29 Íbúar Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps munu meðal annarra kjósa um sameiningu. Vísir/Vilhelm Kosið verður um sameiningu í sex sveitarfélögum í dag. Oddviti eins af smærri sveitarfélögunum segir það rökrétta þróun að lítil sveitarfélög sameinist þeim stærri um alla þjónustu við íbúa. Kjörstaðir hafa nú opnað í sex sveitarfélögum sem kjósa um þrjár mismunandi sameiningar. Það eru Blönduósbær og Húnavatnshreppur sem kjósa um að sameinast, Eyja- og Miklaholtshreppur kýs um sameiningu við Snæfellsbæ og loks eru það Akrahreppur og Sveitarfélagið Skagafjörður sem gætu orðið sameinuð í eitt á næstunni ef íbúar kjósa með því í dag. Hrefna Jóhannesdóttir er oddviti í Akrahreppi þar sem búa um 200 manns. Hún segir það afar rökrétta þróun fyrir svo lítið sveitarfélag að sameinast stærri sveitarfélagi eins og Skagafirði þar sem búa um fjögur þúsund manns. „Vegna þess að hlutverk sveitarfélaga hefur náttúrulega breyst mjög mikið á undanförnum árum og áratug jafnvel. Það er búið að færa mjög mörg stór verkefni frá ríki til sveitarfélaga og þá er einfaldara og meira hagræði í því að vinna þetta bara saman, hreinlega,“ segir Hrefna. Hún er vongóð um að íbúar Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykki sameininguna í dag. „Hér vinnum við alveg þvers og kruss yfir landamærin, ef svo má segja, og öll menningarstarfsemi, kórastarf til dæmis og ýmiskonar félagastarfsemi hún er líka alveg þvers og kruss yfir vötnin,“ segir Hrefna. Íbúar beggja sveitarfélaga líti því einfaldlega á sig sem Skagfirðinga. „Við tölum líka alltaf um okkur sem Skagfirðinga. Ég kalla mig til að mynda ekki Akrahrepping. Ég er fyrst og fremst Skagfirðingur, þannig að ég held að þetta sé nú skref í rétta átt fyrir okkur. Að hætta bara að hugsa um okkur sem þið og við, heldur sem eina heild og vinna að okkar hagsmunum saman,“ segir Hrefna Jóhannesdóttir oddviti í Akrahreppi. Niðurstaða úr kosningum allra sveitarfélaganna má vænta seint í kvöld, líklega ekki fyrr en nokkuð eftir 10. Sveitarstjórnarmál Blönduós Húnavatnshreppur Eyja- og Miklaholtshreppur Snæfellsbær Akrahreppur Skagafjörður Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Fleiri fréttir Sérsveit tók þátt í aðgerð lögreglu á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Kjörstaðir hafa nú opnað í sex sveitarfélögum sem kjósa um þrjár mismunandi sameiningar. Það eru Blönduósbær og Húnavatnshreppur sem kjósa um að sameinast, Eyja- og Miklaholtshreppur kýs um sameiningu við Snæfellsbæ og loks eru það Akrahreppur og Sveitarfélagið Skagafjörður sem gætu orðið sameinuð í eitt á næstunni ef íbúar kjósa með því í dag. Hrefna Jóhannesdóttir er oddviti í Akrahreppi þar sem búa um 200 manns. Hún segir það afar rökrétta þróun fyrir svo lítið sveitarfélag að sameinast stærri sveitarfélagi eins og Skagafirði þar sem búa um fjögur þúsund manns. „Vegna þess að hlutverk sveitarfélaga hefur náttúrulega breyst mjög mikið á undanförnum árum og áratug jafnvel. Það er búið að færa mjög mörg stór verkefni frá ríki til sveitarfélaga og þá er einfaldara og meira hagræði í því að vinna þetta bara saman, hreinlega,“ segir Hrefna. Hún er vongóð um að íbúar Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykki sameininguna í dag. „Hér vinnum við alveg þvers og kruss yfir landamærin, ef svo má segja, og öll menningarstarfsemi, kórastarf til dæmis og ýmiskonar félagastarfsemi hún er líka alveg þvers og kruss yfir vötnin,“ segir Hrefna. Íbúar beggja sveitarfélaga líti því einfaldlega á sig sem Skagfirðinga. „Við tölum líka alltaf um okkur sem Skagfirðinga. Ég kalla mig til að mynda ekki Akrahrepping. Ég er fyrst og fremst Skagfirðingur, þannig að ég held að þetta sé nú skref í rétta átt fyrir okkur. Að hætta bara að hugsa um okkur sem þið og við, heldur sem eina heild og vinna að okkar hagsmunum saman,“ segir Hrefna Jóhannesdóttir oddviti í Akrahreppi. Niðurstaða úr kosningum allra sveitarfélaganna má vænta seint í kvöld, líklega ekki fyrr en nokkuð eftir 10.
Sveitarstjórnarmál Blönduós Húnavatnshreppur Eyja- og Miklaholtshreppur Snæfellsbær Akrahreppur Skagafjörður Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Fleiri fréttir Sérsveit tók þátt í aðgerð lögreglu á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira